Fótbolti

Fyrirliðabandið tekið af Maguire

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Harry Maguire mun ekki bera fyrirliðaband Manchestger United á næsta tímabili.
Harry Maguire mun ekki bera fyrirliðaband Manchestger United á næsta tímabili. Jonathan Moscrop/Getty Images

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að taka fyrirliðabandið af Harry Maguire. Enski varnarmaðurinn hefur gegnt stöðu fyrirliða í rúm þrjú ár.

Maguire var gerður að fyrirliða Manchester United í janúar árið 2020. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var þá knattspyrnustjóri liðsins og Maguire hafði verið hjá félaginu í um fimm mánuði eftir að hafa verið keyptur frá Leicester fyrir 80 milljónir punda.

Maguire segist vera virkilega vonsvikinn með ákvörðunina, en að hann muni halda áfram að leggja allt í sölurnar fyrir félagið.

Maguire lék 31 leik í öllum keppnum fyrir United á síðasta tímabili, en alls lék liðið 62 leiki á tímabilinu. Í hans fjarveru bar Bruno Fernandes bandið.

Varnarmaðurinn byrjaði aðeins átta leiki fyrir United á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hefur hann verið orðaður við brottför frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×