„Alhreingerning í sálarlífinu“ Dáleiðsluskóli Íslands 11. ágúst 2023 09:53 Þær Aldís Arna Tryggvadóttir og Ragnheiður Kristín Björnsdóttir eru sérfæðingar í Hugrænni endurforritun og klínískri dáleiðslumeðferð. Mynd/Vilhelm Aldís ArnaTryggvadóttir og Ragnheiður Kristín Björnsdóttir hafa áralanga reynslu af vinnu við meðferðir og mannrækt og í vor útskrifuðust þær frá Dáleiðsluskóla Íslands eftir framhaldsnám í Hugrænni endurforritun. Mannrækt í fullu starfi Hvaða reynslu höfðuð þið fyrir námið í Hugrænni endurforritun? Ragnheiður: „Ég starfa hjá Lausninni fjölskyldu -og áfallamiðstöð í Reykjavík og á Selfossi og er í hlutastarfi hjá Geðheilsuteymi HSU, Selfossi. Ég er fjölskyldufræðingur og hjúkrunarfræðingur og hef sérhæft mig í parameðferð dr. Susan M. Johnson. Einnig hef ég lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM og er með viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu á heilbrigðissviði og í heilsugæsluhjúkrun ásamt fjölda námskeiða er nýtast í störfum mínum. Ég starfa mest með pörum, en einnig með einstaklingum og fjölskyldum.“ Aldís Arna:„Ég starfa hjá Heilsuvernd og Streituskólanum sem streituráðgjafi, samskiptaráðgjafi, markþjálfi einstaklinga, hjóna, fjölskyldna og teyma, flyt fyrirlestra og sé um fræðslu og vinnustofur um streitu- og vellíðunarstjórnun, hamingju, tilgang, markmiðasetningu, samskipti o.fl. Ég er auk þess í Viðbragðs- og áfallateymi Rauða krossins, og hef kennt markþjálfun hjá Evolvia og verið í faghópi markþjálfunar hjá Stjórnvísi.“ Aldís Arna starfar hjá Heilsuvernd og Streituskólanum sem streituráðgjafi, markþjálfi, samskiptaráðgjafi, heilari og fyrirlesari. Hugræn endurforritun er bylting í meðferðarstarfi Hverju breytir námið í Hugrænni endurforritun fyrir ykkur ? Aldís Arna: „Ég lærði markþjálfun og fann að hjartað tók kipp – ég var á hárréttum stað. Núna er ég með PCC vottun sem fagmarkþjálfi (e. Professional Certified Coach), þ.e. alþjóðlega vottun sem fagmarkþjálfi frá ICF (e. International Coaching Federation – the Gold Standard in Coaching). Hugræn endurforritun er svo hreinlega bylting í meðferðarstarfi. Í rauninni erum við öll alltaf á leiðinni ,,heim” til okkar – í sáttina. Að leitast við að vera sátt við okkur sjálf, tilfinningar okkar, sjálfsmynd, ákvarðanir, fortíð, nútíð og framtíð, samskipti, líðan, hegðun, eðli og umhverfi. Oft tekur þessi vinna ár eða áratugi og því er ótrúlega gefandi að heyra frá skjólstæðingum mínum að þeir hafi náð markmiðum sínum að fullu eftir eitt eða örfá skipti í Hugrænni endurforritun.“ Ragnheiður: „Mér hefur gengið mjög vel í starfi og eftir grunnnám í dáleiðslu 2016 hef ég notað hana þar sem það á við. Meðferðardáleiðsla er dásamlegt verkfæri sem nýtist m.a. til þess að róa, sefa, draga úr streitu og kvíða, efla von og breyta venjum og vinna á fóbíum Hugræn endurforritun er unnin í dáleiðsluástandi. Meðferðin byggir á meðferðum sálfræðinga og geðlækna sem kynntar hafa verið á nokkrum undanförnum árum. Með henni er hægt að leysa fjölmörg vandamál á skömmum tíma og í raun leysa fólk úr fjötrum fortíðar.“ Ragnheiður Kristín Björnsdóttir starfar hjá Lausninni fjölskyldu -og áfallamiðstöð í Reykjavík og á Selfossi og er í hlutastarfi hjá Geðheilsuteymi HSU, Selfossi. Hún er hjúkrunarfræðingur, hefur lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM og hefur sérhæft sig í parameðferð dr. Susan M. Johnson. Mælanlegur og varanlegur árangur Hver er árangurinn af Hugrænni endurforritun ? Ragnheiður: „Skjólstæðingar mínir, sem telja á annan tug, sl. tvo mánuði, sem þegar hafa farið í gegnum 1-3 skipti hafa tjáð sig um mikinn létti strax eftir fyrsta tímann. Árangurinn kemur fljótlega í ljós þar sem skjólstæðingar fylla út eftirfylgniblað eftir hvern tíma sem gerir þeim sem veitir dáleiðslumeðferðina tækifæri á að fylgjast með breytingum á líðan og meta árangur.“ Aldís Arna: „Einn skjólstæðinga minna hafði byrgt inni tilfinningar í þrjá áratugi, borið harm sinn í hljóði og farið áfram á hnefanum. Hann sóttist eftir dýpstu tegund dáleiðslu, þeirri sem við lærum í framhaldsnáminu í Dáleiðsluskóla Íslands og Ingibergur Þorkelsson samdi: Hugrænni endurforritun, til þess að losna undan ofsakvíða sem sótti reglulega á hann og var truflandi. Hann losnaði alfarið við kvíðann og fann ekki lengur fyrir þeirri tilfinningu. Það get ég fullyrt þar sem við förum einnig fram í tímann og aftur inn í aðstæður til þess að fullvissa okkur um að tilfinningin sem var hamlandi og óþörf sé með öllu væri farin. Til þess að mæla árangur skjólstæðinga biðjum alla þá sem koma í Hugræna endurforritun til okkar að fylla út matsblað fyrir og eftir meðferðina og síðan einnig nokkrum mánuðum og jafnvel árum eftir dáleiðslu. Yfirleitt er vandinn sem unnið var með horfinn að fullu en ef ekki þá einfaldlega kemur viðkomandi aftur og við losum um þær neikvæðu rætur sem eftir standa. Þetta tekur ekki mörg skipti en hefðbundinn dáleiðslutími er þó lengri en almennt meðferðarviðtal, um 2-4 klst. Einn eiginleiki Hugrænnar endurforritunar er sá að fólk hreinsar yfirleitt meira til í tilfinningalífinu en það lagði upp með. Kona sem kom vegna kvíða hafði einnig borið mikla sorg og eftirsjá í hjarta í tugi ára vegna andláts móður sinnar. Harmur hennar fólst í því að hafa ekki fengið að kveðja mömmu sína og halda í hönd hennar síðustu mínútur lífs hennar. Minningin hrannast upp óvænt í meðferðinni og hún brotnar saman af sorg. Ég bauð henni að kveðja móður sína í dáleiðslunni og það gerði hún. Stundin var svo falleg og einlæg. Allt í einu breyttist andlit hennar úr trega og tárum í værð og vinsemd. Síðar sagði hún: ,,Hún fór aldrei frá mér’’. Ég fékk gæsahúð og fylltist lotningu. Augnablik sem þessi eru ástæða þess að ég hef ástríðu fyrir starfi mínu sem dáleiðandi. Hugræn endurforritun tekur á rót vandans og rífur illgresið upp með rótum. Illgresi í þeirri merkingu að við burðumst oft með fastar tilfinningar sem hamla okkur og hindra í að lifa lífinu í gleði, hamingju og sátt. Þetta eru tilfinningar eins og kvíði, þunglyndi, höfnun, reiði, sorg, gremja og fleira. Ergo: Óþægilegar tilfinningar sem eru löngu liðnar og takmarka vellíðan okkar og velgengni.“ Ragnheiður Kristín Björnsdóttir. Mynd/Christine Gísla. Ótrúlega margt sem hægt er að bæta í Hugrænni endurforritun Hvað er hægt að vinna með í Hugrænni endurforritun? Ragnheiður: „Hver kannast ekki við neikvæðar og niðurbrjótandi hugsanir sem koma óboðnar og óvænt upp í hugann? Stundum eru þetta það sem við köllum í dáleiðslunni „afrit“. Stundum hefur foreldri, kennari, samnemendur eða samferðafólk sagt eitthvað við okkur af ónærgætni eða til að meiða t.d. í barnæsku. Þegar svo þessu linnir þá erum við jafnvel farin að trúa því að við séum svona ómöguleg og sjálfsmyndin hefur jafnvel mótast samkvæmt þessum upplýsingum. Ef eitthvað hefur verið sagt nógu oft eða nógu lengi við okkur þá má segja að það geti orðið til afrit af því sem sagt var við okkur og svo heldur ofbeldið áfram þegar þessar neikvæðu raddir fara í gang. Dáleiðarinn aðstoðar dáleiðsluþegann við að komast í djúpa slökun með dáleiðsluinnleiðingu og við það verður greiður aðgangur að undirvitundinni en henni má líkja við skjalahirslu sem hefur vistað allar upplýsingar um viðkomandi frá upphafi. Dáleiðsluþeginn fær aðstoð við að tengjast sínum innri styrk/innsæi. Vinnan felst m.a. í að aðstoða dáleiðsluþegann við að losna við neikvæðar tilfinningarnar tengdar erfiðum minningum og áföllum. Einnig er unnið með fastar hamlandi tilfinningar sem hafa takmarkað getu einstaklinga til þess að blómsta, unnið með skömmina, þöggunina og áhrif áfalla á líkamann. Ég vil taka það fram að einstaklingurinn þarf ekki að endurlifa þessar neikvæðu minningar. Hann getur farið beint í að eyða tilfinningunni sem tengist minningunni sem kemur upp. Að lokum eru persónuþættirnir sem hafa skipst á að vera viðkomandi skoðaðir. Við þekkjum öll að eiga okkur mismunandi hliðar að haga okkur mismunandi eftir aðstæðum. Í Hugrænni endurforritun köllum við þessar mismunandi hliðar persónuþætti. Er þá átt við að persónuleikinn sé ofinn mörgum þáttum, eins og kaðall. Sumum persónuþáttanna líður vel en öðrum illa og við hjálpum þeim persónuþáttum sem líður illa að skipta um hlutverk og að líða betur. Stundum búum við yfir þáttum eða eiginleikum sem ættu oftar að vera við stjórnina heldur en þáttur sem er síður til þess fallinn og þá þarf að hjálpa þeim þætti að komast að. Ég veit að fyrir suma hljómar þetta undarlega. Ég er sjálf gagnrýnin að eðlisfari en jafnframt forvitin og fróðleiksfús og þarf að prófa og sannfærast sjálf um að eitthvað virki. Ég verð að segja að ég er bæði glöð og gáttuð á því hversu vel þessi aðferð er að virka. Ingibergur Þorkelsson skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands á hrós skilið fyrir að hafa sett saman þessa áhrifaríku meðferð, Hugræna endurforritun, sem þegar hefur sannað gildi sitt. Fólk kemur af ýmsum ástæðum, þeir sem hafa komið til mín hafa m.a. komið til að vinna með áföll, lélegt sjálfsmat, erfið samskipti. Skjólstæðingar mínir hafa m.a. sagt að þeir finni fyrir breytingu strax eftir fyrsta tíma, þeir finni fyrir létti, séu hamingjusamari, eigi auðveldara með samskipti við aðra, að það gangi betur að höndla erfiðar aðstæður, finni meiri ró, gleði. Geti nú farið inn í minningar og aðstæður án þess að finna fyrir vanlíðan og/eða skömm. Ég mæli heilshugar með grunnnámskeiðinu og framhaldsnáminu í Hugrænni endurforritun sem Dáleiðsluskóli Íslands býður uppá. Námið var krefjandi en um leið skemmtilegt og vel að því staðið. Hópurinn í framhaldsnáminu samanstóð af einstaklega áhugaverðu og skemmtilegu fólki.“ Aldís Arna: „Ég byrjaði strax að dáleiða eftir grunnnámið í fyrra, keypti mér stól til að bjóða upp á dáleiðslu í Heilsuvernd og í aðstöðu minni heima á Hvanneyri. Árangurinn lét ekki á sér standa og ég var í rauninni hálf hissa yfir því hversu vel það gekk að dáleiða. Því þakka ég sérstaklega þeirri góðu og faglegu kennslu sem við fengum hjá Ingibergi og kennurum Dáleiðsluskóla Íslands. Þau eru fagmenn fram í fingurgóma og námið gerði ríkar kröfur til okkar um fagmennsku, þekkingu og hæfni. Við byrjuðum stífar æfingar á fyrsta námsdegi og æfðum okkur mikið á milli lota auk þess sem við lásum gagnlegt efni og þurftum að standast skriflegt og verklegt próf.