Neytendastofa slær aftur á hendur Nýju vínbúðarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2023 14:35 Sverrir Einar Eiríksson rekur Nýju vínbúðina. Vísir Neytendastofa hefur sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar. Rekstraraðili verslunarinnar brást ekki við fyrri tilmælum um að gera breytingar á vefsíðu sinni sem Neytendastofa taldi veita villandi upplýsingar um verð og framboð. Snemma á þessu ári komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar væri til þess fallin að neytendur teldu að þeir væru að kaupa vörur á tilboðsverði. Neytendastofa segir að með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem fullyrðingin var ekki sönnuð. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Að mati eftirlitsstofnunarinnar braut rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar einnig gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur það eigi við um eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa í febrúar rekstraraðila Nýju vínbúðarinnar að viðhafa þessa viðskiptahætti og kallaði eftir úrbótum. Gætu þurft að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir Að sögn Neytendastofu var vefsíðu Nýju vínbúðarinnar ekki breytt til að fara að ákvörðun stofnunarinnar sem birt var í febrúar. Í ljósi þessa hefur stofnunin lagt 750 þúsund króna stjórnvaldssekt á rekstraraðila netverslunarinnar. Ef ekki verður búið að gera viðeigandi breytingar innan fjórtán daga frá því að ákvörðunin er dagsett er fyrirtækinu gert að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu. Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Tengdar fréttir Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. 23. febrúar 2023 09:52 Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. 24. apríl 2023 16:53 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Snemma á þessu ári komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar væri til þess fallin að neytendur teldu að þeir væru að kaupa vörur á tilboðsverði. Neytendastofa segir að með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem fullyrðingin var ekki sönnuð. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Að mati eftirlitsstofnunarinnar braut rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar einnig gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur það eigi við um eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa í febrúar rekstraraðila Nýju vínbúðarinnar að viðhafa þessa viðskiptahætti og kallaði eftir úrbótum. Gætu þurft að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir Að sögn Neytendastofu var vefsíðu Nýju vínbúðarinnar ekki breytt til að fara að ákvörðun stofnunarinnar sem birt var í febrúar. Í ljósi þessa hefur stofnunin lagt 750 þúsund króna stjórnvaldssekt á rekstraraðila netverslunarinnar. Ef ekki verður búið að gera viðeigandi breytingar innan fjórtán daga frá því að ákvörðunin er dagsett er fyrirtækinu gert að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu.
Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Tengdar fréttir Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. 23. febrúar 2023 09:52 Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. 24. apríl 2023 16:53 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. 23. febrúar 2023 09:52
Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. 24. apríl 2023 16:53