Höskuldur um Evrópuleik kvöldsins: „Þurfum að vera trúir okkur sjálfum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2023 07:17 Höskuldur þarf að vera upp á sitt besta sem og aðrir leikmenn Breiðabliks í kvöld. Vísir/Arnar „Menn eru spenntir, stressaðir og tilhlökkunarsamir. Þetta er stór leikur og gaman að taka þátt í svona stórum viðburði. Það er alvöru tilhlökkun,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik kvöldsins gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslandsmeistarar Breiðabliks leiða einvígið 1-0 eftir góðan sigur í Írlandi. Sigurvegarinn úr rimmu liðanna mætir Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í næstu umferð. Írarnir eru þó engin lömb að leika sér við. „Þetta er hörkulið, við þurftum að eiga okkar allra besta leik til að ná í úrslit. Við sýndum í sitthvorum hálfleiknum okkar bestu hliðar; að vera hærra upp á vellinum, pressa þá og gera þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Í seinni þá eru þeir meira með boltann og ýta okkur aftar en við brugðumst vel við því. Sýndum líka styrkleikann okkar í að vera þéttir til baka þegar þess þurfti. Við þurfum að eiga aftur okkar allra besta leik til að klára þetta einvígi,“ sagði Höskuldur um mótherja kvöldsins. Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst kl. 19.00. „Við náðum algjörlega að sjokkera þá með því hvernig við mættum til leiks, með þessari háu ákefð sem við sýndum frá fyrstu mínútu. Úrslitin fylgdu, sem er ótrúlega mikilvægt. Þeir eru ekki vanir að tapa og við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum unnið okkur inn fyrir án þess að pæla of mikið í því.“ „Nú erum við mættir á Kópavogsvöll, þurfum að vera trúir okkur sjálfum og hvernig við nálgumst leiki hér. Þurfum að vera eins líkir sjálfum okkur og við getum, þá fer þetta vel.“ Klippa: Höskuldur um leikinn gegn Shamrock: Þurfum að vera trúir okkur sjálfum Bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum „Held að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] hafi oft svona hitt naglann á höfuðið með það að skilgreina varnarleik. Það er fyrst og fremst hugarfar, höfum sammælst um það í klefanum að bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum. Hver og einn þarf að klára sitt, sama hvort það er í pressu eða að hlaupa til baka eða selja okkur dýrar. Finnst það hafa verið fókusinn aðeins hjá okkur, sem hefur skilað sér. Ekkert flóknara en það, höfum ekki verið að drilla fram og til baka.“ „Á eftir að fara betur yfir það á töflufundi en við klárlega mætum til leiks eins og við höfum alltaf mætt til leiks, sama hvort það er í deildinni eða Evrópu.“ sagði Höskuldur um upplegg kvöldsins og hélt áfram. „Okkar hugmyndafræði er há ákefð og stíga fast upp á þá, pressa þá og þegar þarf því þetta er mjög gott lið munu komu tímabil í leiknum þar sem við munum falla til baka. Þurfum að díla við það eins og við gerðum í fyrri leiknum, verður ekkert nýtt í þessu.“ Um sigurmarkið í Írlandi „Hann á það til, hann er með eitraða rist. Þetta kom þannig ekkert á óvart. Staðurinn og stundin var einkar falleg, og heppileg,“ sagði fyrirliðinn um magnað sigurmark Damir Muminovic í Írlandi en vildi þó ekki meina að miðvörðurinn væri að taka aukaspyrnuréttinn af sér. „Við deilum þessu eftir hvernig landið liggur, hvar brotið er staðsett og hvernig varnarveggurinn stillir sér upp. Oft er þetta tilfinning og Damir sagðist vera með góða tilfinningu, oft er það innsæið sem maður stólar á og það sannaði sig heldur betur,“ sagði Höskuldur að endingu. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks leiða einvígið 1-0 eftir góðan sigur í Írlandi. Sigurvegarinn úr rimmu liðanna mætir Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í næstu umferð. Írarnir eru þó engin lömb að leika sér við. „Þetta er hörkulið, við þurftum að eiga okkar allra besta leik til að ná í úrslit. Við sýndum í sitthvorum hálfleiknum okkar bestu hliðar; að vera hærra upp á vellinum, pressa þá og gera þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Í seinni þá eru þeir meira með boltann og ýta okkur aftar en við brugðumst vel við því. Sýndum líka styrkleikann okkar í að vera þéttir til baka þegar þess þurfti. Við þurfum að eiga aftur okkar allra besta leik til að klára þetta einvígi,“ sagði Höskuldur um mótherja kvöldsins. Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst kl. 19.00. „Við náðum algjörlega að sjokkera þá með því hvernig við mættum til leiks, með þessari háu ákefð sem við sýndum frá fyrstu mínútu. Úrslitin fylgdu, sem er ótrúlega mikilvægt. Þeir eru ekki vanir að tapa og við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum unnið okkur inn fyrir án þess að pæla of mikið í því.“ „Nú erum við mættir á Kópavogsvöll, þurfum að vera trúir okkur sjálfum og hvernig við nálgumst leiki hér. Þurfum að vera eins líkir sjálfum okkur og við getum, þá fer þetta vel.“ Klippa: Höskuldur um leikinn gegn Shamrock: Þurfum að vera trúir okkur sjálfum Bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum „Held að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] hafi oft svona hitt naglann á höfuðið með það að skilgreina varnarleik. Það er fyrst og fremst hugarfar, höfum sammælst um það í klefanum að bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum. Hver og einn þarf að klára sitt, sama hvort það er í pressu eða að hlaupa til baka eða selja okkur dýrar. Finnst það hafa verið fókusinn aðeins hjá okkur, sem hefur skilað sér. Ekkert flóknara en það, höfum ekki verið að drilla fram og til baka.“ „Á eftir að fara betur yfir það á töflufundi en við klárlega mætum til leiks eins og við höfum alltaf mætt til leiks, sama hvort það er í deildinni eða Evrópu.“ sagði Höskuldur um upplegg kvöldsins og hélt áfram. „Okkar hugmyndafræði er há ákefð og stíga fast upp á þá, pressa þá og þegar þarf því þetta er mjög gott lið munu komu tímabil í leiknum þar sem við munum falla til baka. Þurfum að díla við það eins og við gerðum í fyrri leiknum, verður ekkert nýtt í þessu.“ Um sigurmarkið í Írlandi „Hann á það til, hann er með eitraða rist. Þetta kom þannig ekkert á óvart. Staðurinn og stundin var einkar falleg, og heppileg,“ sagði fyrirliðinn um magnað sigurmark Damir Muminovic í Írlandi en vildi þó ekki meina að miðvörðurinn væri að taka aukaspyrnuréttinn af sér. „Við deilum þessu eftir hvernig landið liggur, hvar brotið er staðsett og hvernig varnarveggurinn stillir sér upp. Oft er þetta tilfinning og Damir sagðist vera með góða tilfinningu, oft er það innsæið sem maður stólar á og það sannaði sig heldur betur,“ sagði Höskuldur að endingu. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti