Dæla út leikfangamyndum í kjölfar Barbie Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 06:44 Meðal mynda sem Mattel ætlar að gera næstu árin eru Hot Wheels, Barney, Uno og Magic 8-Ball. /samsett Það stefnir allt í að kvikmyndin Barbie verði hittari en leikfangarisinn Mattel er með enn fleiri myndir byggðar á leikföngum fyrirtækisins í bígerð. Búið er að tilkynna fjórtan myndir opinberlega en rúmlega 40 myndir eru í framleiðslu. Mattel hefur verið rótgróin stofnun á heimilum um allan heim í áratugi enda framleitt mörg vinsælustu leikföng sögunnar. Meðal leikfanga Mattel má nefna dúkkurnar Barbie og American Girl, dótabílana Hot Wheels, spákúluna Magic 8-Ball og spilið UNO auk fjölda annarra. Will Ferrell leikur Ynon Kreiz, forstjóra Mattel, í myndinni um Barbie.Skjáskot/Youtube Hinn ísraelsk-ameríski Ynon Kreiz tók við sem forstjóri Mattel árið 2018. Fyrir það hafði hann unnið í mörg ár í sjónvarpsbransanum, þar á meðal hjá Disney og Fox. Hann kom því með mikla sjónvarps- og bíóáherslu inn í stöðuna. Framleiðsla leikfanga var að hans mati ekki lengur nóg heldur skyldi fyrirtækið hasla sér almennilega völl sem kvikmyndaframleiðandi. Heilu hirslurnar af leikföngum Mattel myndu þar nýtast vel sem efniviður. Þannig þyrfti ekki að streða við að búa til nýjar hugmyndir heldur væri hægt að nota gamalt dót til að notfæra sér nostalgíu neytenda. Hasbro flinkastir í leikfangamyndunum Markviss kvikmyndagerð byggð á leikföngum er í sjálfu sér ekki mjög byltingarkennd eða nýstárleg hugmynd. Fyrirtækið Hasbro hefur líklega náð bestum árangri á því sviði með fjölda leikinna mynda og teiknimynda á undanförnum fimm áratugum. Fyrsta leikna myndin sem fyrirtækið framleiddi var morðráðgátan Clue sem kom út árið 1985 og byggði á borðspilinu vinsæla. Síðan hefur fyrirtækið gefið út fjölda mynda byggða á leikföngum sínum, sérstaklega action-fígúrum. Þar eru Transformers fremstir í flokki sem hafa halað inn mörgum milljörðum Bandaríkjadala í sjö leiknum myndum og fjölda teiknimynda og þátta. Einnig hafa komið út myndir um Power Rangers, GI Joe og Dungeons and Dragons frá Hasbro. Þó má segja að Hasbro hafi prjónað aðeins yfir sig í Hollywood. Fyrirtækið gerði fjögurra mynda samning við kvikmyndastúdíóið Universal árið 2008 um að gera myndir upp úr nokkrum borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Monopoly og Candy Land. Hinir hamslausu Power Rangers hafa birst áhorfendum í ýmsum formum og nokkar myndir hafa komið út um hlutverkaleikinn Dungeons and Dragons . Í miðjunni er Megan Fox sem var um tíma aðalstjarna Transformers-seríunnar áður en henni var bolað í burtu.20th Century Fox/Getty/Paramount Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út árið 2012 en floppaði harkalega. Eftir það hætti Universal við samninginn og þurfti að greiða Hasbro margar milljónir til að losna undan honum. Annar leikfangaframleiðandi sem hefur gefið út vinsælar myndir á síðustu árum er Lego. Fjórar myndir hafa komið út um gulu legókallana á síðustu tíu árum og vafalaust er von á fleirum á næstu árum. Barbie ryður brautina fyrir hin leikföngin En aftur að Mattel og þeirra metnaðarfullu áætlunum. Eftir að Ynon Kreiz tók við sem forstjóri var kvikmyndadeild fyrirtækisins, Mattel Films, endurreist. Þá var farsæli kvikmyndaframleiðandinn Robbie Brenner sett yfir deildinni og var sérstakt innanhússtúdíó búið til hjá fyrirtækinu. Síðan fór fyrirtækið að skoða hvaða leikföngum væri hægt að breyta í bíó og bjó til margra mynda plan sem nær langt fram í tímann. Fyrstu tvær myndirnar í plani Mattel Films voru Barbie og Masters of the Universe og áttu þær að koma út í ár. Barbie hefur tröllriðið netinu undanfarin misseri og var frumsýnd um allan heim í síðustu viku. Sérfræðingar áætla að opnunarhelgi hennar muni skila rúmum 150 milljónum Bandaríkjadala og verður hún sennilega á lista með söluhæstu myndum allra tíma áður en yfir lýkur. Meistara alheimsins ætlaði Mattel að framleiða í samstarfi við Netflix en nú virðist sem hún sé í lausu lofti af því að Netflix hætti nýverið við. Það er því alls ekki ljóst hvort að He-Man og félagar snúi aftur á stóra skjáinn á næstunni. Hins vegar hefur Mattel líka tilkynnt um fjölda leikfangamynda sem koma út á næstu árum. Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar þeirra: Skopparar spila UNO í Atlanta Fjölskyldurspillirinn ógurlegi UNO er sennilega til á flestum heimilum enda frekar byrjendavænt og einfalt spil þó það geti endað með gráti og gnístran tanna. Hins vegar er erfitt að ímynda sér hvernig er hægt að búa til kvikmynd um spilið. Þegar UNO-myndin var tilkynnt sagði Lil Yachty að spilið hefði verið mikið spilað á sínu heimili. Það er spurning hvenær von er á myndinni um spilið.EPA/Getty En það er einmitt það sem er á dagskrá. Fyrir tveimur árum tilkynnti Mattel að UNO væri á leiðinni á stóra skjáinn og var handritshöfundurinn Marcy Kelly ráðin í verkefnið. Þá kom einnig fram að um var að ræða ránsmynd (e. heist-movie) sem gerist í hipp-hopp-neðanjarðarsenunni í Atlanta og að rapparinn Lil Yachty skyldi leika eitt af aðalhlutverkunum. Lítið annað hefur þó heyrst síðan að myndin var tilkynnt. Hvernig UNO, hipphopp og ræningjar tvinnast saman er sömuleiðis enn óvitað. Póker og önnur fjárhættuspil hafa auðvitað verið sígilt umfjöllunarefni í Hollywood-myndum í langan tíma svo kannski verður UNO-mót í lykilhlutverki í myndinni. Hot Wheels frá leikstjóra Star Wars og Star Trek Hot Wheels dótabílarnir eru sígilt leikfang, komast fyrir í lófa eða vasa og maður getur endalaust ímyndað sér æsilega kappakstra með þeim. Hot Wheels-mynd ku hafa verið lengi í bígerð og von er á henni árið 2025. Nú hefur komið í ljós að Hollywood-leikstjórinn JJ Abrams, þekktastur fyrir að leikstýra tveimur af nýjustu Star Wars myndunum (og Star Trek), mun leikstýra henni. Að sögn Abrams verður myndin jarðbundin og djörf. JJ Abrams leikstýrði níundu Star Wars-myndinni sem fékk vægast sagt slæma dóma.Getty Risaeðlan Barney fyrir fullorðna Þá tilkynnti Mattel fyrr á árinu að mynd um fjólubláu risaeðluna Barney væri á leiðinni. Leikarinn Daniel Kaluuya, þekktastur fyrir að leika í myndinni Get Out, mun framleiða myndina sem verður heldur óvenjuleg. Áhorfendur eru vanir að sjá Barney á skjánum en barnaþættir um risaeðluna voru sýndir á PBS frá 1992 til 2010. Yfirlýsingar um efnistök og þemu myndarinnar hafa þó komið á óvart. Hinn breski Kaluuya er þekktastur fyrir leik sinn í hryllingsmyndunum Get Out og Nope. Kannski verður Barney með smá hryllingsívafi.Getty Samkvæmt Kevin McKeon, varaforstjóra Mattel Films, verður myndin um risaeðluna glaðlegu heldur súrrealísk og fyrir fullorðna. Markhópur myndarinnar verður að sögn McKeon þúsaldarkynslóðin sem ólst upp við að horfa á risaeðluna Barney í sjónvarpinu. Myndin mun fjalla um erfiðleikana sem fylgja því að vera á fertugsaldri og vonbrigðin sem kynslóðin upplifir með sig sjálfa og umheiminn. Box-róbotar og Vin Diesel Rock'Em Sock'Em Robots er vinsæll hasarleikur fyrir tvo þar sem leikmenn keppast við að sigra hvorn annan í boxi milli tveggja róbota þar sem annar er blár en hinn rauður. Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs mun enginn annar en Vin Diesel leika aðalhlutverkið í myndinni. Þar að auki er hann framleiðandi myndarinnar. Það er ekki mikið vitað um myndina annað en að hún fjallar um feðga sem vingast við háþróaða hervél sem verður væntanlega annar róbotanna. Svo verður væntanlega boxað. Rock'Em Sock'Em róbotarnir hafa komið fyrir á stóra skjánum áður. Þeim bregður fyrir í teiknimyndinni Toy Story.Getty/Amy Brothers Hryllileg töfrakúla sem dansar á línunni Undarlegasta kvikmyndin sem er á leiðinni frá Mattel er sennileg myndin um Magic 8-Ball, töfrakúluna sem gefur manni svör við öllum þeim spurningum sem manni dettur í hug. Maður getur gleymt sér í marga tíma við að spyrja kúluna að hinum ýmsu spurningum.Getty Það sem meira er að þá verður myndin hryllings-kómedía sem dansar á línunni. Handritshöfundurinn Jimmy Warden, sem skrifaði handritið að Cocaine Bear, mun skrifa handritið og verður tónn myndarinnar eflaust eitthvað í ætt við þann kókaða björn. Þó um hryllingsmynd sé að ræða hefur Mattel greint frá því að hún verði ekki bönnuð börnum undir sautján (e. R-Rated) þar sem það fari gegn gildum fyrirtækisins að gefa út eitthvað sem er ofbeldisfullt. Auk þessara mynda sem hafa verið nefndar eru mun fleiri á leiðinni. Þar má nefna mynd um geimfarann Major Matt Mason sem býr á tunglinu og verður leikinn af Tom Hanks. Þá er Lena Dunham að skrifa mynd um dúkkuna Polly Pocket og svo fá áhorfendur að sjá mynd um kíkinn View-Master. Þetta er þó aðeins brot af öllum þeim myndum sem Mattel ætlar sér að gera og verður forvitnilegt að sjá hversu djúpt þau seilast ofan í leikfangakistuna á næstu árum og áratugum. Hollywood Grín og gaman Tengdar fréttir Lýsir sex klukkutíma bíóferð sem upplifun og hefur ekki fengið nóg Karlmaður lýsir sex klukkutíma bíóferð sinni í gærkvöldi sem stórkostlegri upplifun. Barbie, kjarnorkusprengjur, popp og kók. Og hann hefur ekki fengið nóg. 20. júlí 2023 21:00 Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01 Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28 Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. 4. júlí 2023 10:39 Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. 3. júlí 2023 23:44 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Mattel hefur verið rótgróin stofnun á heimilum um allan heim í áratugi enda framleitt mörg vinsælustu leikföng sögunnar. Meðal leikfanga Mattel má nefna dúkkurnar Barbie og American Girl, dótabílana Hot Wheels, spákúluna Magic 8-Ball og spilið UNO auk fjölda annarra. Will Ferrell leikur Ynon Kreiz, forstjóra Mattel, í myndinni um Barbie.Skjáskot/Youtube Hinn ísraelsk-ameríski Ynon Kreiz tók við sem forstjóri Mattel árið 2018. Fyrir það hafði hann unnið í mörg ár í sjónvarpsbransanum, þar á meðal hjá Disney og Fox. Hann kom því með mikla sjónvarps- og bíóáherslu inn í stöðuna. Framleiðsla leikfanga var að hans mati ekki lengur nóg heldur skyldi fyrirtækið hasla sér almennilega völl sem kvikmyndaframleiðandi. Heilu hirslurnar af leikföngum Mattel myndu þar nýtast vel sem efniviður. Þannig þyrfti ekki að streða við að búa til nýjar hugmyndir heldur væri hægt að nota gamalt dót til að notfæra sér nostalgíu neytenda. Hasbro flinkastir í leikfangamyndunum Markviss kvikmyndagerð byggð á leikföngum er í sjálfu sér ekki mjög byltingarkennd eða nýstárleg hugmynd. Fyrirtækið Hasbro hefur líklega náð bestum árangri á því sviði með fjölda leikinna mynda og teiknimynda á undanförnum fimm áratugum. Fyrsta leikna myndin sem fyrirtækið framleiddi var morðráðgátan Clue sem kom út árið 1985 og byggði á borðspilinu vinsæla. Síðan hefur fyrirtækið gefið út fjölda mynda byggða á leikföngum sínum, sérstaklega action-fígúrum. Þar eru Transformers fremstir í flokki sem hafa halað inn mörgum milljörðum Bandaríkjadala í sjö leiknum myndum og fjölda teiknimynda og þátta. Einnig hafa komið út myndir um Power Rangers, GI Joe og Dungeons and Dragons frá Hasbro. Þó má segja að Hasbro hafi prjónað aðeins yfir sig í Hollywood. Fyrirtækið gerði fjögurra mynda samning við kvikmyndastúdíóið Universal árið 2008 um að gera myndir upp úr nokkrum borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Monopoly og Candy Land. Hinir hamslausu Power Rangers hafa birst áhorfendum í