“ Mér eru minnisstæðar nokkrar sögur dáleiðsluþega minna: ,,Ég er ekki búinn að drekka einn einasta sopa og er að fatta það fyrst núna!’’ Einn skjólstæðinga minna hafði ekki stjórn á áfengisdrykkju. Hann er í alla staði frambærilegur og flottur maður sem stundar vel sína vinnu og lætur gott af sér leiða í samfélaginu. Á kvöldin var hann þó einmana og sótti í sopann. Hann réði ekki við drykkjuna og afleiðingar hennar. Í dáleiðslunni unnum við með áfengisfíknina og sjálfsmyndina á sama tíma með ávinnings leiðinni svokölluðu. Hann vaknaði sem nýr maður en ég sagði honum að fara heim að leggja sig, ekki tala við neinn fyrr en daginn eftir, skrifa skrifa niður upplifun sína af dáleiðslunni meðan hún væri í fersku minni en að öðru leyti leyfa dáleiðslunni að vinna vinnuna sína – að breyta rótgrónu hegðunar- og fíknimynstri í frelsi frá áfengi og lélegri sjálfsmynd. Tveimur vikum síðar heyrðumst við og hann sagðist hvorki hafa fengið sér né keypt sér vín síðan hann kom í dáleiðslu og að hann ,,væri fyrst að fatta það núna (í símtalinu)”. Þarna lærði ég sjálf dýrmæta lexíu um dáleiðslu: Úrvinnslan er áreynslulítil í kjölfarið. Allt í einu er það ekki lengur inni í myndinni að haga sér með fyrri hætti eða sækja í ákveðna fíkn lengur. Fíknin er einfaldlega farin sem og þörfin og venjan sem fíkninni fylgdi. Það var sem hann tæki ekki lengur eftir áfengi frekar en ljósastaurunum á götunum og því hafði áfengið ekki lengur truflandi áhrif á tilvist hans. Út með sykur og koffín! Til mín kom kona í tvígang. Í fyrra skiptið vildi hún léttast, komast í betra form, lifa heilbrigðum lífsstíl og losna alveg undan sykur- og koffeinfíkn. Hún kom til mín í nóvember, rétt fyrir jólahátíðina með tilheyrandi sætindum, svo ég hugsaði að þetta yrði áskorun. Fjórum mánuðum síðar heyrðumst við og hún hafði hvorki snert sælgæti, kaffi né kók og óvelkomnu aukakílóin sem við konur sérstaklega eigum oft í baráttu við voru farin. Hún var full af orku og fjöri, hausverkurinn og vöðvabólgan farin. Það besta er að hún hafði ekkert fyrir þessu. Við tókum sykur- og kaffifíknina einfaldlega út, settum inn nýrri og betri venjur í staðinn og leyfðum henni að upplifa hvernig það væri að vera frjáls með eftirávirkum dástikum (dástika er þýðing á hugtakinu „hypnotic suggestion“). Í síðara skiptið vildi hún vinna á höfnunartilfinningu sem hafði fylgt henni frá barnæsku. Þessi tilfinning að vera aldrei nóg og að túlka sér í óhag í samskiptum við minnsta samstuð. Við fórum í rólegheitunum einnig í gegnum þessa vondu tilfinningu uns hún hafði liðið hjá og konan fengið frelsi frá höfnunartilfinningunni. Aldís Arna Tryggvadóttir. Persónuleg reynsla af dáleiðslu „Tvö barna okkar mannsins mína eru langveik og það var löngum mikið álag á heimilinu með börnin. Eftir að ég átti fjórða barnið hrundi heilsan mín og ég örmagnaðist – greindist með sjúklega streitu (e. exhaustion disorder). Mér fannst það átakanlegt, ég skammaðist mín og stoltið var sært þar sem ég hafði fram til þessa alltaf verið duglega týpan sem getur allt og gerir allt án þess að kveinka sér og kvarta. Þá birgði ég einnig innra með mér áföll sem ég fann að ég þurfti að takast á við og gæti ekki frestað lengur. Ég byrjaði að vinna í mínum málum með frábæru fagfólki og náði góðum árangri. Allt hjálpaðist þetta að og að síðustu þegar ég fór sjálf í dáleiðslu náði ég að loka hringnum og skilja heildarmyndina. Þar til ég fór í dáleiðslu hafði mig vantað að skilja rót hegðunar minnar, hugsana og tilfinningalífs til viðbótar við að meðhöndla birtingarmynd vandans. Við vitum oft hvað við eigum ekki að gera en vitum ekki af hverju við gerum það samt. Til dæmis vitum við vel að við ættum ekki að reykja, borða óhollt, vera meðvirk, fresta hlutum, fara seint að sofa, tala okkur sjálf niður o.s.frv. en við gerum það þó samt gegn betri vitund! Það er vegna þess að undirvitundin stjórnar nánast öllu því sem við hugsum og gerum. Við erum á sjálfstýringu. Ef við ætlum að breyta venjum verðum við að endurstilla undirvitundina, segja henni hvernig hún á að bregðast öðruvísi og betur við þeim triggerum sem eru í umhverfi okkar. Undirvitundin er öflugri en viljastyrkurinn þótt hann geti virkað tímabundið með átaki og erfiðismun. Eitt það gagnlegasta sem ég komst að um sjálfa mig í dáleiðslu var annars vegar rót vandans sem ég glímdi við og hins vegar persónuþáttagreiningin í Hugrænni endurforritun. Undirvitund mín hjálpaði mér að skilja hvaða 14 persónuþættir skiptast á að vera ég. Þannig veit ég að einn þátturinn er mamman Aldís, annar er dáleiðarinn, þriðji markþjálfinn, fjórði eiginkonan, fimmti vinkonan o.s.frv. Ég er ekki sama persónan hvar sem er og hvenær sem er, ekki frekar en annað fólk. Þessi greining gerði mér kleift að skilja betur hvernig ég bregst mismunandi við eftir fólki og aðstæðum. Persónuþáttagreiningin felur einnig í sér að maður skoðar hlutverk persónuþáttanna og getur breytt þeim sem eru til trafala til hins betra, fengið þeim gagnlegra hlutverk. Fyrsti þátturinn minn var ,,mamma’’ en eftir persóunuþáttagreininguna endurskírði ég hann ,,elsku mamma’’ til að minna mig á að sýna mömmunni innra með mér mildi, væntumþykju, kærleika og umburðarlyndi. Annar þáttur var ,,vinkonan’’ Aldís Arna. Svo áttaði ég á mig hversu yndislegar vinkonur ég á, þær eru sannkallaðar engladísir og samband okkar byggir á djúpstæðri virðingu og væntumþykju, sálir okkar tengjast. Því breytti ég nafninu úr ,,vinkonan’’ í ,,Sálusystirin’’ til að endurspegla hlutverk mitt gagnvart vinkonum mínum. Aðra fallega stund átti ég með sjálfri mér og dáleiðaranum mínum þegar ég gat farið aftur í tímann og tekið utan um ,,litlu mig’’, þessa sem á stundum hefur vantað var og væntumþykju, skilning og skilyrðislausa ást. Við eigum öll okkar innra barn, hversu gömul sem við erum og óháð kyni. Æskan er mjög mótandi og því felast miklir hagsmunir í að skilja áhrif æsku okkar á persónugerð okkar, líðan, hugsanir og hegðun – það er að þekkja sjálfan sig til þess að geta haldið áfram á beinu brautinni. Í dáleiðslunáminu dró ég lærdóm minn í mannrækt saman í eftirfarandi spakmæli: Mesta viska mannsins er að þekkja sjálfan sig. Mesta gæfa mannsins er að vera sáttur við sjálfan sig. Mesta afrek mannsins er að stuðla að eigin vellíðan og annarra. Ein þeirra venja sem mig langaði að losna við var að ,,borða tilfinningar’’ mínar. Þegar ég var ung, einmana og afskipt leitaði ég í mat til þess að líða betur. Æ, síðan hef ég gert það sama þegar eitthvað bjátar á. Í náminu fórum við djúpt inn í okkar eigin sjálf og þar komst ég að rót vandans. Að ég borðaði stundum óhóflega þegar ég var döpur, þegar ég vildi ekki fá neikvæða athygli frá konum og þegar ég vildi ekki fá jákvæða athygli frá karlmönnum. Þetta er bara eitt þeirra púsla sem ég fann í innri skoðuninni en svo margt annað hefur raðast saman í huga mínum og hjarta.“ Dáleiðsla er alhreingerning í sálarlífinu „Ég líki sjálfsrækt oft við tiltekt í húsi. Stundum gerum við yfirborðshreingerningu en hvert og eitt okkar þarf á einhverjum tímapunkti að eiga sitt innra uppgjör og taka til í öllu húsinu til þess að geta hafið nýtt og betra líf. Í því felst að við þurfum líka að taka til í skúffunum, bak við húsgögnin, í skúmaskotunum og undir mottunum. Mér finnst því gott að líkja dáleiðsluferlinu við alhreingerningu í sálarlífinu. Þannig mætti segja að svefnherbergið tákni sjálfið og sjálfsmyndina, og að þegar við tökum til í svefnherberginu séumvið að taka til í okkur sjálfum. Barnaherbergið tákni samskiptin við börnin, og við þá tiltekt skoðum við hvað þarf að laga í foreldrahlutverkinu. Vinnuherbergið tákni atvinnuna okkar og hvernig megi ná vellíðan og velgengni í starfi. Hjónaherbergið tákni hjónabandið eða samband okkar við makann. Geymslan tákn föstu tilfinningarnar og minningarnar sem við viljum ekki endilega horfast í augu við en fara ekki út úr geymslunni nema ,,taka til’’ í henni. Eldhúsið tákni þá næringu sem ég þarf sem manneskja til að geta lifað í sátt og bílskúrinn táknar verkfærin sem ég hef úr að velja til að ferðast á milli staða og tímabila í lífi mínu, komast af einum stað yfir á annan t.d. með því að nýta verkfæri dáleiðslu, markþjálfunar, sálfræði o.s.frv. Það er grunnþörf sérhverrar manneskju að vaxa, þroskast og læra eitthvað nýtt með því að ögra sér á einn eða annan hátt. Núna hef ég enn eitt verkfærið til þess að vinna með, dáleiðsluna. Dáleiðslan hjálpar okkur að vita hver við erum, af hverju og hverju þarf að breyta til að geta vaxið sem manneskjur. Dáleiðslan gerir okkur kleift að hreinsa það vel til að við getum lagt af stað í nýja vegferð léttari á sál og líkama þar sem losað hefur verið um kvíða, streitu, þunglyndi, vanlíðan, vondar venjur, fíkn, fælni (e. fobia) og annan vandræðagang. Hversu dýrmætt er það? Margar aðrar mannræktaraðferðir gagnast við tiltekt í sálarlífinu en það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Hver og einn verður að finna sína leið. Persónulega finnst mér ákjósanlegast að velja mismunandi aðferðir eftir því hvert viðfangsefnið er. Flestir koma í dáleiðslu þegar þeir eru búnir að prófa allt annað en ég hvet fólk til að prófa þessa leið fyrr þar sem hún gerir fólki gott og við viljum bara gera fólki gott. Sumum dugar að koma í markþjálfun og fá hvatningu út í lífið til að ná tilteknum markmiðum en aðrir búa við djúpstæðari vanda sem ákjósanlegt er að vinna á og/eða uppræta með dáleiðslu. Hugræn endurforritun hefur sannað gildi sitt og hjálpað mér að styðja fjölda manns í að líða vel og ganga vel. Einkum með því að stuðla að auknu sjálfstrausti, minnka kvíða, streitu og vanlíðan hvers konar, minnka matarlyst, auka hreyfiþörf og bæta heilbrigðan lífsstíl, svefn og samskipti, fyrirgefa þeim sem gerðu á hlut viðkomandi, hlusta á innsæið og hjartað, vita hvað sé rétt að gera í aðstæðum og framtíðinni.“ Félag þeirra sem eru sérfræðingar í Hugrænni endurforritun og klínískri dáleiðslu telur nú 55 félaga: Heimasíðan er www.kvíðalaus.is. Þar er hægt að kynna sér meðferðina betur og komast í samband við þau sem bjóða meðferð með Hugrænni endurforritun. Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 6. september 2024. Hægt er að bóka sig á daleidsla.is. Heilsa Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Aldís ArnaTryggvadóttir og Ragnheiður Kristín Björnsdóttir hafa áralanga reynslu af vinnu við meðferðir og mannrækt og í vor útskrifuðust þær frá Dáleiðsluskóla Íslands eftir framhaldsnám í Hugrænni endurforritun. Mannrækt í fullu starfi Hvaða reynslu höfðuð þið fyrir námið í Hugrænni endurforritun? Ragnheiður: „Ég starfa hjá Lausninni fjölskyldu -og áfallamiðstöð í Reykjavík og á Selfossi og er í hlutastarfi hjá Geðheilsuteymi HSU, Selfossi. Ég er fjölskyldufræðingur og hjúkrunarfræðingur og hef sérhæft mig í parameðferð dr. Susan M. Johnson. Einnig hef ég lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM og er með viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu á heilbrigðissviði og í heilsugæsluhjúkrun ásamt fjölda námskeiða er nýtast í störfum mínum. Ég starfa mest með pörum, en einnig með einstaklingum og fjölskyldum.“ Aldís Arna:„Ég starfa hjá Heilsuvernd og Streituskólanum sem streituráðgjafi, samskiptaráðgjafi, markþjálfi einstaklinga, hjóna, fjölskyldna og teyma, flyt fyrirlestra og sé um fræðslu og vinnustofur um streitu- og vellíðunarstjórnun, hamingju, tilgang, markmiðasetningu, samskipti o.fl. Ég er auk þess í Viðbragðs- og áfallateymi Rauða krossins, og hef kennt markþjálfun hjá Evolvia og verið í faghópi markþjálfunar hjá Stjórnvísi.“ Aldís Arna starfar hjá Heilsuvernd og Streituskólanum sem streituráðgjafi, markþjálfi, samskiptaráðgjafi, heilari og fyrirlesari. Hugræn endurforritun er bylting í meðferðarstarfi Hverju breytir námið í Hugrænni endurforritun fyrir ykkur ? Aldís Arna: „Ég lærði markþjálfun og fann að hjartað tók kipp – ég var á hárréttum stað. Núna er ég með PCC vottun sem fagmarkþjálfi (e. Professional Certified Coach), þ.e. alþjóðlega vottun sem fagmarkþjálfi frá ICF (e. International Coaching Federation – the Gold Standard in Coaching). Hugræn endurforritun er svo hreinlega bylting í meðferðarstarfi. Í rauninni erum við öll alltaf á leiðinni ,,heim” til okkar – í sáttina. Að leitast við að vera sátt við okkur sjálf, tilfinningar okkar, sjálfsmynd, ákvarðanir, fortíð, nútíð og framtíð, samskipti, líðan, hegðun, eðli og umhverfi. Oft tekur þessi vinna ár eða áratugi og því er ótrúlega gefandi að heyra frá skjólstæðingum mínum að þeir hafi náð markmiðum sínum að fullu eftir eitt eða örfá skipti í Hugrænni endurforritun.“ Ragnheiður: „Mér hefur gengið mjög vel í starfi og eftir grunnnám í dáleiðslu 2016 hef ég notað hana þar sem það á við. Meðferðardáleiðsla er dásamlegt verkfæri sem nýtist m.a. til þess að róa, sefa, draga úr streitu og kvíða, efla von og breyta venjum og vinna á fóbíum Hugræn endurforritun er unnin í dáleiðsluástandi. Meðferðin byggir á meðferðum sálfræðinga og geðlækna sem kynntar hafa verið á nokkrum undanförnum árum. Með henni er hægt að leysa fjölmörg vandamál á skömmum tíma og í raun leysa fólk úr fjötrum fortíðar.“ Ragnheiður Kristín Björnsdóttir starfar hjá Lausninni fjölskyldu -og áfallamiðstöð í Reykjavík og á Selfossi og er í hlutastarfi hjá Geðheilsuteymi HSU, Selfossi. Hún er hjúkrunarfræðingur, hefur lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM og hefur sérhæft sig í parameðferð dr. Susan M. Johnson. Mælanlegur og varanlegur árangur Hver er árangurinn af Hugrænni endurforritun ? Ragnheiður: „Skjólstæðingar mínir, sem telja á annan tug, sl. tvo mánuði, sem þegar hafa farið í gegnum 1-3 skipti hafa tjáð sig um mikinn létti strax eftir fyrsta tímann. Árangurinn kemur fljótlega í ljós þar sem skjólstæðingar fylla út eftirfylgniblað eftir hvern tíma sem gerir þeim sem veitir dáleiðslumeðferðina tækifæri á að fylgjast með breytingum á líðan og meta árangur.“ Aldís Arna: „Einn skjólstæðinga minna hafði byrgt inni tilfinningar í þrjá áratugi, borið harm sinn í hljóði og farið áfram á hnefanum. Hann sóttist eftir dýpstu tegund dáleiðslu, þeirri sem við lærum í framhaldsnáminu í Dáleiðsluskóla Íslands og Ingibergur Þorkelsson samdi: Hugrænni endurforritun, til þess að losna undan ofsakvíða sem sótti reglulega á hann og var truflandi. Hann losnaði alfarið við kvíðann og fann ekki lengur fyrir þeirri tilfinningu. Það get ég fullyrt þar sem við förum einnig fram í tímann og aftur inn í aðstæður til þess að fullvissa okkur um að tilfinningin sem var hamlandi og óþörf sé með öllu væri farin. Til þess að mæla árangur skjólstæðinga biðjum alla þá sem koma í Hugræna endurforritun til okkar að fylla út matsblað fyrir og eftir meðferðina og síðan einnig nokkrum mánuðum og jafnvel árum eftir dáleiðslu. Yfirleitt er vandinn sem unnið var með horfinn að fullu en ef ekki þá einfaldlega kemur viðkomandi aftur og við losum um þær neikvæðu rætur sem eftir standa. Þetta tekur ekki mörg skipti en hefðbundinn dáleiðslutími er þó lengri en almennt meðferðarviðtal, um 2-4 klst. Einn eiginleiki Hugrænnar endurforritunar er sá að fólk hreinsar yfirleitt meira til í tilfinningalífinu en það lagði upp með. Kona sem kom vegna kvíða hafði einnig borið mikla sorg og eftirsjá í hjarta í tugi ára vegna andláts móður sinnar. Harmur hennar fólst í því að hafa ekki fengið að kveðja mömmu sína og halda í hönd hennar síðustu mínútur lífs hennar. Minningin hrannast upp óvænt í meðferðinni og hún brotnar saman af sorg. Ég bauð henni að kveðja móður sína í dáleiðslunni og það gerði hún. Stundin var svo falleg og einlæg. Allt í einu breyttist andlit hennar úr trega og tárum í værð og vinsemd. Síðar sagði hún: ,,Hún fór aldrei frá mér’’. Ég fékk gæsahúð og fylltist lotningu. Augnablik sem þessi eru ástæða þess að ég hef ástríðu fyrir starfi mínu sem dáleiðandi. Hugræn endurforritun tekur á rót vandans og rífur illgresið upp með rótum. Illgresi í þeirri merkingu að við burðumst oft með fastar tilfinningar sem hamla okkur og hindra í að lifa lífinu í gleði, hamingju og sátt. Þetta eru tilfinningar eins og kvíði, þunglyndi, höfnun, reiði, sorg, gremja og fleira. Ergo: Óþægilegar tilfinningar sem eru löngu liðnar og takmarka vellíðan okkar og velgengni.“ Ragnheiður Kristín Björnsdóttir. Mynd/Christine Gísla. Ótrúlega margt sem hægt er að bæta í Hugrænni endurforritun Hvað er hægt að vinna með í Hugrænni endurforritun? Ragnheiður: „Hver kannast ekki við neikvæðar og niðurbrjótandi hugsanir sem koma óboðnar og óvænt upp í hugann? Stundum eru þetta það sem við köllum í dáleiðslunni „afrit“. Stundum hefur foreldri, kennari, samnemendur eða samferðafólk sagt eitthvað við okkur af ónærgætni eða til að meiða t.d. í barnæsku. Þegar svo þessu linnir þá erum við jafnvel farin að trúa því að við séum svona ómöguleg og sjálfsmyndin hefur jafnvel mótast samkvæmt þessum upplýsingum. Ef eitthvað hefur verið sagt nógu oft eða nógu lengi við okkur þá má segja að það geti orðið til afrit af því sem sagt var við okkur og svo heldur ofbeldið áfram þegar þessar neikvæðu raddir fara í gang. Dáleiðarinn aðstoðar dáleiðsluþegann við að komast í djúpa slökun með dáleiðsluinnleiðingu og við það verður greiður aðgangur að undirvitundinni en henni má líkja við skjalahirslu sem hefur vistað allar upplýsingar um viðkomandi frá upphafi. Dáleiðsluþeginn fær aðstoð við að tengjast sínum innri styrk/innsæi. Vinnan felst m.a. í að aðstoða dáleiðsluþegann við að losna við neikvæðar tilfinningarnar tengdar erfiðum minningum og áföllum. Einnig er unnið með fastar hamlandi tilfinningar sem hafa takmarkað getu einstaklinga til þess að blómsta, unnið með skömmina, þöggunina og áhrif áfalla á líkamann. Ég vil taka það fram að einstaklingurinn þarf ekki að endurlifa þessar neikvæðu minningar. Hann getur farið beint í að eyða tilfinningunni sem tengist minningunni sem kemur upp. Að lokum eru persónuþættirnir sem hafa skipst á að vera viðkomandi skoðaðir. Við þekkjum öll að eiga okkur mismunandi hliðar að haga okkur mismunandi eftir aðstæðum. Í Hugrænni endurforritun köllum við þessar mismunandi hliðar persónuþætti. Er þá átt við að persónuleikinn sé ofinn mörgum þáttum, eins og kaðall. Sumum persónuþáttanna líður vel en öðrum illa og við hjálpum þeim persónuþáttum sem líður illa að skipta um hlutverk og að líða betur. Stundum búum við yfir þáttum eða eiginleikum sem ættu oftar að vera við stjórnina heldur en þáttur sem er síður til þess fallinn og þá þarf að hjálpa þeim þætti að komast að. Ég veit að fyrir suma hljómar þetta undarlega. Ég er sjálf gagnrýnin að eðlisfari en jafnframt forvitin og fróðleiksfús og þarf að prófa og sannfærast sjálf um að eitthvað virki. Ég verð að segja að ég er bæði glöð og gáttuð á því hversu vel þessi aðferð er að virka. Ingibergur Þorkelsson skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands á hrós skilið fyrir að hafa sett saman þessa áhrifaríku meðferð, Hugræna endurforritun, sem þegar hefur sannað gildi sitt. Fólk kemur af ýmsum ástæðum, þeir sem hafa komið til mín hafa m.a. komið til að vinna með áföll, lélegt sjálfsmat, erfið samskipti. Skjólstæðingar mínir hafa m.a. sagt að þeir finni fyrir breytingu strax eftir fyrsta tíma, þeir finni fyrir létti, séu hamingjusamari, eigi auðveldara með samskipti við aðra, að það gangi betur að höndla erfiðar aðstæður, finni meiri ró, gleði. Geti nú farið inn í minningar og aðstæður án þess að finna fyrir vanlíðan og/eða skömm. Ég mæli heilshugar með grunnnámskeiðinu og framhaldsnáminu í Hugrænni endurforritun sem Dáleiðsluskóli Íslands býður uppá. Námið var krefjandi en um leið skemmtilegt og vel að því staðið. Hópurinn í framhaldsnáminu samanstóð af einstaklega áhugaverðu og skemmtilegu fólki.“ Aldís Arna: „Ég byrjaði strax að dáleiða eftir grunnnámið í fyrra, keypti mér stól til að bjóða upp á dáleiðslu í Heilsuvernd og í aðstöðu minni heima á Hvanneyri. Árangurinn lét ekki á sér standa og ég var í rauninni hálf hissa yfir því hversu vel það gekk að dáleiða. Því þakka ég sérstaklega þeirri góðu og faglegu kennslu sem við fengum hjá Ingibergi og kennurum Dáleiðsluskóla Íslands. Þau eru fagmenn fram í fingurgóma og námið gerði ríkar kröfur til okkar um fagmennsku, þekkingu og hæfni. Við byrjuðum stífar æfingar á fyrsta námsdegi og æfðum okkur mikið á milli lota auk þess sem við lásum gagnlegt efni og þurftum að standast skriflegt og verklegt próf.“ Mér eru minnisstæðar nokkrar sögur dáleiðsluþega minna: ,,Ég er ekki búinn að drekka einn einasta sopa og er að fatta það fyrst núna!’’ Einn skjólstæðinga minna hafði ekki stjórn á áfengisdrykkju. Hann er í alla staði frambærilegur og flottur maður sem stundar vel sína vinnu og lætur gott af sér leiða í samfélaginu. Á kvöldin var hann þó einmana og sótti í sopann. Hann réði ekki við drykkjuna og afleiðingar hennar. Í dáleiðslunni unnum við með áfengisfíknina og sjálfsmyndina á sama tíma með ávinnings leiðinni svokölluðu. Hann vaknaði sem nýr maður en ég sagði honum að fara heim að leggja sig, ekki tala við neinn fyrr en daginn eftir, skrifa skrifa niður upplifun sína af dáleiðslunni meðan hún væri í fersku minni en að öðru leyti leyfa dáleiðslunni að vinna vinnuna sína – að breyta rótgrónu hegðunar- og fíknimynstri í frelsi frá áfengi og lélegri sjálfsmynd. Tveimur vikum síðar heyrðumst við og hann sagðist hvorki hafa fengið sér né keypt sér vín síðan hann kom í dáleiðslu og að hann ,,væri fyrst að fatta það núna (í símtalinu)”. Þarna lærði ég sjálf dýrmæta lexíu um dáleiðslu: Úrvinnslan er áreynslulítil í kjölfarið. Allt í einu er það ekki lengur inni í myndinni að haga sér með fyrri hætti eða sækja í ákveðna fíkn lengur. Fíknin er einfaldlega farin sem og þörfin og venjan sem fíkninni fylgdi. Það var sem hann tæki ekki lengur eftir áfengi frekar en ljósastaurunum á götunum og því hafði áfengið ekki lengur truflandi áhrif á tilvist hans. Út með sykur og koffín! Til mín kom kona í tvígang. Í fyrra skiptið vildi hún léttast, komast í betra form, lifa heilbrigðum lífsstíl og losna alveg undan sykur- og koffeinfíkn. Hún kom til mín í nóvember, rétt fyrir jólahátíðina með tilheyrandi sætindum, svo ég hugsaði að þetta yrði áskorun. Fjórum mánuðum síðar heyrðumst við og hún hafði hvorki snert sælgæti, kaffi né kók og óvelkomnu aukakílóin sem við konur sérstaklega eigum oft í baráttu við voru farin. Hún var full af orku og fjöri, hausverkurinn og vöðvabólgan farin. Það besta er að hún hafði ekkert fyrir þessu. Við tókum sykur- og kaffifíknina einfaldlega út, settum inn nýrri og betri venjur í staðinn og leyfðum henni að upplifa hvernig það væri að vera frjáls með eftirávirkum dástikum (dástika er þýðing á hugtakinu „hypnotic suggestion“). Í síðara skiptið vildi hún vinna á höfnunartilfinningu sem hafði fylgt henni frá barnæsku. Þessi tilfinning að vera aldrei nóg og að túlka sér í óhag í samskiptum við minnsta samstuð. Við fórum í rólegheitunum einnig í gegnum þessa vondu tilfinningu uns hún hafði liðið hjá og konan fengið frelsi frá höfnunartilfinningunni. Aldís Arna Tryggvadóttir. Persónuleg reynsla af dáleiðslu „Tvö barna okkar mannsins mína eru langveik og það var löngum mikið álag á heimilinu með börnin. Eftir að ég átti fjórða barnið hrundi heilsan mín og ég örmagnaðist – greindist með sjúklega streitu (e. exhaustion disorder). Mér fannst það átakanlegt, ég skammaðist mín og stoltið var sært þar sem ég hafði fram til þessa alltaf verið duglega týpan sem getur allt og gerir allt án þess að kveinka sér og kvarta. Þá birgði ég einnig innra með mér áföll sem ég fann að ég þurfti að takast á við og gæti ekki frestað lengur. Ég byrjaði að vinna í mínum málum með frábæru fagfólki og náði góðum árangri. Allt hjálpaðist þetta að og að síðustu þegar ég fór sjálf í dáleiðslu náði ég að loka hringnum og skilja heildarmyndina. Þar til ég fór í dáleiðslu hafði mig vantað að skilja rót hegðunar minnar, hugsana og tilfinningalífs til viðbótar við að meðhöndla birtingarmynd vandans. Við vitum oft hvað við eigum ekki að gera en vitum ekki af hverju við gerum það samt. Til dæmis vitum við vel að við ættum ekki að reykja, borða óhollt, vera meðvirk, fresta hlutum, fara seint að sofa, tala okkur sjálf niður o.s.frv. en við gerum það þó samt gegn betri vitund! Það er vegna þess að undirvitundin stjórnar nánast öllu því sem við hugsum og gerum. Við erum á sjálfstýringu. Ef við ætlum að breyta venjum verðum við að endurstilla undirvitundina, segja henni hvernig hún á að bregðast öðruvísi og betur við þeim triggerum sem eru í umhverfi okkar. Undirvitundin er öflugri en viljastyrkurinn þótt hann geti virkað tímabundið með átaki og erfiðismun. Eitt það gagnlegasta sem ég komst að um sjálfa mig í dáleiðslu var annars vegar rót vandans sem ég glímdi við og hins vegar persónuþáttagreiningin í Hugrænni endurforritun. Undirvitund mín hjálpaði mér að skilja hvaða 14 persónuþættir skiptast á að vera ég. Þannig veit ég að einn þátturinn er mamman Aldís, annar er dáleiðarinn, þriðji markþjálfinn, fjórði eiginkonan, fimmti vinkonan o.s.frv. Ég er ekki sama persónan hvar sem er og hvenær sem er, ekki frekar en annað fólk. Þessi greining gerði mér kleift að skilja betur hvernig ég bregst mismunandi við eftir fólki og aðstæðum. Persónuþáttagreiningin felur einnig í sér að maður skoðar hlutverk persónuþáttanna og getur breytt þeim sem eru til trafala til hins betra, fengið þeim gagnlegra hlutverk. Fyrsti þátturinn minn var ,,mamma’’ en eftir persóunuþáttagreininguna endurskírði ég hann ,,elsku mamma’’ til að minna mig á að sýna mömmunni innra með mér mildi, væntumþykju, kærleika og umburðarlyndi. Annar þáttur var ,,vinkonan’’ Aldís Arna. Svo áttaði ég á mig hversu yndislegar vinkonur ég á, þær eru sannkallaðar engladísir og samband okkar byggir á djúpstæðri virðingu og væntumþykju, sálir okkar tengjast. Því breytti ég nafninu úr ,,vinkonan’’ í ,,Sálusystirin’’ til að endurspegla hlutverk mitt gagnvart vinkonum mínum. Aðra fallega stund átti ég með sjálfri mér og dáleiðaranum mínum þegar ég gat farið aftur í tímann og tekið utan um ,,litlu mig’’, þessa sem á stundum hefur vantað var og væntumþykju, skilning og skilyrðislausa ást. Við eigum öll okkar innra barn, hversu gömul sem við erum og óháð kyni. Æskan er mjög mótandi og því felast miklir hagsmunir í að skilja áhrif æsku okkar á persónugerð okkar, líðan, hugsanir og hegðun – það er að þekkja sjálfan sig til þess að geta haldið áfram á beinu brautinni. Í dáleiðslunáminu dró ég lærdóm minn í mannrækt saman í eftirfarandi spakmæli: Mesta viska mannsins er að þekkja sjálfan sig. Mesta gæfa mannsins er að vera sáttur við sjálfan sig. Mesta afrek mannsins er að stuðla að eigin vellíðan og annarra. Ein þeirra venja sem mig langaði að losna við var að ,,borða tilfinningar’’ mínar. Þegar ég var ung, einmana og afskipt leitaði ég í mat til þess að líða betur. Æ, síðan hef ég gert það sama þegar eitthvað bjátar á. Í náminu fórum við djúpt inn í okkar eigin sjálf og þar komst ég að rót vandans. Að ég borðaði stundum óhóflega þegar ég var döpur, þegar ég vildi ekki fá neikvæða athygli frá konum og þegar ég vildi ekki fá jákvæða athygli frá karlmönnum. Þetta er bara eitt þeirra púsla sem ég fann í innri skoðuninni en svo margt annað hefur raðast saman í huga mínum og hjarta.“ Dáleiðsla er alhreingerning í sálarlífinu „Ég líki sjálfsrækt oft við tiltekt í húsi. Stundum gerum við yfirborðshreingerningu en hvert og eitt okkar þarf á einhverjum tímapunkti að eiga sitt innra uppgjör og taka til í öllu húsinu til þess að geta hafið nýtt og betra líf. Í því felst að við þurfum líka að taka til í skúffunum, bak við húsgögnin, í skúmaskotunum og undir mottunum. Mér finnst því gott að líkja dáleiðsluferlinu við alhreingerningu í sálarlífinu. Þannig mætti segja að svefnherbergið tákni sjálfið og sjálfsmyndina, og að þegar við tökum til í svefnherberginu séumvið að taka til í okkur sjálfum. Barnaherbergið tákni samskiptin við börnin, og við þá tiltekt skoðum við hvað þarf að laga í foreldrahlutverkinu. Vinnuherbergið tákni atvinnuna okkar og hvernig megi ná vellíðan og velgengni í starfi. Hjónaherbergið tákni hjónabandið eða samband okkar við makann. Geymslan tákn föstu tilfinningarnar og minningarnar sem við viljum ekki endilega horfast í augu við en fara ekki út úr geymslunni nema ,,taka til’’ í henni. Eldhúsið tákni þá næringu sem ég þarf sem manneskja til að geta lifað í sátt og bílskúrinn táknar verkfærin sem ég hef úr að velja til að ferðast á milli staða og tímabila í lífi mínu, komast af einum stað yfir á annan t.d. með því að nýta verkfæri dáleiðslu, markþjálfunar, sálfræði o.s.frv. Það er grunnþörf sérhverrar manneskju að vaxa, þroskast og læra eitthvað nýtt með því að ögra sér á einn eða annan hátt. Núna hef ég enn eitt verkfærið til þess að vinna með, dáleiðsluna. Dáleiðslan hjálpar okkur að vita hver við erum, af hverju og hverju þarf að breyta til að geta vaxið sem manneskjur. Dáleiðslan gerir okkur kleift að hreinsa það vel til að við getum lagt af stað í nýja vegferð léttari á sál og líkama þar sem losað hefur verið um kvíða, streitu, þunglyndi, vanlíðan, vondar venjur, fíkn, fælni (e. fobia) og annan vandræðagang. Hversu dýrmætt er það? Margar aðrar mannræktaraðferðir gagnast við tiltekt í sálarlífinu en það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Hver og einn verður að finna sína leið. Persónulega finnst mér ákjósanlegast að velja mismunandi aðferðir eftir því hvert viðfangsefnið er. Flestir koma í dáleiðslu þegar þeir eru búnir að prófa allt annað en ég hvet fólk til að prófa þessa leið fyrr þar sem hún gerir fólki gott og við viljum bara gera fólki gott. Sumum dugar að koma í markþjálfun og fá hvatningu út í lífið til að ná tilteknum markmiðum en aðrir búa við djúpstæðari vanda sem ákjósanlegt er að vinna á og/eða uppræta með dáleiðslu. Hugræn endurforritun hefur sannað gildi sitt og hjálpað mér að styðja fjölda manns í að líða vel og ganga vel. Einkum með því að stuðla að auknu sjálfstrausti, minnka kvíða, streitu og vanlíðan hvers konar, minnka matarlyst, auka hreyfiþörf og bæta heilbrigðan lífsstíl, svefn og samskipti, fyrirgefa þeim sem gerðu á hlut viðkomandi, hlusta á innsæið og hjartað, vita hvað sé rétt að gera í aðstæðum og framtíðinni.“ Félag þeirra sem eru sérfræðingar í Hugrænni endurforritun og klínískri dáleiðslu telur nú 55 félaga: Heimasíðan er www.kvíðalaus.is. Þar er hægt að kynna sér meðferðina betur og komast í samband við þau sem bjóða meðferð með Hugrænni endurforritun. Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 6. september 2024. Hægt er að bóka sig á daleidsla.is.
Heilsa Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira