Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2023 07:01 Þórarinn Þórarinsson og Lóa Björk Björnsdóttir rýndu í „Barbenheimer“ viðburðinn. Vísir/Ragnar/Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. Vísir náði tali af tveimur kvikmyndaunnendum sem bæði höfðu sitt að segja um fyrirbærið „Barbenheimer“, sem er tilkomið vegna þess að báðar kvikmyndirnar voru heimsfrumsýndar þann 13. júlí síðastliðinn. Kleyfhuga og fjarskyldir síamstvíburar Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður og kvikmyndaséní, segir bíóbransann enn eiga eftir að koma sér á strik eftir heimsfaraldurinn. „Þrátt fyrir alls konar útspil frá Hollywood bendir miðasölutölfræðin jafnvel til þess að bíóárið 2023 verði slappara en árið á undan,“ segir hann. Hann segir að kraftaverk þyrfti til þess að bjarga bíómyndunum Indiana Jones and the Dial of Destiny og Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One frá rauðu tölunum, en þær myndir eru með þeim stærstu úr smiðju Hollywood sem komið hafa út á þessu ári. „Þannig að þetta „Barbenheimer“ flipp kvikmyndahúsa víða um heim lyktar kannski dálítið af örvæntingu þar sem samlegðaráhrifin af Barbie og Oppenheimar blasa ekki beinlínis við í fljótu bragði,“ segir hann. „Markhóparnir eru í það minnsta svo gerólíkir að fimmtán ára dóttir mín er búin að bíða eftir Barbie í marga mánuði en hefur sjálfsagt ekki haft hugmynd um Oppenheimer,“ segir Þórarinn. „Það er að segja þá ekki fyrr en núna þegar búið er að líma myndirnar saman og gera úr þeim einhvers konar kleyfhuga og fjarskylda síamstvíbura í samruna ólíkra en spenntra markhópa sem geti mögulega sprungið út í miðasölu beggja mynda.“ Hann segir aðferðafræði sem þessa líklega til árangurs í þessu tilfelli vegna þess hve vel mannaðar myndirnar eru. „Margot Robbie er einhver magnaðasta leikkona samtímans sem getur náttúrlega allt og leiðir bleiku Barbie byltinguna á meðan sá ómótstæðilegi og heví sexí leikari Cillian Murphy breytir heiminum með því að kljúfa atóm sem J. Robert Oppenheimer.“ „Tvö ógeðsleg menningarfyrirbæri“ Þá segir Þórarinn báða leikstjórana, Gretu Gerwig og Christopher Nolan, hafa þétta hópa kröfuharðra, en um leið undirgefinna aðdáenda að baki sér, „Þannig að þetta þarf ekkert að klikka,“ segir hann. „Fyrir utan auðvitað að báðar myndirnar fjalla um ógeðsleg menningarfyrirbæri sem nánast hvert mannsbarn hefur heyrt um eða orðið vart við. Annars vegar hina óumdeilt ömurlegu kjarnorkusprengju í 78 ár og hins vegar hina umdeildu en sívinsælu Barbie-dúkku í 64 ár.“ Skrúfar niður væntingarnar Lóa Björk Björnsdóttir, dagskrárgerðarkona, tekur í svipaðan streng og Þórarinn. Hún segir markaðsherferð Barbie hafa staðið yfir linnulaust á samfélagsmiðlum í marga mánuði. „Ég held að ég sé líklegri til að fá það efni frekar en þetta Oppenheimer dót, sökum kyns og aldurs. En það er svo langt síðan ég fékk þessar auglýsingar upp að nú þegar það er komið að þessu þá er mér einhvern veginn orðið sama,“ segir Lóa. Hún segist þó ætla að sjá báðar myndir í bíó. „En ég er búin að skrúfa niður væntingarnar mínar til Barbie, ég er ekkert viss um að þessi mynd sé að fara breyta lífi mínu eins og ég taldi í fyrstu.“ „Markaðsplott“ Aðspurð hvort bíómyndin komi mögulega til með að hafa einhver menningarleg áhrif segir hún framleiðslufyrirtæki ekki geta planað menningarleg áhrif fyrir fram, þau þurfi að gerast lífrænt en ekki bara vegna þess að fólki langi að þau verði. „Þetta er svo mikið markaðsplott og augljóslega átti þessi Barbie-mynd að verða einhver mega hittari. Og ég veit ekki alveg hvernig þetta er að fara að vera í höndunum á Gretu Gerwig, ég er ekki alveg að átta mig á því hvernig mynd þetta verður,“ segir hún. Lóa telur ástæðu þess að gífurlegur áhugi fyrir myndunum sé tilkominn vegna þess að fólki leiðist og langi að vera spennt fyrir einhverju. „Barbie er auðvitað eitt vinsælasta vörumerki veraldar, allt glansar, er bleikt og fallegt og við förum í nostalgíu-vímu. Svo er hitt stríð og karlmennska og vísindi og Einstein, og það eru allir trylltir í það og hafa alltaf verið. Ég held að þetta séu bara formúlur sem virka.“ Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28 Bleikklæddar stjörnur mættu á forsýningu Barbie Forsýning á bandarísku kvikmyndinni Barbie fór fram í Sambíóunum Kringlunni í gærkvöldi. Stjörnur landsins mættu í litríkum klæðnaði í anda kvikmyndarinnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 19. júlí 2023 10:46 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Vísir náði tali af tveimur kvikmyndaunnendum sem bæði höfðu sitt að segja um fyrirbærið „Barbenheimer“, sem er tilkomið vegna þess að báðar kvikmyndirnar voru heimsfrumsýndar þann 13. júlí síðastliðinn. Kleyfhuga og fjarskyldir síamstvíburar Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður og kvikmyndaséní, segir bíóbransann enn eiga eftir að koma sér á strik eftir heimsfaraldurinn. „Þrátt fyrir alls konar útspil frá Hollywood bendir miðasölutölfræðin jafnvel til þess að bíóárið 2023 verði slappara en árið á undan,“ segir hann. Hann segir að kraftaverk þyrfti til þess að bjarga bíómyndunum Indiana Jones and the Dial of Destiny og Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One frá rauðu tölunum, en þær myndir eru með þeim stærstu úr smiðju Hollywood sem komið hafa út á þessu ári. „Þannig að þetta „Barbenheimer“ flipp kvikmyndahúsa víða um heim lyktar kannski dálítið af örvæntingu þar sem samlegðaráhrifin af Barbie og Oppenheimar blasa ekki beinlínis við í fljótu bragði,“ segir hann. „Markhóparnir eru í það minnsta svo gerólíkir að fimmtán ára dóttir mín er búin að bíða eftir Barbie í marga mánuði en hefur sjálfsagt ekki haft hugmynd um Oppenheimer,“ segir Þórarinn. „Það er að segja þá ekki fyrr en núna þegar búið er að líma myndirnar saman og gera úr þeim einhvers konar kleyfhuga og fjarskylda síamstvíbura í samruna ólíkra en spenntra markhópa sem geti mögulega sprungið út í miðasölu beggja mynda.“ Hann segir aðferðafræði sem þessa líklega til árangurs í þessu tilfelli vegna þess hve vel mannaðar myndirnar eru. „Margot Robbie er einhver magnaðasta leikkona samtímans sem getur náttúrlega allt og leiðir bleiku Barbie byltinguna á meðan sá ómótstæðilegi og heví sexí leikari Cillian Murphy breytir heiminum með því að kljúfa atóm sem J. Robert Oppenheimer.“ „Tvö ógeðsleg menningarfyrirbæri“ Þá segir Þórarinn báða leikstjórana, Gretu Gerwig og Christopher Nolan, hafa þétta hópa kröfuharðra, en um leið undirgefinna aðdáenda að baki sér, „Þannig að þetta þarf ekkert að klikka,“ segir hann. „Fyrir utan auðvitað að báðar myndirnar fjalla um ógeðsleg menningarfyrirbæri sem nánast hvert mannsbarn hefur heyrt um eða orðið vart við. Annars vegar hina óumdeilt ömurlegu kjarnorkusprengju í 78 ár og hins vegar hina umdeildu en sívinsælu Barbie-dúkku í 64 ár.“ Skrúfar niður væntingarnar Lóa Björk Björnsdóttir, dagskrárgerðarkona, tekur í svipaðan streng og Þórarinn. Hún segir markaðsherferð Barbie hafa staðið yfir linnulaust á samfélagsmiðlum í marga mánuði. „Ég held að ég sé líklegri til að fá það efni frekar en þetta Oppenheimer dót, sökum kyns og aldurs. En það er svo langt síðan ég fékk þessar auglýsingar upp að nú þegar það er komið að þessu þá er mér einhvern veginn orðið sama,“ segir Lóa. Hún segist þó ætla að sjá báðar myndir í bíó. „En ég er búin að skrúfa niður væntingarnar mínar til Barbie, ég er ekkert viss um að þessi mynd sé að fara breyta lífi mínu eins og ég taldi í fyrstu.“ „Markaðsplott“ Aðspurð hvort bíómyndin komi mögulega til með að hafa einhver menningarleg áhrif segir hún framleiðslufyrirtæki ekki geta planað menningarleg áhrif fyrir fram, þau þurfi að gerast lífrænt en ekki bara vegna þess að fólki langi að þau verði. „Þetta er svo mikið markaðsplott og augljóslega átti þessi Barbie-mynd að verða einhver mega hittari. Og ég veit ekki alveg hvernig þetta er að fara að vera í höndunum á Gretu Gerwig, ég er ekki alveg að átta mig á því hvernig mynd þetta verður,“ segir hún. Lóa telur ástæðu þess að gífurlegur áhugi fyrir myndunum sé tilkominn vegna þess að fólki leiðist og langi að vera spennt fyrir einhverju. „Barbie er auðvitað eitt vinsælasta vörumerki veraldar, allt glansar, er bleikt og fallegt og við förum í nostalgíu-vímu. Svo er hitt stríð og karlmennska og vísindi og Einstein, og það eru allir trylltir í það og hafa alltaf verið. Ég held að þetta séu bara formúlur sem virka.“
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28 Bleikklæddar stjörnur mættu á forsýningu Barbie Forsýning á bandarísku kvikmyndinni Barbie fór fram í Sambíóunum Kringlunni í gærkvöldi. Stjörnur landsins mættu í litríkum klæðnaði í anda kvikmyndarinnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 19. júlí 2023 10:46 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28
Bleikklæddar stjörnur mættu á forsýningu Barbie Forsýning á bandarísku kvikmyndinni Barbie fór fram í Sambíóunum Kringlunni í gærkvöldi. Stjörnur landsins mættu í litríkum klæðnaði í anda kvikmyndarinnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 19. júlí 2023 10:46