Fótbolti

PSG blandar sér í baráttuna um Kane

Hjörvar Ólafsson skrifar
Harry Kane gæti verið á förum frá Tottenham.
Harry Kane gæti verið á förum frá Tottenham. Vísir/Getty

Franska félagið PSG hyggst bjóða í Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska karlalandsliðsins í fótbolta, en Kane hefur undanfarna daga verið sterklega orðaður við Bayern München. 

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham Hotspur, hitti kollega sinn hjá Bayern München, Jan-Christian Dreesen, í gær til þess að ræða möguleg félagaskipti Kane til þýska stórliðsins.   

Talið er að Tottenham Hotspur hafi hafnað 70 milljón punda tilboði í Kane en samningur framherjans við Lundúnafélagið rennur út næsta sumar. 

Áhugi PSG á Kane gæti hækkað verðmiðann á honum enn frekar en Manchester United fylgist einnig með gangi mála hvað framtíð hans varðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×