Fótbolti

Erik ten Hag þögull sem gröfin um Højlund

Hjörvar Ólafsson skrifar
Erik ten Hag er að öllum líkindum að fá nýjan framherja í hóp sinn hjá Manchester United.
Erik ten Hag er að öllum líkindum að fá nýjan framherja í hóp sinn hjá Manchester United. Vísir/Getty

Erik ten Hag vildi ekkert tjá sig um væntanlega komu danska framherjans Rasmusar Højlund til Manchester United þegar hann ræddi við Skysports í aðdraganda æfingaleiks liðsins gegn Borussia Dortmund sem leikinn verður á morgun. 

Eins og greint hefur verið frá er allt útlit fyrir að Højlund muni ganga til liðs við Manchester United frá ítalska félaginu Atalanta í komandi viku.

Manchester United og Atalanta hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Højlund en enska félagið þarf að greiða rúmlega 70 milljónir evra fyrir þjónustu sóknarmannsins.

Erik ten Hag var spurður um eiginleika Højlund en hann vildi ekkert tjá sig um Danann: „Ég vil ekki tjá mig um leikmenn sem eru ekki á samningi hjá Manchester United. Ég hef verið það lengi í fótboltabransanum að ég veit að það er ekki skynsamlegt að ræða leikmenn fyrr en búið er að vinna alla pappírsvinnu.

Nú skulum við bara leyfa sérfræðingum að vinna sína vinnu varðandi samnningsgerðina og ef allt gengur að óskum get ég rætt um hann,“ sagði Erik ten Hag um stöðu mála varðandi félagaskipti þessa tvítuga leikmanns. 

Manchester United mætir Borussia Dortmund í æfingaleik í San Diego í Kalíforníu í Bandaríkjunum á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×