ýmsum formum og nokkar myndir hafa komið út um hlutverkaleikinn Dungeons and Dragons . Í miðjunni er Megan Fox sem var um tíma aðalstjarna Transformers-seríunnar áður en henni var bolað í burtu.20th Century Fox/Getty/Paramount Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út árið 2012 en floppaði harkalega. Eftir það hætti Universal við samninginn og þurfti að greiða Hasbro margar milljónir til að losna undan honum. Annar leikfangaframleiðandi sem hefur gefið út vinsælar myndir á síðustu árum er Lego. Fjórar myndir hafa komið út um gulu legókallana á síðustu tíu árum og vafalaust er von á fleirum á næstu árum. Barbie ryður brautina fyrir hin leikföngin En aftur að Mattel og þeirra metnaðarfullu áætlunum. Eftir að Ynon Kreiz tók við sem forstjóri var kvikmyndadeild fyrirtækisins, Mattel Films, endurreist. Þá var farsæli kvikmyndaframleiðandinn Robbie Brenner sett yfir deildinni og var sérstakt innanhússtúdíó búið til hjá fyrirtækinu. Síðan fór fyrirtækið að skoða hvaða leikföngum væri hægt að breyta í bíó og bjó til margra mynda plan sem nær langt fram í tímann. Fyrstu tvær myndirnar í plani Mattel Films voru Barbie og Masters of the Universe og áttu þær að koma út í ár. Barbie hefur tröllriðið netinu undanfarin misseri og var frumsýnd um allan heim í síðustu viku. Sérfræðingar áætla að opnunarhelgi hennar muni skila rúmum 150 milljónum Bandaríkjadala og verður hún sennilega á lista með söluhæstu myndum allra tíma áður en yfir lýkur. Meistara alheimsins ætlaði Mattel að framleiða í samstarfi við Netflix en nú virðist sem hún sé í lausu lofti af því að Netflix hætti nýverið við. Það er því alls ekki ljóst hvort að He-Man og félagar snúi aftur á stóra skjáinn á næstunni. Hins vegar hefur Mattel líka tilkynnt um fjölda leikfangamynda sem koma út á næstu árum. Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar þeirra: Skopparar spila UNO í Atlanta Fjölskyldurspillirinn ógurlegi UNO er sennilega til á flestum heimilum enda frekar byrjendavænt og einfalt spil þó það geti endað með gráti og gnístran tanna. Hins vegar er erfitt að ímynda sér hvernig er hægt að búa til kvikmynd um spilið. Þegar UNO-myndin var tilkynnt sagði Lil Yachty að spilið hefði verið mikið spilað á sínu heimili. Það er spurning hvenær von er á myndinni um spilið.EPA/Getty En það er einmitt það sem er á dagskrá. Fyrir tveimur árum tilkynnti Mattel að UNO væri á leiðinni á stóra skjáinn og var handritshöfundurinn Marcy Kelly ráðin í verkefnið. Þá kom einnig fram að um var að ræða ránsmynd (e. heist-movie) sem gerist í hipp-hopp-neðanjarðarsenunni í Atlanta og að rapparinn Lil Yachty skyldi leika eitt af aðalhlutverkunum. Lítið annað hefur þó heyrst síðan að myndin var tilkynnt. Hvernig UNO, hipphopp og ræningjar tvinnast saman er sömuleiðis enn óvitað. Póker og önnur fjárhættuspil hafa auðvitað verið sígilt umfjöllunarefni í Hollywood-myndum í langan tíma svo kannski verður UNO-mót í lykilhlutverki í myndinni. Hot Wheels frá leikstjóra Star Wars og Star Trek Hot Wheels dótabílarnir eru sígilt leikfang, komast fyrir í lófa eða vasa og maður getur endalaust ímyndað sér æsilega kappakstra með þeim. Hot Wheels-mynd ku hafa verið lengi í bígerð og von er á henni árið 2025. Nú hefur komið í ljós að Hollywood-leikstjórinn JJ Abrams, þekktastur fyrir að leikstýra tveimur af nýjustu Star Wars myndunum (og Star Trek), mun leikstýra henni. Að sögn Abrams verður myndin jarðbundin og djörf. JJ Abrams leikstýrði níundu Star Wars-myndinni sem fékk vægast sagt slæma dóma.Getty Risaeðlan Barney fyrir fullorðna Þá tilkynnti Mattel fyrr á árinu að mynd um fjólubláu risaeðluna Barney væri á leiðinni. Leikarinn Daniel Kaluuya, þekktastur fyrir að leika í myndinni Get Out, mun framleiða myndina sem verður heldur óvenjuleg. Áhorfendur eru vanir að