Skráir Djokovic sig í sögubækurnar í dag? Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 10:32 Novak Djokovic getur unnið sinn 24. risatitil í dag Vísir/Getty Novak Djokovic gæti unnið sinn 24. risatitil á Wimbledon í dag þegar hann mætir Carlos Alcaraz í úrslitaviðureign mótsins. Hann yrði þá sigursælasti tennisspilari allra tíma en hann deilir nafnbótinni núna með Serena Williams. Djokovic er hokinn af reynslu samanborið við aðra spilara á Wimbledon í ár. Þegar mótið hófst var hann alls með 86 sigra úr stökum viðureignum á mótinu í sarpnum. Af þeim 20 spilurum sem skipa sér í efstu 20 sæti heimslistans, voru hinir 19 samanlagt með 85 sigra. Einn af þeim er Carlos Alcaraz, 20 ára gamall Mexíkói sem situr í efsta sæti heimlistans um þessar mundir, rétt á undan Djokovic. Hann er eðli málsins samkvæmt einn af efnilegustu tennisspilurum heimsins Djokovic hefur ekki tapað viðureign á Wimbledon síðan 2017 og flestir reikna með að reynslan muni hjálpa honum að leggja Alcaraz að velli í dag, en fáir reikna með að þetta verði auðveldur sigur fyrir Djokovic. Ef Djokovic fer með sigur af hólmi skrifar hann sig í sögubækurnar, á fleiri en einn veg. Sigur í dag yrði áttundi sigur hans á Wimbledon, en aðeins Roger Federer hefur unnið mótið átta sinnum. Þetta yrði jafnframt fimmti titill hans þar í röð, afrek sem aðeins Federer og Björn Borg geta státað sig af. Djokovic og Serena Williams deila í dag metinu yfir flesta risatitla, og sigur hjá Djokovic í dag myndi skáka Williams og hann sitja einn að metinu. Strangt til tekið myndi hann samt jafna metið yfir flesta titla í sögunni, en Margaret Court á 24 slíka. Ári 1968 var gerð breyting á reglum um hverjir mega keppa á stórmótum í tennis svo að það eru skiptar skoðanir á því hvernig á að telja titlana. Ef þú spyrð Williams þá færðu örugglega annað svar en ef þú spyrð Court. En hvað sem öllum hártogunum líður þá á Djokovic góðan séns á að skrifa sig í sögubækurnar í dag. Tennis Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Djokovic er hokinn af reynslu samanborið við aðra spilara á Wimbledon í ár. Þegar mótið hófst var hann alls með 86 sigra úr stökum viðureignum á mótinu í sarpnum. Af þeim 20 spilurum sem skipa sér í efstu 20 sæti heimslistans, voru hinir 19 samanlagt með 85 sigra. Einn af þeim er Carlos Alcaraz, 20 ára gamall Mexíkói sem situr í efsta sæti heimlistans um þessar mundir, rétt á undan Djokovic. Hann er eðli málsins samkvæmt einn af efnilegustu tennisspilurum heimsins Djokovic hefur ekki tapað viðureign á Wimbledon síðan 2017 og flestir reikna með að reynslan muni hjálpa honum að leggja Alcaraz að velli í dag, en fáir reikna með að þetta verði auðveldur sigur fyrir Djokovic. Ef Djokovic fer með sigur af hólmi skrifar hann sig í sögubækurnar, á fleiri en einn veg. Sigur í dag yrði áttundi sigur hans á Wimbledon, en aðeins Roger Federer hefur unnið mótið átta sinnum. Þetta yrði jafnframt fimmti titill hans þar í röð, afrek sem aðeins Federer og Björn Borg geta státað sig af. Djokovic og Serena Williams deila í dag metinu yfir flesta risatitla, og sigur hjá Djokovic í dag myndi skáka Williams og hann sitja einn að metinu. Strangt til tekið myndi hann samt jafna metið yfir flesta titla í sögunni, en Margaret Court á 24 slíka. Ári 1968 var gerð breyting á reglum um hverjir mega keppa á stórmótum í tennis svo að það eru skiptar skoðanir á því hvernig á að telja titlana. Ef þú spyrð Williams þá færðu örugglega annað svar en ef þú spyrð Court. En hvað sem öllum hártogunum líður þá á Djokovic góðan séns á að skrifa sig í sögubækurnar í dag.
Tennis Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira