Íþróttahetja Úkraínumanna sökuð um að svíkja úkraínsku þjóðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 10:00 Sergej Bubka í keppni á HM í frjálsum undir merkjum Úkraínu. Getty/Kleefeldt Frank Sergej Bubka er ein stærsta íþróttahetja Úkraínu frá upphafi en hann setti meðal annars 35 heimsmet á ferlinum. Nú er hann sakaður um að svíkja þjóð sína og hjálpa Rússum í stríðinu. Rannsóknarblaðamaður á síðunni bihus.info telur sig hafa grafið upp upplýsingar um það að Bubka og bróðir hans Vasyl Bubka hafi selt eldsneyti til svæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu og með því stutt við stríðsrekstur Rússa. Sportbladet Bræðurnir voru í þessum viðskiptum í gegnum fyrirtæki sitt Mont Blanc og hafa selt eldsneyti fyrir meira en milljón rúblur til Donetsk. Milljón rúblur eru ein og hálf milljón í íslenskum krónum. Aftonbladet í Svíþjóð fjallar um málið. Bræðurnir eru sakaðir um að vinna með hryðjuverkamönnum í greininni. Þar er vísað í sönnunargögn málinu til stuðnings en þrjú mismunandi skjöl sýna fram á viðskipti bræðranna við Rússa. Sergej Bubka hefur meðal annars fengið rússneska kennitölu vegna viðskiptanna. Bubka var frábær stangarstökkvari sem vann sex gullverðlaun í röð á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, fyrsti maðurinn til að stökkva yfir sex meta og setti sautján heimsmet utanhúss og átján heimsmet innanhúss á árunum 1984 til 1994. Árið 2001 var Bubka heiðraður með „Hetja Úkraínu“ verðlaunum. „Áður fyrr var hann frábær íþróttamaður og einn af stærstu átrúnaðargoðum minnar kynslóðar. Nú kemur í ljós að hann er falskur drullusokkur,“ skrifaði rithöfundurinn Armen Gasparyan á Telegram. Bubka hafði áður verið gagnrýndur fyrir að tala ekki hreint út þegar kom að andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Rannsóknarblaðamaður á síðunni bihus.info telur sig hafa grafið upp upplýsingar um það að Bubka og bróðir hans Vasyl Bubka hafi selt eldsneyti til svæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu og með því stutt við stríðsrekstur Rússa. Sportbladet Bræðurnir voru í þessum viðskiptum í gegnum fyrirtæki sitt Mont Blanc og hafa selt eldsneyti fyrir meira en milljón rúblur til Donetsk. Milljón rúblur eru ein og hálf milljón í íslenskum krónum. Aftonbladet í Svíþjóð fjallar um málið. Bræðurnir eru sakaðir um að vinna með hryðjuverkamönnum í greininni. Þar er vísað í sönnunargögn málinu til stuðnings en þrjú mismunandi skjöl sýna fram á viðskipti bræðranna við Rússa. Sergej Bubka hefur meðal annars fengið rússneska kennitölu vegna viðskiptanna. Bubka var frábær stangarstökkvari sem vann sex gullverðlaun í röð á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, fyrsti maðurinn til að stökkva yfir sex meta og setti sautján heimsmet utanhúss og átján heimsmet innanhúss á árunum 1984 til 1994. Árið 2001 var Bubka heiðraður með „Hetja Úkraínu“ verðlaunum. „Áður fyrr var hann frábær íþróttamaður og einn af stærstu átrúnaðargoðum minnar kynslóðar. Nú kemur í ljós að hann er falskur drullusokkur,“ skrifaði rithöfundurinn Armen Gasparyan á Telegram. Bubka hafði áður verið gagnrýndur fyrir að tala ekki hreint út þegar kom að andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira