Hörður og félagar komust í 0-1 strax á 10. mínútu og bættu við forskotið á þeirri 73. Varamaðurinn Fotis Ioannidis kom þeim svo í 0-3 á 84. mínútu en Dnipro klóruðu í bakkann með marki á 90. mínútu, lokatölur 1-3.
Seinni leikur liðanna fer fram í Grikklandi þann 1. ágúst, en sigurliðið úr einvíginu mætir franska liðinu Marseille í þriðju umferð forkeppninnar.