Sjáðu þegar líkbíll og Subaru-bifreið stöðvuðu knattspyrnuleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 13:00 Bílarnir sem um er ræðir. Skjáskot Vináttuleik knattspyrnuliðanna Dunston og Gateshead var hætt eftir að tveir menn með lambúshettur keyrðu líkbíl og Subaru-bifreið inn á völlinn. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Leikur Dunston og Gateshead væri ekki fréttnæmur í eðlilegu árferði enda Dunston í utandeildinni á Englandi og Gateshead í 5. deild. Atvikið sem átti sér stað gerði hins vegar leikinn að umfjöllunarefni flestra fréttamiðla Englands. Gateshead sagði á Twitter-síðu sinni að vegna „atviks“ á vellinum hefði leik verið hætt í hálfleik en staðan þá var 1-1. A Gateshead friendly against Dunston was abandoned following an "incident on the pitch" involving a hearse.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2023 Téð atvik var eitthvað sem ekki hefur sést áður - allavega ekki oft - á knattspyrnuvelli. Tveir bílar, annars vegar líkbíll og hins vegar Subaru-bifreið, óku inn á völlinn og óku þar í nokkra hringi með tilheyrandi látum og skemmdum á vellinum. Báðir ökumenn og aðrir í bifreiðunum voru með lambúshettu svo ekki var hægt að greina hverjir væru á ferð. Eftir að keyra nokkra hringi fór ökumaður líkbílsins og annar maður sem hafði verið í bílnum yfir í Subaru-bifreiðina sem keyrði svo í burtu. Líkbíllinn var skilinn eftir á vellinum. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að enginn hafi meiðst eða verið ógnað vegna atviksins. Rannsókn er þó hafin. Incident is putting it lightly lol pic.twitter.com/9SQoxNUOPz— (@____B17____) July 21, 2023 Dunston segir að félagið muni gera hvað það geti til að lagfæra völlinn sem og girðingar í kringum völlinn svo atvik sem þessi komi ekki upp aftur. Gateshead vildi ekki tjá sig um málið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Leikur Dunston og Gateshead væri ekki fréttnæmur í eðlilegu árferði enda Dunston í utandeildinni á Englandi og Gateshead í 5. deild. Atvikið sem átti sér stað gerði hins vegar leikinn að umfjöllunarefni flestra fréttamiðla Englands. Gateshead sagði á Twitter-síðu sinni að vegna „atviks“ á vellinum hefði leik verið hætt í hálfleik en staðan þá var 1-1. A Gateshead friendly against Dunston was abandoned following an "incident on the pitch" involving a hearse.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2023 Téð atvik var eitthvað sem ekki hefur sést áður - allavega ekki oft - á knattspyrnuvelli. Tveir bílar, annars vegar líkbíll og hins vegar Subaru-bifreið, óku inn á völlinn og óku þar í nokkra hringi með tilheyrandi látum og skemmdum á vellinum. Báðir ökumenn og aðrir í bifreiðunum voru með lambúshettu svo ekki var hægt að greina hverjir væru á ferð. Eftir að keyra nokkra hringi fór ökumaður líkbílsins og annar maður sem hafði verið í bílnum yfir í Subaru-bifreiðina sem keyrði svo í burtu. Líkbíllinn var skilinn eftir á vellinum. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að enginn hafi meiðst eða verið ógnað vegna atviksins. Rannsókn er þó hafin. Incident is putting it lightly lol pic.twitter.com/9SQoxNUOPz— (@____B17____) July 21, 2023 Dunston segir að félagið muni gera hvað það geti til að lagfæra völlinn sem og girðingar í kringum völlinn svo atvik sem þessi komi ekki upp aftur. Gateshead vildi ekki tjá sig um málið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira