Himnalengjan sem hefur slegið í gegn á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2023 10:42 Christo Lamprecht hefur farið vel af stað á Opna breska meistaramótinu. getty/Gregory Shamus Senuþjófur fyrstu klukkutímanna á Opna breska meistaramótinu í golfi er suður-afríski áhugamaðurinn Christo Lamprecht. Hann vann áhugamannamót í síðasta mánuði og tryggði sér þar með þátttökurétt á Opna breska 2023 og Masters og Opna bandaríska 2024. Lamprecht hefur farið heldur betur vel af stað á fyrsta risamóti sínu og þegar þetta er skrifað er hann með forystu á Opna breska. Hann hefur leikið fyrstu fjórtán holurnar á fjórum höggum undir pari líkt og Thomas Pieters frá Belgíu. Hinn 22 ára Lamprecht er óvenju hávaxinn af kylfingi að vera, eða 2,03 metrar á hæð. Hann hefur þó ekki bara vakið athygli fyrir það heldur einnig ljómandi góða spilamennsku á Opna breska sem hófst í morgun. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er á tveimur höggum undir pari og Cameron Smith, sem á titil að verja á Opna breska, er á pari eftir fimm holur. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Hann vann áhugamannamót í síðasta mánuði og tryggði sér þar með þátttökurétt á Opna breska 2023 og Masters og Opna bandaríska 2024. Lamprecht hefur farið heldur betur vel af stað á fyrsta risamóti sínu og þegar þetta er skrifað er hann með forystu á Opna breska. Hann hefur leikið fyrstu fjórtán holurnar á fjórum höggum undir pari líkt og Thomas Pieters frá Belgíu. Hinn 22 ára Lamprecht er óvenju hávaxinn af kylfingi að vera, eða 2,03 metrar á hæð. Hann hefur þó ekki bara vakið athygli fyrir það heldur einnig ljómandi góða spilamennsku á Opna breska sem hófst í morgun. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er á tveimur höggum undir pari og Cameron Smith, sem á titil að verja á Opna breska, er á pari eftir fimm holur. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira