Staða kvenna í fangelsum verri en karla Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 15:26 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Arnar Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. Í skýrslunni segir að ástæður þess megi helst rekja til færri vistunarúrræða og þess að konur kunna að vera vistaðar í Fangelsinu Hólmsheiði um lengra skeið þar sem fangelsin að Litla-Hrauni og Kvíabryggju eru einungis ætluð körlum. Lakari staða kvenna birtist þó einnig í því að í ýmsu hefur ekki verið tekið nægilegt tillit til sérstöðu þeirra við afplánun enda ekki verið mótuð heildræn stefna um vistun kvenfanga. Í skýrslunni segir að aðalvistunarstaður kvenfanga sé Fangelsið Hólmsheiði, sem sé að öðru leyti fyrst og fremst hugsað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi. Þar af leiðandi vistist kvenfangar að meginstefnu til í lokuðu fangelsi þar sem öryggisstig er hátt. Þótt nokkuð hafi verið komið til móts við þær sem þar dvelja, til dæmis með því að veita þeim aðgang að útisvæði sem er stærra en önnur slík svæði innan fangelsisins, beri skortur á virknistarfi og þjónustu í fangelsinu vitni um að það henti illa sem langtímaúrræði. „Í þessu samhengi má til dæmis nefna að minna framboð er af vinnu fyrir kvenfanga. Einnig eru atvinnutækifæri þeirra að mestu bundin við hefðbundin kvennastörf, svo sem þrif og handverk.“ Þannig komi umboðsmaður því á framfæri að leita skuli leiða til að auka framboð af atvinnu fyrir kvenfanga. Þá sé þeirri ábendingu beint til mennta- og barnamálaráðherra að taka til skoðunar, í samráði við fangelsismálayfirvöld, hvort unnt sé að bæta menntamál kvenfanga. Möguleikar til að afplána í opnu fangelsi af skornum skammti Í skýrslunni segir að eina opna fangelsið, sem stendur konum til boða, sé Fangelsið Sogni. Þar vistist karlar og konur saman, en kvenfangar séu í mjög miklum minnihluta eða mest þrjár miðað við átján karlfanga á hverjum tíma. „Það kann að gera það að verkum að þær kjósi frekar að taka út alla afplánun sína á Hólmsheiði. Möguleikar kvenna til að afplána í opnu fangelsi eru þannig lakari en karla í sömu stöðu án þess að sá munur verði útskýrður með öðru en skorti á viðeigandi úrræðum. Umboðsmaður bendir á að staðan sé ósamræmanleg almennum jafnræðisreglum og beinir því til dómsmálaráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að kvenfangar hafi í raun sömu möguleika á að afplána í opnu fangelsi og karlar í sömu stöðu.“ Minni aðstoð þrátt fyrir viðkvæmari stöðu Þá segir að stór hluti kvenfanga glími við alvarlegan vímuefnavanda og félagsleg staða þeirra sé almennt lakari en karlfanga. Engu að síður fái þær hvað minnsta aðstoð innan refsivörslukerfisins við að ná tökum á vanda sínum. Þá virðist viðmið, sem fangelsismálayfirvöld styðjast við þegar þjónustuþörf er metin og umgjörð vistunar ákvörðuð, svo sen þegar metið er hvort gera skuli meðferðaráætlun fyrir fanga eða framkvæma áhættumat, ekki taka nægilegt mið af sérstöðu kvenfanga. Vill að konum geti verið sinnt af konum Hvað heilbrigðisþjónustu varðar beinir umboðsmaður þeirri ábendingu til yfirvalda að taka til skoðunar hvort unnt sé að koma til móts við fanga sem óska eftir því að vera sinnt af heilbrigðisstarfsmanni af sama kyni. Jafnframt er bent á mikilvægi þess að kvenfangar hafi greitt aðgengi að krabbameinsskimunum. Fangar túlki fyrir samfanga Í skýrslunni segir að þegar Fangelsið Hólmsheiði var heimsótt hafi stór hluti kvenfanga þar verið af erlendum uppruna og af viðtölum við þær væri ljóst að þær reiddu sig að miklu leyti á samfanga fyrir upplýsingar. Í skýrslunni er bent á að það fyrirkomulag geti reynst óheppilegt og því beint að fangelsinu og Fangelsismálastofnun að bæta upplýsingagjöf til erlendra fanga, svo sem með því að þýða mikilvægar upplýsingar og notast við túlkaþjónustu þegar komið er á framfæri upplýsingum sem ljóst er að hafi mikla þýðingu fyrir þá. Jafnframt verði að gæta þess að fangar túlki ekki fyrir hvern annan þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni. Í skýrslunni má finna fleiri ábendingar og tilmæli sem lúta meðal annars að aðbúnaði, geðheilbrigðismálum og virknistarfi í fangelsum þar sem konur vistast. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér. Fangelsismál Jafnréttismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Í skýrslunni segir að ástæður þess megi helst rekja til færri vistunarúrræða og þess að konur kunna að vera vistaðar í Fangelsinu Hólmsheiði um lengra skeið þar sem fangelsin að Litla-Hrauni og Kvíabryggju eru einungis ætluð körlum. Lakari staða kvenna birtist þó einnig í því að í ýmsu hefur ekki verið tekið nægilegt tillit til sérstöðu þeirra við afplánun enda ekki verið mótuð heildræn stefna um vistun kvenfanga. Í skýrslunni segir að aðalvistunarstaður kvenfanga sé Fangelsið Hólmsheiði, sem sé að öðru leyti fyrst og fremst hugsað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi. Þar af leiðandi vistist kvenfangar að meginstefnu til í lokuðu fangelsi þar sem öryggisstig er hátt. Þótt nokkuð hafi verið komið til móts við þær sem þar dvelja, til dæmis með því að veita þeim aðgang að útisvæði sem er stærra en önnur slík svæði innan fangelsisins, beri skortur á virknistarfi og þjónustu í fangelsinu vitni um að það henti illa sem langtímaúrræði. „Í þessu samhengi má til dæmis nefna að minna framboð er af vinnu fyrir kvenfanga. Einnig eru atvinnutækifæri þeirra að mestu bundin við hefðbundin kvennastörf, svo sem þrif og handverk.“ Þannig komi umboðsmaður því á framfæri að leita skuli leiða til að auka framboð af atvinnu fyrir kvenfanga. Þá sé þeirri ábendingu beint til mennta- og barnamálaráðherra að taka til skoðunar, í samráði við fangelsismálayfirvöld, hvort unnt sé að bæta menntamál kvenfanga. Möguleikar til að afplána í opnu fangelsi af skornum skammti Í skýrslunni segir að eina opna fangelsið, sem stendur konum til boða, sé Fangelsið Sogni. Þar vistist karlar og konur saman, en kvenfangar séu í mjög miklum minnihluta eða mest þrjár miðað við átján karlfanga á hverjum tíma. „Það kann að gera það að verkum að þær kjósi frekar að taka út alla afplánun sína á Hólmsheiði. Möguleikar kvenna til að afplána í opnu fangelsi eru þannig lakari en karla í sömu stöðu án þess að sá munur verði útskýrður með öðru en skorti á viðeigandi úrræðum. Umboðsmaður bendir á að staðan sé ósamræmanleg almennum jafnræðisreglum og beinir því til dómsmálaráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að kvenfangar hafi í raun sömu möguleika á að afplána í opnu fangelsi og karlar í sömu stöðu.“ Minni aðstoð þrátt fyrir viðkvæmari stöðu Þá segir að stór hluti kvenfanga glími við alvarlegan vímuefnavanda og félagsleg staða þeirra sé almennt lakari en karlfanga. Engu að síður fái þær hvað minnsta aðstoð innan refsivörslukerfisins við að ná tökum á vanda sínum. Þá virðist viðmið, sem fangelsismálayfirvöld styðjast við þegar þjónustuþörf er metin og umgjörð vistunar ákvörðuð, svo sen þegar metið er hvort gera skuli meðferðaráætlun fyrir fanga eða framkvæma áhættumat, ekki taka nægilegt mið af sérstöðu kvenfanga. Vill að konum geti verið sinnt af konum Hvað heilbrigðisþjónustu varðar beinir umboðsmaður þeirri ábendingu til yfirvalda að taka til skoðunar hvort unnt sé að koma til móts við fanga sem óska eftir því að vera sinnt af heilbrigðisstarfsmanni af sama kyni. Jafnframt er bent á mikilvægi þess að kvenfangar hafi greitt aðgengi að krabbameinsskimunum. Fangar túlki fyrir samfanga Í skýrslunni segir að þegar Fangelsið Hólmsheiði var heimsótt hafi stór hluti kvenfanga þar verið af erlendum uppruna og af viðtölum við þær væri ljóst að þær reiddu sig að miklu leyti á samfanga fyrir upplýsingar. Í skýrslunni er bent á að það fyrirkomulag geti reynst óheppilegt og því beint að fangelsinu og Fangelsismálastofnun að bæta upplýsingagjöf til erlendra fanga, svo sem með því að þýða mikilvægar upplýsingar og notast við túlkaþjónustu þegar komið er á framfæri upplýsingum sem ljóst er að hafi mikla þýðingu fyrir þá. Jafnframt verði að gæta þess að fangar túlki ekki fyrir hvern annan þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni. Í skýrslunni má finna fleiri ábendingar og tilmæli sem lúta meðal annars að aðbúnaði, geðheilbrigðismálum og virknistarfi í fangelsum þar sem konur vistast. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.
Fangelsismál Jafnréttismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira