Fótbolti

Age Hareide tjáir sig um framtíð Gylfa

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Åge Hareide.
Åge Hareide. Vísir/Hulda Margrét

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vonast til að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur á fótboltavöllinn sem fyrst.

Þetta kom fram í viðtali við Hareide hjá Discovery+ sem skrifað var upp úr í danska fjölmiðlinum Tipsbladet.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Gylfa en hann mætti á æfingu hjá Bestu deildar liði Vals fyrr í sumar og hefur verið orðaður við nokkur félög, þá helst DC United í Bandaríkjunum og Lyngby í Danmörku.

„Ég veit ekki alveg hvað Gylfi vill gera núna því ég veit að hann hefur verið með Bandaríkin í huga líka. Ég hef talað við hann og hann myndi gjarnan vilja komast aftur í fótboltann,“ segir Hareide sem segir íslenska liðið þurfa á leikmanni eins og Gylfa að halda.

„Það yrði ótrúlega mikilvægt fyrir okkur og Ísland. Við værum að fá frábæran fótboltamann til baka. Það er mikilvægt því við höfum ekki úr svo mörgum að velja.“

Hareide sagðist ennfremur vonast til þess að Gylfi myndi spila í Danmörku.

„Ég myndi persónulega frekar vilja að hann færi til Lyngby. Freyr er þar og það eru fleiri íslenskir leikmenn í Danmörku. Það er gott fyrir mig að geta verið nálægt þeim,“


Tengdar fréttir

„Verst bara að Gylfi sé ekki kominn“

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir leik þess við Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Verst sé að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki á meðal andstæðinga kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×