Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 8. júlí 2023 20:17 Hjónin Halldór og Ragnheiður voru stödd við Kleifarvatn þegar skjálftinn reið yfir. Aðsendar Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. „Við héldum að það væri bara hreinlega komið eldgos, þetta var það mikill hávaði,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður ákvað að nýta góða veðrið og fara hringinn í kringum Reykjanes ásamt Halldóri Halldórssyni, eiginmanni sínum. Þau voru búin að vera að keyra allt nesið þegar þau komu að Kleifarvatni. „Við ákváðum að fara aðeins út og teygja úr okkur og þá bara gerist þetta. Þetta var svakalegt, við hjónin höfum aldrei upplifað annað eins og við búum nú hér á svæðinu.“ Björgunarsveitarhjón með búnaðinn í bílnum Hjónin hlupu beint í bílinn sinn og keyrðu af stað. Það var þá sem þau sáu að grjót hafði hrunið á veginn vegna skjáltans. „Það var mildi að við vorum ekki nýlögð af stað þegar skjálftinn reið yfir því þá hefðum við bara fengið þetta á bílinn og okkur,“ segir Ragnheiður. Þau hjónin voru þó við öllu búin enda saman í björgunarsveit. „Við störfum bæði í Landsbjörg, búin að gera það í ansi mörg ár og störfum enn.“ Ragnheiður segir að þau hjónin hafi meira að segja verið með björgunarsveitarbúnaðinn í bílnum. Ef eitthvað skyldi koma upp á þá séu þau til taks að hjálpa til. Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
„Við héldum að það væri bara hreinlega komið eldgos, þetta var það mikill hávaði,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður ákvað að nýta góða veðrið og fara hringinn í kringum Reykjanes ásamt Halldóri Halldórssyni, eiginmanni sínum. Þau voru búin að vera að keyra allt nesið þegar þau komu að Kleifarvatni. „Við ákváðum að fara aðeins út og teygja úr okkur og þá bara gerist þetta. Þetta var svakalegt, við hjónin höfum aldrei upplifað annað eins og við búum nú hér á svæðinu.“ Björgunarsveitarhjón með búnaðinn í bílnum Hjónin hlupu beint í bílinn sinn og keyrðu af stað. Það var þá sem þau sáu að grjót hafði hrunið á veginn vegna skjáltans. „Það var mildi að við vorum ekki nýlögð af stað þegar skjálftinn reið yfir því þá hefðum við bara fengið þetta á bílinn og okkur,“ segir Ragnheiður. Þau hjónin voru þó við öllu búin enda saman í björgunarsveit. „Við störfum bæði í Landsbjörg, búin að gera það í ansi mörg ár og störfum enn.“ Ragnheiður segir að þau hjónin hafi meira að segja verið með björgunarsveitarbúnaðinn í bílnum. Ef eitthvað skyldi koma upp á þá séu þau til taks að hjálpa til.
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira