Fótbolti

Rekinn eftir tapið gegn Klaks­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hinn rússneski Stanislav Cherchesov er orðinn atvinnulaus.
Hinn rússneski Stanislav Cherchesov er orðinn atvinnulaus. Laszlo Szirtesi/Getty Images

Þjálfari ungverska knattspyrnuliðsins Ferencváros, Stanislav Chercheso, var látinn taka poka sinn eftir 0-3 tap gegn KÍ Klaksvík frá Færeyjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 

Fyrri leikur einvígisins fór fram í Færeyjum og endaði með markalausu jafntefli. Stuðnings- og stjórnarfólk Ferencváros hugsaði sér því gott til glóðarinnar fyrir síðari leikinn. 

Búist var við öruggum sigri heimamanna en annað kom á daginn. Klaksvík pakkaði heimamönnum saman og vann öruggan 3-0 sigur. Þar með komst KÍ áfram í 2. umferð undankeppninnar á meðan Ferencváros er á leið í Evrópudeildina.

Cherchesov, sem stýrði Rússlandi á HM 2018, var kallaður á fund beint eftir leik. Það skipti litlu þó liðið hefði tvívegis orðið meistari frá því hann tók við árið 2021. Hann var rekinn inn á skrifstofu framkvæmdastjóra beint eftir leik.

KÍ Klaksvík er sum sé komið áfram í Meistaradeild Evrópu. Mæta þeir næst sænsku meisturunum í BK Häcken á meðan Ungverjarnir mæta Shamrock sem Breiðablik sló út í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×