Innlent

Jarð­skjálfta­hrina á Torfa­jökuls­svæðinu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Frá veginum inn í Landmannalaugar. Jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á svæðinu í dag.
Frá veginum inn í Landmannalaugar. Jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á svæðinu í dag. Stöð 2

Jarðskjálftahrina hófst í grennd við Torfajökul í morgun. Klukkan 12:44 varð jarðskjálfti 3,2 að stærð við Breiðöldu á svæðinu. 

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands að upptök jarðskjálftans megi rekja um 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Landmannalaugum. 

Skjálftinn er hluti af hrinu sem hófst á svæðinu í morgun. Í tilkynningunni segir að skjálftar séu vel þekktir á þessu svæði.

Þá hafa engar tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist.

„Við erum alveg vön að sjá skjálftahrinur þarna á hverju ári. Þetta er ekkert óvanalegt,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×