Lýsir sex klukkutíma bíóferð sem upplifun og hefur ekki fengið nóg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2023 21:00 Arnór Björnsson tók Barbenheimer tvennuna í gær og ætlar aftur á Barbí myndina í kvöld. ari páll karlsson Karlmaður lýsir sex klukkutíma bíóferð sinni í gærkvöldi sem stórkostlegri upplifun. Barbie, kjarnorkusprengjur, popp og kók. Og hann hefur ekki fengið nóg. Stórmyndirnar Barbí og Oppenheimer gætu vart verið ólíkari. Önnur fjallar um barbídúkku í tilvistarkreppu en hin er sannsöguleg um kjarnorkusprengju. Engu að síður virðast þær ná til sameiginlegs markhóps sem þyrstir í að sjá báðar myndir sama kvöld. Tvennan er þá kölluð Barbenheimer sem er nýstárlegt hugtak sem fjölmargir stunduðu í gær. Fjórðungur fór á báðar myndir „Það voru vel rúmlega 25 prósent sem keyptu miða á báðar myndir sem er alveg stórkostlegt því Oppenheimer er ekki beint stutt mynd, hún er þrír tímar að lengd þannig þetta var prógram upp á fimm og hálfan klukkutíma en gekk rosalega vel,“ segir Konstantín Mikaelsson, framkvæmdastjóri Smárabíó. Konstantín Mikaelsson er framkvæmdastjóri Smárabíó.steingrímur dúi Aðspurður hvaðan þetta sprettur segir hann að um mátt samfélagsmiðla sé að ræða. „Við sáum þetta í fyrra á teiknimyndinni Minions þegar krakkar mættu í jakkafötum í bíó. Þetta er ekki eitthvað sem markaðssérfræðingur hjá kvikmyndaveri býr til. Þetta er bara skemmtilegi hluti samfélagsmiðla sem við sjáum þarna.“ Bleikar dragtir og búningar Þá sé sérstaklega gaman hve margir klæði sig upp í bleikt fyrir kvikmyndina um Barbí í anda dúkkunnar. „Fólk er bæði að koma í búningum og klætt í bleikt, í sínu fínasta taui. Það er rosalega gaman að sjá fólk í bleikum drögtum og uppstrílað. Það var mjög mikið um það í gær á forsýningunni, það er mjög gaman að sjá hvað fólk tekur þessu skemmtilega.“ Margir voru klæddir upp eins og Barbí.ari páll karlsson Arnór Björnsson er einn þeirra sem tók Barbenheimer tvennuna svokölluðu í einum rykk í gær, fór á báðar myndir og varði því tæpum sex klukkustundum í bíói. „Þetta eru sex tímar í heildina, það voru einhverjir sem tóku setuna svokölluðu og eru held ég með legusár í dag,“ segir Arnór. Með setunni á hann við þá iðju að standa ekkert upp yfir Barbenheimer tvennunni sem hann mælir þó ekki með. Fimmtíu gaurar í bíó.ari páll karlsson Arnór ákvað að stefna fimmtíu manna hóp í Smárabíó en hugmyndina hafði hann gengið með lengi. „Ég fékk þessa flugu í höfuðið og gat síðan ekki losað mig við hana og þá byrjaði þetta bara. Ég gat ekki sofið almennilega fyrr en ég stofnaði Facebook hóp sem heitir: 50 gaurar saman í bíó sem hafði einungis það markmið að fara fimmtíu saman í bíó.“ Eins og að reka ferðaskrifstofu Við tók langt skipulagstímabil sem spannaði tvo mánuði og Arnór lýsir sem stormasömu. „Mér leið eins og ég væri að reka ferðaskrifstofu því þetta var svo margt fólk og þetta var svo mikið prinsipp að fá akkúrat fimmtíu manns og það var mesta vesenið að fara hvorki yfir né undir.“ Hluti hópsins sat í kvikmyndahúsinu í sex klukkutíma.ari páll karlsson Ætlar aftur á Barbí í kvöld Já vandasamt að passa töluna og því komust færri að en vildu. Kærasta Arnórs var meðal þeirra sem þurftu að sitja eftir með sárt ennið. „En við erum að fara saman á Barbí í kvöld til að bæta það upp.“ Upplifunin hafi semsagt verið stórkostleg og hvetur hann alla til að taka tvennuna, en hvora myndina á maður að sjá á undan? „Þetta fer eftir því hvort þú viljir labba úr bíóinu hafandi trú á mannkyninu eða ekki. Ef þú vilt hafa trú á mannkyninu farðu þá á Barbí eftir Oppenheimer, en sitt sýnist hverjum.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tengdar fréttir Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01 Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Stórmyndirnar Barbí og Oppenheimer gætu vart verið ólíkari. Önnur fjallar um barbídúkku í tilvistarkreppu en hin er sannsöguleg um kjarnorkusprengju. Engu að síður virðast þær ná til sameiginlegs markhóps sem þyrstir í að sjá báðar myndir sama kvöld. Tvennan er þá kölluð Barbenheimer sem er nýstárlegt hugtak sem fjölmargir stunduðu í gær. Fjórðungur fór á báðar myndir „Það voru vel rúmlega 25 prósent sem keyptu miða á báðar myndir sem er alveg stórkostlegt því Oppenheimer er ekki beint stutt mynd, hún er þrír tímar að lengd þannig þetta var prógram upp á fimm og hálfan klukkutíma en gekk rosalega vel,“ segir Konstantín Mikaelsson, framkvæmdastjóri Smárabíó. Konstantín Mikaelsson er framkvæmdastjóri Smárabíó.steingrímur dúi Aðspurður hvaðan þetta sprettur segir hann að um mátt samfélagsmiðla sé að ræða. „Við sáum þetta í fyrra á teiknimyndinni Minions þegar krakkar mættu í jakkafötum í bíó. Þetta er ekki eitthvað sem markaðssérfræðingur hjá kvikmyndaveri býr til. Þetta er bara skemmtilegi hluti samfélagsmiðla sem við sjáum þarna.“ Bleikar dragtir og búningar Þá sé sérstaklega gaman hve margir klæði sig upp í bleikt fyrir kvikmyndina um Barbí í anda dúkkunnar. „Fólk er bæði að koma í búningum og klætt í bleikt, í sínu fínasta taui. Það er rosalega gaman að sjá fólk í bleikum drögtum og uppstrílað. Það var mjög mikið um það í gær á forsýningunni, það er mjög gaman að sjá hvað fólk tekur þessu skemmtilega.“ Margir voru klæddir upp eins og Barbí.ari páll karlsson Arnór Björnsson er einn þeirra sem tók Barbenheimer tvennuna svokölluðu í einum rykk í gær, fór á báðar myndir og varði því tæpum sex klukkustundum í bíói. „Þetta eru sex tímar í heildina, það voru einhverjir sem tóku setuna svokölluðu og eru held ég með legusár í dag,“ segir Arnór. Með setunni á hann við þá iðju að standa ekkert upp yfir Barbenheimer tvennunni sem hann mælir þó ekki með. Fimmtíu gaurar í bíó.ari páll karlsson Arnór ákvað að stefna fimmtíu manna hóp í Smárabíó en hugmyndina hafði hann gengið með lengi. „Ég fékk þessa flugu í höfuðið og gat síðan ekki losað mig við hana og þá byrjaði þetta bara. Ég gat ekki sofið almennilega fyrr en ég stofnaði Facebook hóp sem heitir: 50 gaurar saman í bíó sem hafði einungis það markmið að fara fimmtíu saman í bíó.“ Eins og að reka ferðaskrifstofu Við tók langt skipulagstímabil sem spannaði tvo mánuði og Arnór lýsir sem stormasömu. „Mér leið eins og ég væri að reka ferðaskrifstofu því þetta var svo margt fólk og þetta var svo mikið prinsipp að fá akkúrat fimmtíu manns og það var mesta vesenið að fara hvorki yfir né undir.“ Hluti hópsins sat í kvikmyndahúsinu í sex klukkutíma.ari páll karlsson Ætlar aftur á Barbí í kvöld Já vandasamt að passa töluna og því komust færri að en vildu. Kærasta Arnórs var meðal þeirra sem þurftu að sitja eftir með sárt ennið. „En við erum að fara saman á Barbí í kvöld til að bæta það upp.“ Upplifunin hafi semsagt verið stórkostleg og hvetur hann alla til að taka tvennuna, en hvora myndina á maður að sjá á undan? „Þetta fer eftir því hvort þú viljir labba úr bíóinu hafandi trú á mannkyninu eða ekki. Ef þú vilt hafa trú á mannkyninu farðu þá á Barbí eftir Oppenheimer, en sitt sýnist hverjum.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tengdar fréttir Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01 Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01
Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28