„Til skammar að þetta mæti fólki þegar það kemur út úr flugstöðinni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2023 15:05 Það mætti segja að móttökurnar hafi verið skítugar fremur en hlýjar sem mættu farþegum þegar þessar myndir voru teknar við Leifsstöð. Þær eru teknar á mismunandi tímum en í báðum tilfellum er umhirðan ansi slæm. Aðsent/Facebook Rútubílstjórar segja umhirðu við Leifsstöð ekki nógu góða. Það sé of sjaldan þrifið og það vanti aukið aðgengi að ruslatunnum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að þrif á vellinum miðist við fjölda farþega hverju sinni en fyrirtækið taki öllum ábendingum alvarlega. Björn Briem, rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, vakti í morgun athygli á sóðalegri umgengni við Leifsstöð með ljósmyndum og færslu á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar skrifaði hann „Nú má Isavia fara að girða sig í brók, rusl og sóðaskapur blasir allsstaðar við ferðamönnum sem koma inn í landið auk þess sem þeir kvörtuðu í morgun undan stífluðum klósettum og tilheyrandi ólykt í kjallaranum. Þetta er bara lítið dæmi um það sem ber fyrir augu.“ Við ruslatunnurnar fyrir utan Leifsstöð er mikið af stubbum og ýmiss konar rusli. Þá hafa kaffiþyrstir haldið að stubbahús í biðstöðinni fyrir utan væri ruslatunna.Facebook Vísir hafði samband við Björn til að ræða við hann um myndirnar sem hann sagðist hafa tekið á föstudaginn. „Ég var að koma úr fríi núna en þetta er búið að vera svona alla helgina. Það er rosalega oft sem draslið fær að safnast upp. Það eru tvær litlar ruslatunnur þarna fyrir utan og einn ruslagámur. En það er engin aðstaða til að losa rusl neins staðar,“ sagði Björn um sóðaskapinn við Leifsstöð. Við ruslatunnurnar er innkaupakarfa full af dósum og flöskum.Facebook „Það er til skammar að þetta skuli vera það sem mæti fólki þegar það kemur út úr flugstöðinni. Ekki beinlínis hvatning til fólks að ganga vel um. Bara skítugt,“ bætti hann við. „Það þarf að passa upp á þetta en það er eins og eftir Covid sé enginn metnaður til að hafa hlutina í lagi,“ sagði Björn. Þá benti hann á kollega sinn, Þóri Jónsson, sem hefur ítrekað reynt að vekja athygli á sóðalegri umhirðu á vellinum. Leiðinlegt að ferðamenn þurfi að vaða í gegnum rusl Þórir Jónsson er íbúi á Suðurnesjum og kollegi Björns hjá Kynnisferðum. Hann er mikið upp á flugvellinum og segist ítrekað hafa bent á sóðalega umgengni við völlinn en það sé ekkert brugðist við því. Þórir er mikið uppi á Keflavíkurflugvelli vegna vinnu og segir að það þurfi standa betur að umhirðu í kringum völlinn.Facebook „Það er eins og það sé þrifið illa um helgar, einhver sparnaður í gangi. Þetta er leiðinlegt fyrir okkur, fólk vaðandi í gegnum rusl á leið í bílana okkar.“ segir Þórir. „Það er einhver einstaklingur sem kemur þarna og þrífur annað slagið með ryksugu. En það þyrfti að vera betra og það er ekkert eftirlit með þessu.“ Hefurðu vakið athygli á þessu? „Já, og svo þekki ég mikið af fólki þarna upp frá af því ég er heimamður. Ég hef gert athugasemdir við þetta af því við erum að þjónusta fólk þarna og leigjum svæðið, Kynnisferðir og Gray Line. Þetta er vinnusvæðið okkar.“ „Svo er búið að fjarlægja rusalagáma og fólk er að henda rusli þarna fyrir utan. Ég gerði athugasemd við hjólakassa þarna um daginn, hann var skilinn eftir og var þarna í einhverja daga ásamt fullt af rusli.“ Hefurðu hringt eða talað við fólk í afgreiðslunni? „Ég er búinn að reyna það,“ segir hann og bætir við „Þetta er hlutur sem þarf að laga og það þarf að eyða pening í að hafa þetta snyrtilegt.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið gert til að bæta umhverfið segir hann umsjónaraðila hafa bætt einum rusladalli við þann eina sem var fyrir. Hins vegar þyrfti að tæma tunnurnar oftar. Tvær myndir sem Þórir tók af umhirðunni eins og hún hefur verið í gegnum tíðina.Aðsent Fólk hendi rusli út í móa Þórir sendi Vísi myndir sem hann hefur tekið af svæðinu. Hann vildi þó árétta að það væri í gegnum tíðina. Umhirða við ruslatunnur fyrir veitingastaðina fyrir aftan völlinn hefði batnað til muna. Hins vegar þyrfti að bæta aðgengi að ruslatunnum fyrir aðkomufólk til muna. „Þetta spannar tímabil og ég er alltaf að gera athugasemdir við þetta,“ segir Þórir. „Það eru flestallir ruslagámar farnir af bílastæðinum, það er búið að fara í átak að taka þá alla í burtu,“ segir Þórir. „Þannig það er hægt að henda í ruslatunnur inni eða þá fólk hendir þessu bara eitthvert úti. Umhirðan við ruslatunnurrnar bakvið flugstöðina voru ansi slæmar en segir Þórir að það hafi batnað til muna.Aðsent Fyrir aftan stöðina eru síðan ruslatunnuröð fyrir mötuneytið og barinar Þórir náði myndum af afar sóðalegri umgengni þar bak við en segir að það sé sem betur fer búið að bæta úr því. „Það er búið að gera átak þar. Það er orðið allt öðruvísi svæði, það er bara gámur fyrir pappakassa. Það hefur tekist að laga það,“ segir Þórir. Þá sendi Þórir myndir af pappakössum, þar á meðal pappakassa undan hjóli sem kona skildi eftir. Þórir segir það vera mjög algengt að fólk hendi rusli út í móa af því það nær ekki að losa sig við rusl á vellinum. „Þetta kemur úr skottunum á bílum. Fólk sem sækir ættingja uppgötvar að það vantar töskupláss í skottinu á bílnum. Það getur hvergi losað sig við þetta og þá eru þessu hent bara einhvers staðar til að búa til pláss fyrir töskurnar,“ segir Þórir sem segist sjá slíkt mjög reglulega. Pappakassi undan hjóli sem Þórir sá konu á Teslu skilja eftir og pappakassi fullur af rusli.Facebook Þrif miðist við fjölda farþega Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, kannaðist ekki við að kvartanir hefðu borist í sumar vegna slæmrar umhirðu. Ruslahirða á vellinum miðaðist við fjölda farþega hverju sinni en allar ábendingar væru teknar alvarlega. „Það eru verktakar sem sjá um þrif í og við flugstöðina. Við á Keflavíkurflugvelli tilgreinum hins vegar hver tíðni þrifa skuli vera og er sú tíðni miðuð við þann fjölda farþega sem fer um völlinn hverju sinni,“ sagði Guðjón aðspurður út í þrif á vellinum. Guðjón Helgason upplýsingafulltrui Ísavia segir undanþágur hafa verið fengar til að viðhalda öryggi.Vísir/Vilhelm Það væru því ekki minni þrif um helgar heldur miðast það eingöngu við magn farþegaumferðar. „Við tökum allar svona ábendingar alvarlega. Við munum nú athuga hvort þar sé þörf á endurskoðun á einhverjum tímum dags og ræða það við okkar verktaka.“ Þið hafið ekki fengið neinar svona ábendingar um umhirðuna undanfarið? „Ég hef ekki heyrt af því að við hefðum fengið beinar kvartanir um þetta. En allar kvartanir, hvort sem þær koma í gegnum samfélagsmiðla eða í tölvupósti eða hvernig sem þær berast okkur, eru teknar alvarlega. Ef eitthvað berst til okkar er það að sjálfsögðu skoðað.