Fótbolti

Coventry úr leik í deildarbikarnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr leik Coventry og Luton á síðasta tímabili
Úr leik Coventry og Luton á síðasta tímabili Barrington Coombs/Getty Images

Fyrsta umferð enska deildarbikarins, Carabao Cup, hélt áfram í kvöld og bar þar helst til tíðinda að 3. deildarlið Wimbledon sló 1. deildarlið Coventry út í dramatískum leik þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Stuðingsmenn Coventry hefja tímabilið í ár því á sömu nótum og þeir kláruðu það síðasta vor - með sárum vonbrigðum. Liðið var hársbreidd frá því að vinna sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor en sat eftir með sárt ennið eftir umspil við Luton. 

Deildarbikarinn í Englandi hefur ekki alltaf verið sérlega hátt skrifaður af úrvalsdeildarliðunum sem hafa oftar en ekki leyft minni spámönnum að spreyta sig í þessari keppni. Stóru liðin enda þó oftast á að vinna bikarinn og hafa Manchester liðin tvö að mestu einokað titilinn síðustu ár.

Úrslit kvöldsins

Burton A - Leicester 0-2

Bristol City - Oxford Utd 5-1

Cardiff - Colchester 2-2 (Cardiff vann 3-0 í vítaspyrnukeppni)

Ipswich - Bristol Rovers 2-0

Leeds - Shrewsbury 2-1

Wimbledon - Coventry 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×