Fótbolti

Var í dái fyrir níu mánuðum en snýr nú aftur á völlinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fletcher er hér mættur á æfingu með Bath City,
Fletcher er hér mættur á æfingu með Bath City, mynd/bath city

Saga enska knattspyrnumannsins Alex Fletcher er ótrúleg en virðist vera að fá mjög farsælan endi.

Fletcher spilar fyrir Bath City á Englandi og í leik fyrir níu mánuðum síðan lenti hann í hræðilegum meiðslum á vellinum. Hann hljóp þá harkalega á vegg og lá meðvitundarlaus eftir.

Farið var með hann strax á sjúkrahús þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð. Hann lá svo í dái næstu fimm dagana.

„Skurðlæknirinn minn gaf fjölskyldu minni erfiðar upplýsingar. Í fyrsta lagi voru litlar líkur á því að ég myndi lifa aðgerðina af. Ef ég myndi gera það væri líklegt að ég væri ekki sami maður á eftir,“ segir Fletcher.

„Ég gæti misst máttinn í löppunum og svo gæti einnig farið að ég myndi ekki þekkja fjölskylduna mína aftur því höfuðmeiðslin voru svo alvarleg.“

Hann hefur nú náð fullum bata og skrifað undir nýjan samning við Bath. Hann verður því búinn að reima á sig takkaskóna fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×