sjá Barney á skjánum en barnaþættir um risaeðluna voru sýndir á PBS frá 1992 til 2010. Yfirlýsingar um efnistök og þemu myndarinnar hafa þó komið á óvart. Hinn breski Kaluuya er þekktastur fyrir leik sinn í hryllingsmyndunum Get Out og Nope. Kannski verður Barney með smá hryllingsívafi.Getty Samkvæmt Kevin McKeon, varaforstjóra Mattel Films, verður myndin um risaeðluna glaðlegu heldur súrrealísk og fyrir fullorðna. Markhópur myndarinnar verður að sögn McKeon þúsaldarkynslóðin sem ólst upp við að horfa á risaeðluna Barney í sjónvarpinu. Myndin mun fjalla um erfiðleikana sem fylgja því að vera á fertugsaldri og vonbrigðin sem kynslóðin upplifir með sig sjálfa og umheiminn. Box-róbotar og Vin Diesel Rock'Em Sock'Em Robots er vinsæll hasarleikur fyrir tvo þar sem leikmenn keppast við að sigra hvorn annan í boxi milli tveggja róbota þar sem annar er blár en hinn rauður. Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs mun enginn annar en Vin Diesel leika aðalhlutverkið í myndinni. Þar að auki er hann framleiðandi myndarinnar. Það er ekki mikið vitað um myndina annað en að hún fjallar um feðga sem vingast við háþróaða hervél sem verður væntanlega annar róbotanna. Svo verður væntanlega boxað. Rock'Em Sock'Em róbotarnir hafa komið fyrir á stóra skjánum áður. Þeim bregður fyrir í teiknimyndinni Toy Story.Getty/Amy Brothers Hryllileg töfrakúla sem dansar á línunni Undarlegasta kvikmyndin sem er á leiðinni frá Mattel er sennileg myndin um Magic 8-Ball, töfrakúluna sem gefur manni svör við öllum þeim spurningum sem manni dettur í hug. Maður getur gleymt sér í marga tíma við að spyrja kúluna að hinum ýmsu spurningum.Getty Það sem meira er að þá verður myndin hryllings-kómedía sem dansar á línunni. Handritshöfundurinn Jimmy Warden, sem skrifaði handritið að Cocaine Bear, mun skrifa handritið og verður tónn myndarinnar eflaust eitthvað í ætt við þann kókaða björn. Þó um hryllingsmynd sé að ræða hefur Mattel greint frá því að hún verði ekki bönnuð börnum undir sautján (e. R-Rated) þar sem það fari gegn gildum fyrirtækisins að gefa út eitthvað sem er ofbeldisfullt. Auk þessara mynda sem hafa verið nefndar eru mun fleiri á leiðinni. Þar má nefna mynd um geimfarann Major Matt Mason sem býr á tunglinu og verður leikinn af Tom Hanks. Þá er Lena Dunham að skrifa mynd um dúkkuna Polly Pocket og svo fá áhorfendur að sjá mynd um kíkinn View-Master. Þetta er þó aðeins brot af öllum þeim myndum sem Mattel ætlar sér að gera og verður forvitnilegt að sjá hversu djúpt þau seilast ofan í leikfangakistuna á næstu árum og áratugum.
Hollywood Grín og gaman Tengdar fréttir Lýsir sex klukkutíma bíóferð sem upplifun og hefur ekki fengið nóg Karlmaður lýsir sex klukkutíma bíóferð sinni í gærkvöldi sem stórkostlegri upplifun. Barbie, kjarnorkusprengjur, popp og kók. Og hann hefur ekki fengið nóg. 20. júlí 2023 21:00 Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01 Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28 Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. 4. júlí 2023 10:39 Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. 3. júlí 2023 23:44 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Lýsir sex klukkutíma bíóferð sem upplifun og hefur ekki fengið nóg Karlmaður lýsir sex klukkutíma bíóferð sinni í gærkvöldi sem stórkostlegri upplifun. Barbie, kjarnorkusprengjur, popp og kók. Og hann hefur ekki fengið nóg. 20. júlí 2023 21:00
Undirgefnir aðdáendur og linnulaus markaðsherferð knýi „Barbenheimer“ áfram Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur. 20. júlí 2023 07:01
Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. 19. júlí 2023 11:28
Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. 4. júlí 2023 10:39
Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. 3. júlí 2023 23:44