Körfubolti

Diana Taurasi fyrst til að skora tíu þúsund stig í WNBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diana Taurasi hleypur hér brosandi í vörnina eftir að hafa skorað sitt tíu þúsundast stig í WNBA deildinni.
Diana Taurasi hleypur hér brosandi í vörnina eftir að hafa skorað sitt tíu þúsundast stig í WNBA deildinni. AP/Matt York

Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi heldur áfram að bæta við stigamet sitt í WNBA deildinni í körfubolta og í nótt urðu stór tímamót hjá henni.

Taurasi varð þá fyrsta konan til að skora tíu þúsund stig í WNBA deildinni. Hún var einnig sú fyrsta til að skora átta þúsund og níu þúsund stig.

Taurasi þurfti að skora átján stig í leik Phoenix Mercury og Atlanta til að ná upp í tíu þúsund en gerði miklu meira en það.

Þessi 41 árs gamli bakvörður skoraði alls 42 stig í leiknum eða það mesta sem hún hefur gert í einum leik frá árinu 2010.

Tíu þúsundasta stigið hennar kom í hús með þriggja stiga körfur en þær urðu alls sex hjá henni í leiknum. Hún er sú sem hefur skorað langflestar þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar.

Diana Taurasi hefur spilað í WNBA frá árinu 2004 og hefur þrisvar orðið WNBA meistari með liðinu. Hún hefur fimm sinnum orðið stighæst á tímabili og einu sinni verið kosin mikilvægasti leikmaðurinn (2009).

Taurasi hefur unnið fimm Ólympíugull og þrjá heimsmeistaratitla með bandaríska landsliðinu auk þess að vinna Euroleague deildina sex sinnum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×