Fótbolti

Reynsluboltinn Young genginn í raðir Everton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ashley Young er genginn í raðir Everton.
Ashley Young er genginn í raðir Everton. Emma Simpson/Everton FC via Getty Images

Hinn 38 ára gamli Ashley Young er genginn í raðir Everton á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Aston Villa rann út fyrr í sumar.

Young er fyrsti leikmaðurinn sem Everton nælir sér í undir stjórn Sean Dyche sem tók við félaginu í lok janúar á þessu ári.

Ef marka má heimildarmenn BBC átti Young einnig í viðræðum við nýliða Luton, ásamt því að lið í Sádi-Arabíu sýndu þessum reynslumikla leikmanni áhuga.

Young hefur átt langan og nokkuð farsælan feril hingað til, en hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United. ÞAr lék hann í níu ár og vann ensku deildina, deildarbikarinn og Evrópudeildina með félaginu.

Hann á að baki 39 leiki fyrir enska landsliðið á árunum 2007 til 2018 og var meðal annars hluti af liðinu sem fór alla leið í undanúrslit HM árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×