Mótherjar Víkinga í kvöld keyptu leikmann á dögunum á 236 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 14:15 Arnar Gunnlaugsson á einni af síðustu æfingum Víkingsliðsins áður en liðið flaug út til Lettlands. @vikingurfc Bikarmeistarar Víkinga sækja lettneska liðið Riga heim í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Riga liðið er öflugt lið og ef marka má eyðsluna í leikmenn að undanförnu þá virðist félagið vera á allt öðrum stað fjárhagslega en liðin á Íslandi. Leikur Riga og Víkings hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. MD-1 æfing á Skonto Stadium í Riga pic.twitter.com/RjKBOROPI4— Víkingur (@vikingurfc) July 12, 2023 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings, sagði frá mótherjunum í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings. „Mér líst mjög vel á þessa viðureign. Við erum búnir að vera að skoða þá mikið. Þetta virkar mjög sterkt lið með dýra leikmenn. Til að gefa mönnum smá hugmynd þá voru þeir að kaupa miðjumann á 1,6 milljón evra, ekki lírur eða íslenskar krónur," sagði Arnar. Riga keypti króatíska miðjumanninn Hrvoje Babec frá HNK Gorica í Króatíu fyrir 1,6 milljón evra á dögunum en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það gera um 236 milljónir í íslenskum krónum. „Það er fyrir eina stöðu. Það er oft þegar þú spilar á móti liði, sem fáir hafa heyrt um, þá heldur fólk að íslensku liðin munu valta yfir þessi lið. Ég vildi óska þess að svo væri en heimurinn er bara ekki svoleiðis. Við þurfum að eiga held ég okkar besta leik ever til að slá þetta lið út," sagði Arnar. Riga lét sér ekki nægja að eyða 236 milljónum króna í Hrvoje Babec því liðið keypti líka Perúmanninn Gustavo Dulanto fyrir eina milljón evra og landa hans Luis Iberico fyirr 900 þúsund evrur. Riga er því búið að eyða 3,5 milljónum evra í þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil en það gera um 516 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Arnar. Strákarnir okkar æfðu í morgun fyrir brottför til Riga.Við kíktum á æfingu og heyrðum aðeins í Arnari um leikinn gegn Riga FC á fimmtudaginn. pic.twitter.com/epT4YtKvTx— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2023 Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Riga liðið er öflugt lið og ef marka má eyðsluna í leikmenn að undanförnu þá virðist félagið vera á allt öðrum stað fjárhagslega en liðin á Íslandi. Leikur Riga og Víkings hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. MD-1 æfing á Skonto Stadium í Riga pic.twitter.com/RjKBOROPI4— Víkingur (@vikingurfc) July 12, 2023 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings, sagði frá mótherjunum í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings. „Mér líst mjög vel á þessa viðureign. Við erum búnir að vera að skoða þá mikið. Þetta virkar mjög sterkt lið með dýra leikmenn. Til að gefa mönnum smá hugmynd þá voru þeir að kaupa miðjumann á 1,6 milljón evra, ekki lírur eða íslenskar krónur," sagði Arnar. Riga keypti króatíska miðjumanninn Hrvoje Babec frá HNK Gorica í Króatíu fyrir 1,6 milljón evra á dögunum en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það gera um 236 milljónir í íslenskum krónum. „Það er fyrir eina stöðu. Það er oft þegar þú spilar á móti liði, sem fáir hafa heyrt um, þá heldur fólk að íslensku liðin munu valta yfir þessi lið. Ég vildi óska þess að svo væri en heimurinn er bara ekki svoleiðis. Við þurfum að eiga held ég okkar besta leik ever til að slá þetta lið út," sagði Arnar. Riga lét sér ekki nægja að eyða 236 milljónum króna í Hrvoje Babec því liðið keypti líka Perúmanninn Gustavo Dulanto fyrir eina milljón evra og landa hans Luis Iberico fyirr 900 þúsund evrur. Riga er því búið að eyða 3,5 milljónum evra í þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil en það gera um 516 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Arnar. Strákarnir okkar æfðu í morgun fyrir brottför til Riga.Við kíktum á æfingu og heyrðum aðeins í Arnari um leikinn gegn Riga FC á fimmtudaginn. pic.twitter.com/epT4YtKvTx— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2023
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira