Íslenski formaðurinn fékk verðlaun vegna stuðnings við trans fólk Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 14:31 Gummi Guðjónsson tekur við jafnréttisverðlaununum frá Tyrkjanum Uğur Erdener, formanni alþjóða bogfimisambandsins og varaformanni samtaka íþróttasambanda á sumarólympíuleikum. World Archery „Ég var ekki látinn vita fyrir fram að ég yrði sæmdur þessum verðlaunum, og vissi það í raun ekki fyrir víst fyrr en nafnið mitt kom upp á skjáinn við lok heimsþingsins,“ segir Gummi Guðjónsson, formaður bogfimisambands Íslands. Gummi hlaut jafnréttisverðlaun alþjóða bogfimisambandsins, á heimsþingi sambandsins í Berlín á föstudaginn. Í frétt á vef bogfimisambandsins segir að verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 2009 en að í fyrsta sinn í ár hafi karlmaður hlotið verðlaunin. Gummi kveðst hafa fengið þau fyrir nokkuð sem hann telji einfaldlega eðlilegt og sjálfsagt, en íslenska sambandið bætti til að mynda í ársbyrjun við þriðju kynskráningu á Íslandsmetum og í Íslandsmótum, fyrir þau sem eru með hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá. „Verðlaunin tengjast að mestu verkefnum sem ég hef unnið til að stuðla að þátttöku trans og kynsegin fólks í íþróttinni. Fólk alls staðar að úr heiminum innan íþróttarinnar hefur verið að hafa samband og óska mér til hamingju með verðlaunin síðan þá,“ segir Gummi á vef bogfimisambandsins. „Þó að mér finnist það sjálfum frekar vandræðalegt að fá verðlaun fyrir eitthvað sem mér þykir persónulega að ætti að vera eðlilegt og sjálfsagt, eins og þátttaka hinsegin fólks í íþróttum, þá tel ég þessi verðlaun gott fordæmi og hvatningu fyrir aðrar þjóðir til að fylgja og skil því vel af hverju mér voru veitt þau,“ bætir hann við. Á þingi alþjóða bogfimisambandsins kom einnig fram að íslenska sambandið væri eitt af þeim 23 virkustu í heiminum, sem þar með höfðu mest vægi í atkvæðagreiðslu á þinginu. Bogfimi Málefni trans fólks Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Gummi hlaut jafnréttisverðlaun alþjóða bogfimisambandsins, á heimsþingi sambandsins í Berlín á föstudaginn. Í frétt á vef bogfimisambandsins segir að verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 2009 en að í fyrsta sinn í ár hafi karlmaður hlotið verðlaunin. Gummi kveðst hafa fengið þau fyrir nokkuð sem hann telji einfaldlega eðlilegt og sjálfsagt, en íslenska sambandið bætti til að mynda í ársbyrjun við þriðju kynskráningu á Íslandsmetum og í Íslandsmótum, fyrir þau sem eru með hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá. „Verðlaunin tengjast að mestu verkefnum sem ég hef unnið til að stuðla að þátttöku trans og kynsegin fólks í íþróttinni. Fólk alls staðar að úr heiminum innan íþróttarinnar hefur verið að hafa samband og óska mér til hamingju með verðlaunin síðan þá,“ segir Gummi á vef bogfimisambandsins. „Þó að mér finnist það sjálfum frekar vandræðalegt að fá verðlaun fyrir eitthvað sem mér þykir persónulega að ætti að vera eðlilegt og sjálfsagt, eins og þátttaka hinsegin fólks í íþróttum, þá tel ég þessi verðlaun gott fordæmi og hvatningu fyrir aðrar þjóðir til að fylgja og skil því vel af hverju mér voru veitt þau,“ bætir hann við. Á þingi alþjóða bogfimisambandsins kom einnig fram að íslenska sambandið væri eitt af þeim 23 virkustu í heiminum, sem þar með höfðu mest vægi í atkvæðagreiðslu á þinginu.
Bogfimi Málefni trans fólks Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira