Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 08:00 Ása sneri aftur að heimili hennar og Rex Heuermann í dag. Facebook/Getty Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. Að minnsta kosti tveir fréttamenn biðu við hús Ásu og Rex í gær þegar hún sneri aftur á heimili þeirra. Húsið hefur verið undir rannsókn síðustu daga í tengslum við mál Heuermann, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Við leit lögreglu í húsinu fundust meðal annars 279 skotvopn. Einnig var leitað að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda húsið um 150 dollara, eða 20 þúsund krónur. Sýnilega í uppnámi „Ekki tala við mig,“ kallaði Ása til fréttamanna. „Viljið þið taka myndir? Gjörið svo vel,“ sagði hún svo. „Ekki tala við mig,“ endurtók hún. Þegar fréttamenn spurðu hvort hún ætlaði að dvelja á heimilinu svaraði hún: „Gerið það, látið mig í friði. Það kemur ykkur ekki við.“ Í kjölfarið gaf hún fréttamönnum fingurinn, samkvæmt frétt New York Post. Ásamt Ásu var dóttir þeirra, Victoria Heuermann, 26 ára, og sonur, Cristopher Sheridan, 33 ára. Sá síðarnefndi virtist vera í uppnámi þegar miskunnarlausir ljósmyndarar smelltu af þeim myndum fyrir framan húsið. Í myndbandi New York Post hér að neðan má sjá atvikið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RjM4QlZ9AH8">watch on YouTube</a> Þá segir að lögmaður meinta raðmorðingjans sé sá eini sem hafi heimsótt hann í gæsluvarðhald, þar sem hann hefur setið síðan 13. júlí. Greint var frá því í síðustu viku að Ása hafi sótt um skilnað frá Heuermann. Lögmaður hennar staðfesti það við fréttamiðilinn AP en gaf engar frekari upplýsingar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Hann sagði fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Að minnsta kosti tveir fréttamenn biðu við hús Ásu og Rex í gær þegar hún sneri aftur á heimili þeirra. Húsið hefur verið undir rannsókn síðustu daga í tengslum við mál Heuermann, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Við leit lögreglu í húsinu fundust meðal annars 279 skotvopn. Einnig var leitað að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda húsið um 150 dollara, eða 20 þúsund krónur. Sýnilega í uppnámi „Ekki tala við mig,“ kallaði Ása til fréttamanna. „Viljið þið taka myndir? Gjörið svo vel,“ sagði hún svo. „Ekki tala við mig,“ endurtók hún. Þegar fréttamenn spurðu hvort hún ætlaði að dvelja á heimilinu svaraði hún: „Gerið það, látið mig í friði. Það kemur ykkur ekki við.“ Í kjölfarið gaf hún fréttamönnum fingurinn, samkvæmt frétt New York Post. Ásamt Ásu var dóttir þeirra, Victoria Heuermann, 26 ára, og sonur, Cristopher Sheridan, 33 ára. Sá síðarnefndi virtist vera í uppnámi þegar miskunnarlausir ljósmyndarar smelltu af þeim myndum fyrir framan húsið. Í myndbandi New York Post hér að neðan má sjá atvikið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RjM4QlZ9AH8">watch on YouTube</a> Þá segir að lögmaður meinta raðmorðingjans sé sá eini sem hafi heimsótt hann í gæsluvarðhald, þar sem hann hefur setið síðan 13. júlí. Greint var frá því í síðustu viku að Ása hafi sótt um skilnað frá Heuermann. Lögmaður hennar staðfesti það við fréttamiðilinn AP en gaf engar frekari upplýsingar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Hann sagði fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira