Fótbolti

West Ham kveður Declan Rice með tilfinningaþrungnu myndbandi

Siggeir Ævarsson skrifar
Declan Rice með Evrópubikar West Ham
Declan Rice með Evrópubikar West Ham Vísir/Getty

West Ham staðfesti formlega í morgun að fyrirliði liðsins, Declan Rice, hefði yfirgefið liðið. Hann fékk höfðinglegar kveðjur á samfélagsmiðlum liðsins með tilfinningaþrungnu myndbandi.

Rice hefur leikið með West Ham í ensku úrvalsdeildinni síðan 2017 og verið fyrirliði liðsins síðan 2019, þegar hann var aðeins tvítugur að aldri. Hann hafði áður verið í unglingaakademíu West Ham frá 14 ára aldri, eftir að Chelsea taldi sig ekki hafa frekari þörf á kröftum hans.

Rice lék alls 245 leiki fyrir West Ham í öllum keppnum og skoraði í þeim 15 mörk. Það má segja að hátindinum hafi verið náð í vor þegar West Ham lagði Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar og landaði fyrsta stóra titli félagsins í 43 ár.

Stuðningsmenn liðsins kveðja Rice eflaust með tár á hvarmi, en West Ham birti þetta myndband í morgun þar sem honum er þakkað fyrir minningarnar.


Tengdar fréttir

Segir Rice mjög líklega bestan í heimi í sinni stöðu

Allt lítur út fyrir það að Arsenal nái loksins að ganga frá kaupunum á Declan Rice í dag en enski landsliðsmaðurinn á sér marga aðdáendur sem telja hann hjálpi Arsenal að brúa bilið á milli sín og Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×