Kaupin frábær tíðindi fyrir þá sem tilheyra félaginu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 11:53 Bjarni Þór Þórólfsson er framkvæmdastjóri Búseta og Egill Lúðvíksson er framkvæmdastjóri Heimstaden. AÐSENT Leigufélag Búseta hefur fest kaup á 42 íbúðum leigufélagsins Heimstaden. Auk þess hafa félögin tvö undirritað viljayfirlýsingu um kaup á 90 íbúðum til viðbótar. Íbúðirnar sem um ræðir eru við Tangarbryggju í Reykjavík en viljayfirlýsingin um frekari kaup nær einnig til íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Þór Þórólfsson er framkvæmdastjóri Búseta. „Það liggur fyrir að Heimstaden hefur ákveðið að draga úr umsvifum sínum á Íslandi, þá er mikilvægt að þessar íbúðir með þessum íbúum rati í hendur og verði í umsjón félags eins og Búseta, þar sem vel er haldið utan um leigjendur.“ segir Bjarni Þór í samtali við fréttastofu. Greint var frá því fyrr á þessu ári að leigufélagið Heimstaden sem á um 1700 íbúðir á Íslandi ætli sér að selja þær. Ástæðan er sú að viðræður við lífeyrissjóði um kaup á hlut í félaginu báru ekki árangu og töldu forsvarsmenn þar með rekstrarforsendur brostnar. Bjarni Þór hjá Búseta segir kaupin frábær tíðindi fyrir þá sem tilheyra félaginu. „Búseti er í grunninn húsnæðissamvinnufélag sem hefur að geyma sirka 1300 íbúðir í samstæðu sinni. Búseti er líka með dótturfélag með á þriðja hundrað íbúða sem við höfum verið að fjölga í undanfarið.“ Í tilkynningu frá félögunum tekur Egill Lúðvíksson í sama streng og Bjarni Þór. „Það er ánægjulegt að geta tryggt leigutökum okkar áframhaldandi húsnæðisöryggi hjá nýjum eiganda. Þetta eru íbúðir á mjög góðum og eftirsóttum stað á höfuðborgarsvæðinu. Búseti er rótgróinn aðili á húsnæðismarkaði og gildi félagsins fara vel saman við okkar. Ég trúi að leigutakar okkar verði ánægðir með þessi viðskipti,“ er haft eftir Agli. Bjarni Þór segir að frekari kaup á íbúðum séu í skoðun og líklegt að það verði af þeim kaupum. Leigumarkaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Íbúðirnar sem um ræðir eru við Tangarbryggju í Reykjavík en viljayfirlýsingin um frekari kaup nær einnig til íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Þór Þórólfsson er framkvæmdastjóri Búseta. „Það liggur fyrir að Heimstaden hefur ákveðið að draga úr umsvifum sínum á Íslandi, þá er mikilvægt að þessar íbúðir með þessum íbúum rati í hendur og verði í umsjón félags eins og Búseta, þar sem vel er haldið utan um leigjendur.“ segir Bjarni Þór í samtali við fréttastofu. Greint var frá því fyrr á þessu ári að leigufélagið Heimstaden sem á um 1700 íbúðir á Íslandi ætli sér að selja þær. Ástæðan er sú að viðræður við lífeyrissjóði um kaup á hlut í félaginu báru ekki árangu og töldu forsvarsmenn þar með rekstrarforsendur brostnar. Bjarni Þór hjá Búseta segir kaupin frábær tíðindi fyrir þá sem tilheyra félaginu. „Búseti er í grunninn húsnæðissamvinnufélag sem hefur að geyma sirka 1300 íbúðir í samstæðu sinni. Búseti er líka með dótturfélag með á þriðja hundrað íbúða sem við höfum verið að fjölga í undanfarið.“ Í tilkynningu frá félögunum tekur Egill Lúðvíksson í sama streng og Bjarni Þór. „Það er ánægjulegt að geta tryggt leigutökum okkar áframhaldandi húsnæðisöryggi hjá nýjum eiganda. Þetta eru íbúðir á mjög góðum og eftirsóttum stað á höfuðborgarsvæðinu. Búseti er rótgróinn aðili á húsnæðismarkaði og gildi félagsins fara vel saman við okkar. Ég trúi að leigutakar okkar verði ánægðir með þessi viðskipti,“ er haft eftir Agli. Bjarni Þór segir að frekari kaup á íbúðum séu í skoðun og líklegt að það verði af þeim kaupum.
Leigumarkaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira