Erlent

Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá uppreisn málaliða Wagner í Rostov-borg.
Frá uppreisn málaliða Wagner í Rostov-borg. EPA

Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald.

Samkvæmt ráðuneytinu hefur rússneska hernum borist yfir tvö þúsund tonn af vopnum, þar á meðal hrundruðir skriðdreka og rúmlega 2,500 tonn af skotvopnum.

Afhending vopnanna gefur til kynna að leiðtogi Wagner-hópsins, Yevgeny Prigósjín, muni efna sinn hluta samnings sem hann gerði við rússnesk stjórnvöld í síðasta mánuði þegar uppreisn þeirra var afstýrt.

Samkvæmt samkomulaginu, sem Hvíta-Rússneski einræðisherrann Alexander Lukashenko hafði milligöngu um, hætti Prigozhin það sem hann kallaði „göngu fyrir réttlæti“ í skiptum fyrir örugga leið til útlegðar í Hvíta-Rússlandi. Sakamál gegn Prigozhin voru einnig felld niður sem hluti af samkomulaginu.

Eftir að samkomulag komst á tilkynnti Vladímír Pútín Rússlandsforseti að Wagner-hópurinn yrði lagður niður í Rússlandi og að málaliðar gætu skrifað undir samninga við varnarmálaráðuneytið, haldið til Hvíta-Rússlands eða til síns heima. 

Fjallað var um leið Wagner hópsins í fréttaskýringu á Vísi þar sem fram kom að Wagner-hópurinn hafi breytt um stefnu á leið til Moskvu og keyrt í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd:


Tengdar fréttir

Wagner-liðar fá sakar­upp­gjöf og Prigoz­hin fer til Bela­rús

Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina.

Wagn­er-lið­ar tóku stefn­un­a á kjarn­ork­u­vopn­a­geymsl­ur

Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45.

Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur

Yevgeny Prigozhin, rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn Wagner Group og hefur tekið virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu, lýsti því yfir í kvöld að leiðtogaráð Wagner hefði ákveðið að fara í hart gegn leiðtogum Varnarmálaráðuneytis Rússlands og að „rústa“ öllum sem standa í vegi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×