Höskuldur um Evrópuleik kvöldsins: „Þurfum að vera trúir okkur sjálfum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2023 07:17 Höskuldur þarf að vera upp á sitt besta sem og aðrir leikmenn Breiðabliks í kvöld. Vísir/Arnar „Menn eru spenntir, stressaðir og tilhlökkunarsamir. Þetta er stór leikur og gaman að taka þátt í svona stórum viðburði. Það er alvöru tilhlökkun,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik kvöldsins gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslandsmeistarar Breiðabliks leiða einvígið 1-0 eftir góðan sigur í Írlandi. Sigurvegarinn úr rimmu liðanna mætir Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í næstu umferð. Írarnir eru þó engin lömb að leika sér við. „Þetta er hörkulið, við þurftum að eiga okkar allra besta leik til að ná í úrslit. Við sýndum í sitthvorum hálfleiknum okkar bestu hliðar; að vera hærra upp á vellinum, pressa þá og gera þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Í seinni þá eru þeir meira með boltann og ýta okkur aftar en við brugðumst vel við því. Sýndum líka styrkleikann okkar í að vera þéttir til baka þegar þess þurfti. Við þurfum að eiga aftur okkar allra besta leik til að klára þetta einvígi,“ sagði Höskuldur um mótherja kvöldsins. Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst kl. 19.00. „Við náðum algjörlega að sjokkera þá með því hvernig við mættum til leiks, með þessari háu ákefð sem við sýndum frá fyrstu mínútu. Úrslitin fylgdu, sem er ótrúlega mikilvægt. Þeir eru ekki vanir að tapa og við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum unnið okkur inn fyrir án þess að pæla of mikið í því.“ „Nú erum við mættir á Kópavogsvöll, þurfum að vera trúir okkur sjálfum og hvernig við nálgumst leiki hér. Þurfum að vera eins líkir sjálfum okkur og við getum, þá fer þetta vel.“ Klippa: Höskuldur um leikinn gegn Shamrock: Þurfum að vera trúir okkur sjálfum Bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum „Held að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] hafi oft svona hitt naglann á höfuðið með það að skilgreina varnarleik. Það er fyrst og fremst hugarfar, höfum sammælst um það í klefanum að bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum. Hver og einn þarf að klára sitt, sama hvort það er í pressu eða að hlaupa til baka eða selja okkur dýrar. Finnst það hafa verið fókusinn aðeins hjá okkur, sem hefur skilað sér. Ekkert flóknara en það, höfum ekki verið að drilla fram og til baka.“ „Á eftir að fara betur yfir það á töflufundi en við klárlega mætum til leiks eins og við höfum alltaf mætt til leiks, sama hvort það er í deildinni eða Evrópu.“ sagði Höskuldur um upplegg kvöldsins og hélt áfram. „Okkar hugmyndafræði er há ákefð og stíga fast upp á þá, pressa þá og þegar þarf því þetta er mjög gott lið munu komu tímabil í leiknum þar sem við munum falla til baka. Þurfum að díla við það eins og við gerðum í fyrri leiknum, verður ekkert nýtt í þessu.“ Um sigurmarkið í Írlandi „Hann á það til, hann er með eitraða rist. Þetta kom þannig ekkert á óvart. Staðurinn og stundin var einkar falleg, og heppileg,“ sagði fyrirliðinn um magnað sigurmark Damir Muminovic í Írlandi en vildi þó ekki meina að miðvörðurinn væri að taka aukaspyrnuréttinn af sér. „Við deilum þessu eftir hvernig landið liggur, hvar brotið er staðsett og hvernig varnarveggurinn stillir sér upp. Oft er þetta tilfinning og Damir sagðist vera með góða tilfinningu, oft er það innsæið sem maður stólar á og það sannaði sig heldur betur,“ sagði Höskuldur að endingu. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks leiða einvígið 1-0 eftir góðan sigur í Írlandi. Sigurvegarinn úr rimmu liðanna mætir Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í næstu umferð. Írarnir eru þó engin lömb að leika sér við. „Þetta er hörkulið, við þurftum að eiga okkar allra besta leik til að ná í úrslit. Við sýndum í sitthvorum hálfleiknum okkar bestu hliðar; að vera hærra upp á vellinum, pressa þá og gera þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Í seinni þá eru þeir meira með boltann og ýta okkur aftar en við brugðumst vel við því. Sýndum líka styrkleikann okkar í að vera þéttir til baka þegar þess þurfti. Við þurfum að eiga aftur okkar allra besta leik til að klára þetta einvígi,“ sagði Höskuldur um mótherja kvöldsins. Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst kl. 19.00. „Við náðum algjörlega að sjokkera þá með því hvernig við mættum til leiks, með þessari háu ákefð sem við sýndum frá fyrstu mínútu. Úrslitin fylgdu, sem er ótrúlega mikilvægt. Þeir eru ekki vanir að tapa og við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum unnið okkur inn fyrir án þess að pæla of mikið í því.“ „Nú erum við mættir á Kópavogsvöll, þurfum að vera trúir okkur sjálfum og hvernig við nálgumst leiki hér. Þurfum að vera eins líkir sjálfum okkur og við getum, þá fer þetta vel.“ Klippa: Höskuldur um leikinn gegn Shamrock: Þurfum að vera trúir okkur sjálfum Bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum „Held að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] hafi oft svona hitt naglann á höfuðið með það að skilgreina varnarleik. Það er fyrst og fremst hugarfar, höfum sammælst um það í klefanum að bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum. Hver og einn þarf að klára sitt, sama hvort það er í pressu eða að hlaupa til baka eða selja okkur dýrar. Finnst það hafa verið fókusinn aðeins hjá okkur, sem hefur skilað sér. Ekkert flóknara en það, höfum ekki verið að drilla fram og til baka.“ „Á eftir að fara betur yfir það á töflufundi en við klárlega mætum til leiks eins og við höfum alltaf mætt til leiks, sama hvort það er í deildinni eða Evrópu.“ sagði Höskuldur um upplegg kvöldsins og hélt áfram. „Okkar hugmyndafræði er há ákefð og stíga fast upp á þá, pressa þá og þegar þarf því þetta er mjög gott lið munu komu tímabil í leiknum þar sem við munum falla til baka. Þurfum að díla við það eins og við gerðum í fyrri leiknum, verður ekkert nýtt í þessu.“ Um sigurmarkið í Írlandi „Hann á það til, hann er með eitraða rist. Þetta kom þannig ekkert á óvart. Staðurinn og stundin var einkar falleg, og heppileg,“ sagði fyrirliðinn um magnað sigurmark Damir Muminovic í Írlandi en vildi þó ekki meina að miðvörðurinn væri að taka aukaspyrnuréttinn af sér. „Við deilum þessu eftir hvernig landið liggur, hvar brotið er staðsett og hvernig varnarveggurinn stillir sér upp. Oft er þetta tilfinning og Damir sagðist vera með góða tilfinningu, oft er það innsæið sem maður stólar á og það sannaði sig heldur betur,“ sagði Höskuldur að endingu. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira