Gestirnir byrjuðu leikinn á Kópavogsvelli af krafti en eftir það tók Breiðablik öll völd á vellinum. Jason Daði Svanþórsson kom Blikum yfir með frábæru marki á 16. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik.
Blikar hefðu átt að gera út um leikinn fyrr en þegar Höskuldur Gunnlaugsson lyfti boltanum skemmtilega yfir Leon Pohls í marki Shamrock eftir vel útfærða hornspyrnu á 58. mínútu var ekki aftur snúið. Það má færa rök fyrir því að um fyrirgjöf hafi verið að ræða en Höskuldur sagði atriðið vel útfært og að boltinn hefði farið þangað sem hann átti að fara.
Staðan orðin 2-0 og 3-0 samanlagt á þessum tímapunkti. Gestirnir fengu líflínu þegar boltinn fór olnboga Olivers Sigurjónssonar innan vítateigs á vítaspyrna dæmd. Úr henni skoraði Graham Burke en nær komust gestirnir ekki.
Breiðablik vann leikinn 2-1 og einvígið 3-1. Mörkin má sjá hér að neðan.