“ Aðspurður hvort hann kannaðist við það að ruslagámum hefði fækkað sagðist Guðjón ekki kannast við það. „Ég veit ekki til þess að það hafi verið gerðar neinar breytingar á gámum og ruslatunnum. Ég get ekki fullyrt það en ég hef ekki heyrt af neinu slíku. Við viljum að það sé greitt aðgengi að rusli fyrir farþega og þá sem fara þarna um,“ sagði Guðjón. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Björn Briem, rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, vakti í morgun athygli á sóðalegri umgengni við Leifsstöð með ljósmyndum og færslu á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar skrifaði hann „Nú má Isavia fara að girða sig í brók, rusl og sóðaskapur blasir allsstaðar við ferðamönnum sem koma inn í landið auk þess sem þeir kvörtuðu í morgun undan stífluðum klósettum og tilheyrandi ólykt í kjallaranum. Þetta er bara lítið dæmi um það sem ber fyrir augu.“ Við ruslatunnurnar fyrir utan Leifsstöð er mikið af stubbum og ýmiss konar rusli. Þá hafa kaffiþyrstir haldið að stubbahús í biðstöðinni fyrir utan væri ruslatunna.Facebook Vísir hafði samband við Björn til að ræða við hann um myndirnar sem hann sagðist hafa tekið á föstudaginn. „Ég var að koma úr fríi núna en þetta er búið að vera svona alla helgina. Það er rosalega oft sem draslið fær að safnast upp. Það eru tvær litlar ruslatunnur þarna fyrir utan og einn ruslagámur. En það er engin aðstaða til að losa rusl neins staðar,“ sagði Björn um sóðaskapinn við Leifsstöð. Við ruslatunnurnar er innkaupakarfa full af dósum og flöskum.Facebook „Það er til skammar að þetta skuli vera það sem mæti fólki þegar það kemur út úr flugstöðinni. Ekki beinlínis hvatning til fólks að ganga vel um. Bara skítugt,“ bætti hann við. „Það þarf að passa upp á þetta en það er eins og eftir Covid sé enginn metnaður til að hafa hlutina í lagi,“ sagði Björn. Þá benti hann á kollega sinn, Þóri Jónsson, sem hefur ítrekað reynt að vekja athygli á sóðalegri umhirðu á vellinum. Leiðinlegt að ferðamenn þurfi að vaða í gegnum rusl Þórir Jónsson er íbúi á Suðurnesjum og kollegi Björns hjá Kynnisferðum. Hann er mikið upp á flugvellinum og segist ítrekað hafa bent á sóðalega umgengni við völlinn en það sé ekkert brugðist við því. Þórir er mikið uppi á Keflavíkurflugvelli vegna vinnu og segir að það þurfi standa betur að umhirðu í kringum völlinn.Facebook „Það er eins og það sé þrifið illa um helgar, einhver sparnaður í gangi. Þetta er leiðinlegt fyrir okkur, fólk vaðandi í gegnum rusl á leið í bílana okkar.“ segir Þórir. „Það er einhver einstaklingur sem kemur þarna og þrífur annað slagið með ryksugu. En það þyrfti að vera betra og það er ekkert eftirlit með þessu.“ Hefurðu vakið athygli á þessu? „Já, og svo þekki ég mikið af fólki þarna upp frá af því ég er heimamður. Ég hef gert athugasemdir við þetta af því við erum að þjónusta fólk þarna og leigjum svæðið, Kynnisferðir og Gray Line. Þetta er vinnusvæðið okkar.“ „Svo er búið að fjarlægja rusalagáma og fólk er að henda rusli þarna fyrir utan. Ég gerði athugasemd við hjólakassa þarna um daginn, hann var skilinn eftir og var þarna í einhverja daga ásamt fullt af rusli.“ Hefurðu hringt eða talað við fólk í afgreiðslunni? „Ég er búinn að reyna það,“ segir hann og bætir við „Þetta er hlutur sem þarf að laga og það þarf að eyða pening í að hafa þetta snyrtilegt.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið gert til að bæta umhverfið segir hann umsjónaraðila hafa bætt einum rusladalli við þann eina sem var fyrir. Hins vegar þyrfti að tæma tunnurnar oftar. Tvær myndir sem Þórir tók af umhirðunni eins og hún hefur verið í gegnum tíðina.Aðsent Fólk hendi rusli út í móa Þórir sendi Vísi myndir sem hann hefur tekið af svæðinu. Hann vildi þó árétta að það væri í gegnum tíðina. Umhirða við ruslatunnur fyrir veitingastaðina fyrir aftan völlinn hefði batnað til muna. Hins vegar þyrfti að bæta aðgengi að ruslatunnum fyrir aðkomufólk til muna. „Þetta spannar tímabil og ég er alltaf að gera athugasemdir við þetta,“ segir Þórir. „Það eru flestallir ruslagámar farnir af bílastæðinum, það er búið að fara í átak að taka þá alla í burtu,“ segir Þórir. „Þannig það er hægt að henda í ruslatunnur inni eða þá fólk hendir þessu bara eitthvert úti. Umhirðan við ruslatunnurrnar bakvið flugstöðina voru ansi slæmar en segir Þórir að það hafi batnað til muna.Aðsent Fyrir aftan stöðina eru síðan ruslatunnuröð fyrir mötuneytið og barinar Þórir náði myndum af afar sóðalegri umgengni þar bak við en segir að það sé sem betur fer búið að bæta úr því. „Það er búið að gera átak þar. Það er orðið allt öðruvísi svæði, það er bara gámur fyrir pappakassa. Það hefur tekist að laga það,“ segir Þórir. Þá sendi Þórir myndir af pappakössum, þar á meðal pappakassa undan hjóli sem kona skildi eftir. Þórir segir það vera mjög algengt að fólk hendi rusli út í móa af því það nær ekki að losa sig við rusl á vellinum. „Þetta kemur úr skottunum á bílum. Fólk sem sækir ættingja uppgötvar að það vantar töskupláss í skottinu á bílnum. Það getur hvergi losað sig við þetta og þá eru þessu hent bara einhvers staðar til að búa til pláss fyrir töskurnar,“ segir Þórir sem segist sjá slíkt mjög reglulega. Pappakassi undan hjóli sem Þórir sá konu á Teslu skilja eftir og pappakassi fullur af rusli.Facebook Þrif miðist við fjölda farþega Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, kannaðist ekki við að kvartanir hefðu borist í sumar vegna slæmrar umhirðu. Ruslahirða á vellinum miðaðist við fjölda farþega hverju sinni en allar ábendingar væru teknar alvarlega. „Það eru verktakar sem sjá um þrif í og við flugstöðina. Við á Keflavíkurflugvelli tilgreinum hins vegar hver tíðni þrifa skuli vera og er sú tíðni miðuð við þann fjölda farþega sem fer um völlinn hverju sinni,“ sagði Guðjón aðspurður út í þrif á vellinum. Guðjón Helgason upplýsingafulltrui Ísavia segir undanþágur hafa verið fengar til að viðhalda öryggi.Vísir/Vilhelm Það væru því ekki minni þrif um helgar heldur miðast það eingöngu við magn farþegaumferðar. „Við tökum allar svona ábendingar alvarlega. Við munum nú athuga hvort þar sé þörf á endurskoðun á einhverjum tímum dags og ræða það við okkar verktaka.“ Þið hafið ekki fengið neinar svona ábendingar um umhirðuna undanfarið? „Ég hef ekki heyrt af því að við hefðum fengið beinar kvartanir um þetta. En allar kvartanir, hvort sem þær koma í gegnum samfélagsmiðla eða í tölvupósti eða hvernig sem þær berast okkur, eru teknar alvarlega. Ef eitthvað berst til okkar er það að sjálfsögðu skoðað.“ Aðspurður hvort hann kannaðist við það að ruslagámum hefði fækkað sagðist Guðjón ekki kannast við það. „Ég veit ekki til þess að það hafi verið gerðar neinar breytingar á gámum og ruslatunnum. Ég get ekki fullyrt það en ég hef ekki heyrt af neinu slíku. Við viljum að það sé greitt aðgengi að rusli fyrir farþega og þá sem fara þarna um,“ sagði Guðjón.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira