Þarf ekki að borga tugi milljóna í fundarlaun Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 11:16 Lady Gaga. EPA/CAROLINE BREHMAN Söng- og leikkonan Lady Gaga þarf ekki að greiða konu hálfa milljón dala í fundarlaun fyrir að skila hundum hennar. Konan, sem hefur verið dæmd vegna hundaránsins, fór í mál gegn Gaga og hélt því fram að hún ætti rétt á peningunum, þar sem söngkonan hefði heitið því að spyrja engra spurninga ef hún fengi hundana aftur. Dómari segir konuna ekki eiga rétt á fundarlaunum þar sem hún hafi játað glæp í tengslum við málið. Tveir menn réðust á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar 2021 þegar hann var að viðra þrjá hunda hennar. Mennirnir skutu aðstoðarmanninn einu sinni, tóku tvo af hundunum, þá Koji og Gustav, og flúðu af vettvangi. Söngkonan hét því að sá sem skilaði hundum hennar fengi hálfa milljón dala í fundarlaun, en það samsvarar um 67 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Þá sagðist hún ekki ætla að spyrja neinna spurninga um það hvernig viðkomandi hefði komið höndum yfir hundana. Tveimur dögum eftir að hundunum var rænt var þeim skilað af konu sem heitir Jennifer McBride. Hún hafði þekkt mennina sem rændu hundunum í mörg ár og var ákærð fyrir að taka við hundunum, vitandi að þeim hefði verið rænt. Hún gerði samkomulag við saksóknara og játaði að hafa tekið móti ránsfeng. Sjá einnig: Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Samkvæmt frétt TMZ hefur dómari fellt niður lögsókn McBride gegn Lady Gaga og á þeim grundvelli að hún eigi ekki að geta hagnast á lögbrotum sínum. Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga sem var skotinn, var í alvarlegu ástandi um tíma en hefur síðan náð sér að fullu. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35 Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36 Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Dómari segir konuna ekki eiga rétt á fundarlaunum þar sem hún hafi játað glæp í tengslum við málið. Tveir menn réðust á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar 2021 þegar hann var að viðra þrjá hunda hennar. Mennirnir skutu aðstoðarmanninn einu sinni, tóku tvo af hundunum, þá Koji og Gustav, og flúðu af vettvangi. Söngkonan hét því að sá sem skilaði hundum hennar fengi hálfa milljón dala í fundarlaun, en það samsvarar um 67 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Þá sagðist hún ekki ætla að spyrja neinna spurninga um það hvernig viðkomandi hefði komið höndum yfir hundana. Tveimur dögum eftir að hundunum var rænt var þeim skilað af konu sem heitir Jennifer McBride. Hún hafði þekkt mennina sem rændu hundunum í mörg ár og var ákærð fyrir að taka við hundunum, vitandi að þeim hefði verið rænt. Hún gerði samkomulag við saksóknara og játaði að hafa tekið móti ránsfeng. Sjá einnig: Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Samkvæmt frétt TMZ hefur dómari fellt niður lögsókn McBride gegn Lady Gaga og á þeim grundvelli að hún eigi ekki að geta hagnast á lögbrotum sínum. Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga sem var skotinn, var í alvarlegu ástandi um tíma en hefur síðan náð sér að fullu.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35 Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36 Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35
Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36
Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14