Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júlí 2023 19:01 Eva segir stjórnvöld verða að taka ábyrgð á konunni og syni hennar. Vísir/Rúnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. Nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan en þar var einnig fyrrum talsmaður konunnar, Eva Hauksdóttir, sem sagðist ekki hafa átt von á því að málið myndi ganga svo langt. Lögreglan var við húsið í um klukkustund. Vísir/Lovísa „Þau eiga ekki í nein hús að venda og bera enga ábyrgð á þeirri stöðu sem er komin upp. Hún dró umsókn sína til baka og ætlaði að fara til Ítalíu en þau vilja ekki taka við henni. Útlendingastofnun vill ekki taka ábyrgð á henni,“ sagði Eva og að öryggisvörður í húsnæðinu hefði sagt henni að skipunin um að bera þau út hefði komið frá Útlendingastofnun. „Það er engin að taka ábyrgð á þessu og lögreglan spurði mig hvort ég vildi taka hana heim til mín. Það er ríkið sem ber ábyrgð á þessu og það er ekki hægt að gera einstaklinga ábyrga fyrir því að stofnanir ríkisins standi sig ekki.“ Konan kom til Íslands í janúar eftir að hafa fyrst sótt um vernd á Ítalíu. Eftir um fjögurra mánaða dvöl dró hún til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd en vegna yfirlýsts neyðarástands á Ítalíu getur stoðdeild ríkislögreglustjóra ekki flogið með hana þangað aftur. Klippa: Hættu við að bera afganska konu og son hennar út Eva er lögmaður og hefur í dag vakið athygli á máli konunnar en lögreglumennirnir tilkynntu henni fyrir utan að konan yrði ekki borin út í dag. „En ég veit í raun ekkert hvort að þau hafi náð sambandi við Útlendingastofnun. Hún er örugg hér í nótt og svo verðum við að sjá hvað gerist,“ sagði Eva eftir að lögreglan fór af vettvangi. Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Ítalía Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00 Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan en þar var einnig fyrrum talsmaður konunnar, Eva Hauksdóttir, sem sagðist ekki hafa átt von á því að málið myndi ganga svo langt. Lögreglan var við húsið í um klukkustund. Vísir/Lovísa „Þau eiga ekki í nein hús að venda og bera enga ábyrgð á þeirri stöðu sem er komin upp. Hún dró umsókn sína til baka og ætlaði að fara til Ítalíu en þau vilja ekki taka við henni. Útlendingastofnun vill ekki taka ábyrgð á henni,“ sagði Eva og að öryggisvörður í húsnæðinu hefði sagt henni að skipunin um að bera þau út hefði komið frá Útlendingastofnun. „Það er engin að taka ábyrgð á þessu og lögreglan spurði mig hvort ég vildi taka hana heim til mín. Það er ríkið sem ber ábyrgð á þessu og það er ekki hægt að gera einstaklinga ábyrga fyrir því að stofnanir ríkisins standi sig ekki.“ Konan kom til Íslands í janúar eftir að hafa fyrst sótt um vernd á Ítalíu. Eftir um fjögurra mánaða dvöl dró hún til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd en vegna yfirlýsts neyðarástands á Ítalíu getur stoðdeild ríkislögreglustjóra ekki flogið með hana þangað aftur. Klippa: Hættu við að bera afganska konu og son hennar út Eva er lögmaður og hefur í dag vakið athygli á máli konunnar en lögreglumennirnir tilkynntu henni fyrir utan að konan yrði ekki borin út í dag. „En ég veit í raun ekkert hvort að þau hafi náð sambandi við Útlendingastofnun. Hún er örugg hér í nótt og svo verðum við að sjá hvað gerist,“ sagði Eva eftir að lögreglan fór af vettvangi.
Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Ítalía Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00 Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Andvaka og í uppnámi en fær engin svör frá Útlendingastofnun Afgönsk kona með ungt barn bíður þess nú að vera hent út úr búsetuúrræði sínu eftir að hún dró til baka umsókn sína um alþjóðlega vernd. Ítalía neitar að taka aftur við konunni vegna neyðarástands. Konan er því réttindalaus og enginn vill á henni taka ábyrgð. 13. júlí 2023 13:00
Kyrrsett og réttindalaus á Íslandi Íslenska ríkið hefur nú í vörslum sínum vegabréf afganskrar konu og barns hennar, sem eru kyrrsett á Íslandi án þess að ríkið telji sig bera ábyrgð á þeim. 13. júlí 2023 09:02