Steph Curry fór holu í höggi á stjörnugolfmóti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2023 07:00 Steph Curry er ekki bara góð skytta á körfuboltavellinum. Isaiah Vazquez/Getty Images Körfuboltamaðurinn Steph Curry sýndi það og sannaði í gær að hann er ekki bara góð skytta á körfuboltavellinum. Curry tekur um þessar mundir þátt á stjörnugolfmótinu American Century Championship þar sem stjörnur á borð við Aaron Rodgers, Ray Allen, Ray Romano og Miles Teller leika listir sínar á golfvellinum. Mótið er punktakeppni og trónir Curry á toppnum eftir tvo hringi með 50 punkta, þremur meira en Joe Pavelski og Mardy Fish sem eru með 47 punkta í 2.-3. sæti. Það sem hjálpaði Curry líklega hvað mest að ná forskoti á mótinu var annars vegar örn á fjórðu holu á Edgewood Tahoe South-vellinum á fyrsta hring og svo hola í höggi á sjöundu holu í gær. Fyrir örninn nældi Curry sér í sex punkta og átta punkta fyrir að fara holu í höggi. Eins og gefur að skilja var Curry hæstánægður þegar hann sá kúluna detta ofan í holuna og fagnaði eins og óður maður með því að hlaupa alla leið frá teignum og inn á flöt til að staðfesta að kúlan hafi vissulega endað ofan í holunni. Þetta skemmtilega atvik má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. STEPH CURRY HOLE-IN-ONE. pic.twitter.com/7ONrBCKdfM— Hoop Central (@TheHoopCentral) July 15, 2023 Körfubolti NBA Golf Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Curry tekur um þessar mundir þátt á stjörnugolfmótinu American Century Championship þar sem stjörnur á borð við Aaron Rodgers, Ray Allen, Ray Romano og Miles Teller leika listir sínar á golfvellinum. Mótið er punktakeppni og trónir Curry á toppnum eftir tvo hringi með 50 punkta, þremur meira en Joe Pavelski og Mardy Fish sem eru með 47 punkta í 2.-3. sæti. Það sem hjálpaði Curry líklega hvað mest að ná forskoti á mótinu var annars vegar örn á fjórðu holu á Edgewood Tahoe South-vellinum á fyrsta hring og svo hola í höggi á sjöundu holu í gær. Fyrir örninn nældi Curry sér í sex punkta og átta punkta fyrir að fara holu í höggi. Eins og gefur að skilja var Curry hæstánægður þegar hann sá kúluna detta ofan í holuna og fagnaði eins og óður maður með því að hlaupa alla leið frá teignum og inn á flöt til að staðfesta að kúlan hafi vissulega endað ofan í holunni. Þetta skemmtilega atvik má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. STEPH CURRY HOLE-IN-ONE. pic.twitter.com/7ONrBCKdfM— Hoop Central (@TheHoopCentral) July 15, 2023
Körfubolti NBA Golf Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira