Fótbolti

Rice þakkar fyrir sig: „Metnaðurinn alltaf legið í að spila á hæsta getu­stigi“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Declan Rice vann Sambandsdeild Evrópu með West Ham áður en hann yfirgaf félagið.
Declan Rice vann Sambandsdeild Evrópu með West Ham áður en hann yfirgaf félagið. Mark Leech/Offside/Offside via Getty Images

Enski landsliðsmaðurinn Declan Rice varð fyrr í dag dýrasti leikmaður Arsenal frá upphafi er hann gekk í raðir félagsins frá West Ham fyrir 105 milljónir punda. 

„Síðustu dagar og vikur hafa verið algjör tilfinningarússíbani,“ sagði Rice í skilaboðum sem hann sendi stuðningsmönnum West Ham eftir að félagsskiptin voru tilkynnt.

„Þið hafið tekið mér fagnandi frá fyrsta degi. Meira að segja þegar ég spilaði fyrir framan aðeins nokkra áhorfendur með U18 og U23 ára liðum félagsins fann ég fyrir ástinni og hún hefur aðeins vaxið með árunum.“

„Að spila fyrir framan ykkur hefur verið heiður. Við höfum átt svo góðar stundir saman og þið skiptið mig öll mjög miklu máli.“

„Ég vil að þið vitið hversu erfið ákvörðun það var að yfirgefa umhverfið sem ég hef elskað og dáð svona mikið.“

„Þegar allt kemur til alls hefur metnaður minn þó alltaf legið í að spila á allra hæsta getustigi leiksins,“ sagði Rice að lokum.

Alls lék Rice 245 leiki fyrir West Ham og skoraði í þeim 15 mörk. Hann gekk til liðs við félagið aðeins 14 ára gamall eftir að hafa verið látinn fara úr akademíu Chelsea.


Tengdar fréttir

Declan Rice formlega orðinn leikmaður Arsenal

Declan Rice er nú loks formlega orðinn leikmaður Arsenal, en hann skrifaði undir samning við liðið nú rétt í morgun. Samningurinn er til ársins 2028 með möguleika á framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×