Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. vísir

Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fólk fá aðstoð sé það samstarfsfúst.

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi geti verið lengri en tölur gefi til kynna. Dæmi séu um að foreldrar hafi fengið boð um vistun en séu algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Ólafsfjarðarvegi í nótt. Mikil umferð var á svæðinu.

Þá fáum við að vita hvernig lögregla notaði gervigreindarforrit til að bera kennsl á þjóf og heyrum hvernig gekk á Fiskideginum mikla.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×