„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2023 12:31 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11