Tugir slasaðir í sprengingu í rússneskri verksmiðju Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 12:20 Reykur stígur upp frá athafnasvæði Zargorsk-verksmiðjunnar í bænum Sergjev Posad, norðaustur af Moskvu. AP Mikil sprenging varð á athafnasvæði verksmiðju sem framleiðir sjóntæki fyrir rússneska herinn nærri Moskvu í dag. Á fimmta tug manna eru slasaðir, þar af sex alvarlega. Orsakir sprengingarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Sprengingin varð í vöruhúsi þar sem flugeldar voru geymdir á athafnasvæði Zagorsk-verksmiðjunnar, um 65 kílómetra norðaustur af Moskvu í dag. Rúður í nærliggjandi íbúðarblokkum splundruðust við hvellinn og svæðið í kring var rýmt. Fjörutíu og fimm slösuðust í sprengingunni, að sögn Andrei Vorobjov, ríkisstjóra Moskvuhéraðs. AP-fréttastofan segir að verksmiðjan framleiði meðal annars ýmis konar sjóntæki sem rússneskar öryggissveitir nota. Vorobjov neitaði því og fullyrti að verksmiðjan framleiddi aðallega flugelda. Á vefsíðu fyrirtækisins er þó fullyrt að það framleiði enn sjóntæki. A powerful explosion in Sergiyev Posad, a city in the Moscow region, has left up to 38 people injured, say local officials. https://t.co/rxUSQxgzbx pic.twitter.com/mgUxETWPS9— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) August 9, 2023 Rússneskir embættismenn fullyrtu fyrr í dag að loftvarnarkerfi landsins hefði skotið niður tvo dróna sem stefndu á Moskvu í nótt. Héldu þeir því fram að Úkraínumenn hefðu sent þá til þess að gera árás á rússnesku höfuðborgina. Úkraínumenn tjáðu sig ekki um ásakanir Rússa en þeir hafa hvorki viljað staðfesta né hafna að þeir hafi staðið að sambærilegum drónaferðum yfir Rússlandi á undanförnum vikum. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússnesku TASS-ríkisfréttastofunni að viðbragðsaðilar telji ekki að sprengingin í Zagorsk-verksmiðjunni hafi orðið að völdum úkraínsks dróna. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sprengingin varð í vöruhúsi þar sem flugeldar voru geymdir á athafnasvæði Zagorsk-verksmiðjunnar, um 65 kílómetra norðaustur af Moskvu í dag. Rúður í nærliggjandi íbúðarblokkum splundruðust við hvellinn og svæðið í kring var rýmt. Fjörutíu og fimm slösuðust í sprengingunni, að sögn Andrei Vorobjov, ríkisstjóra Moskvuhéraðs. AP-fréttastofan segir að verksmiðjan framleiði meðal annars ýmis konar sjóntæki sem rússneskar öryggissveitir nota. Vorobjov neitaði því og fullyrti að verksmiðjan framleiddi aðallega flugelda. Á vefsíðu fyrirtækisins er þó fullyrt að það framleiði enn sjóntæki. A powerful explosion in Sergiyev Posad, a city in the Moscow region, has left up to 38 people injured, say local officials. https://t.co/rxUSQxgzbx pic.twitter.com/mgUxETWPS9— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) August 9, 2023 Rússneskir embættismenn fullyrtu fyrr í dag að loftvarnarkerfi landsins hefði skotið niður tvo dróna sem stefndu á Moskvu í nótt. Héldu þeir því fram að Úkraínumenn hefðu sent þá til þess að gera árás á rússnesku höfuðborgina. Úkraínumenn tjáðu sig ekki um ásakanir Rússa en þeir hafa hvorki viljað staðfesta né hafna að þeir hafi staðið að sambærilegum drónaferðum yfir Rússlandi á undanförnum vikum. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússnesku TASS-ríkisfréttastofunni að viðbragðsaðilar telji ekki að sprengingin í Zagorsk-verksmiðjunni hafi orðið að völdum úkraínsks dróna.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira