Innlent

160 kíló af hassi voru í skútunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar hjá lögreglu.
Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm

Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir er varða fíkniefnainnflutning.

Fram hefur komið að tveir voru handteknir um borð í skútunni en sá þriðji í landi. Sá elsti er fæddur árið 1970 en sá yngsti árið 2002.

Mikið hefur verið um innflutning á kókaíni hingað til lands undanfarin misseri. Sex sæta gæsluvarðhaldi þessa stundina í tengslum við rannsókn lögreglu á innflutningi á kókaíni. Þá hafa fjölmörg burðardýr hlotið dóma undanfarinn mánuð eftir tilraun til innflutnings á kókaíni til landsins.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tjáði fréttastofu á dögunum að langt væri síðan lögregla hefði lagt hald á svo mikið magn af hassi.


Tengdar fréttir

Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi

Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×