Chelsea keypt leikmenn fyrir 132 milljarða síðan Boehly og félagar tóku við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2023 23:31 Nicolas Jackson og Axel Disasi gengur báðir í raðir Chelsea í sumar. Jacques Feeney/Getty Images Þegar kaupin á Moisés Caicedo ganga í gegn hefur enska knattspyrnufélagið Chelsea fest kaup á leikmönnum fyrir einn milljarð Bandaríkjadala, 132 milljarða íslenskra króna, síðan Todd Boehly og Clearlake Capital komu til sögunnar á síðasta ári. Boehly er andlit fjárfestingasjóðsins Clearlake Capital sem festi kaup á Chelsea þegar Roman Abramovich seldi félagið í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Síðan þá má segja að það hafi verið nóg um að vera á skrifstofu félagsins. Gangi kaupin á Caicedo í gegn þá verður hann 23. leikmaðurinn sem félagið kaupir eða fær á láni síðan sumarið 2022. Ekki eru þó allir 23 leikmennirnir enn á mála hjá félaginu en Kalidou Koulibaly var seldur til Sádi-Arabíu, Pierre-Emerick Aubameyang er farinn til Marseille í Frakklandi og João Félix kom á láni en er farinn aftur til Atlético Madríd. Chelsea signing Moisés Caicedo means they ve now spent over $1B in three transfer windows under Todd Boehly pic.twitter.com/HFMDJ2CRve— B/R Football (@brfootball) August 14, 2023 Chelsea hefur þó ekki aðeins verið duglegt að festa kaup á leikmönnum en liðið hefur til að mynda selt leikmenn fyrir tæplega 279 milljónir Bandaríkjadala, 37 milljarða íslenskra króna, í sumar. Hvort þessar breytingar skili liðinu í efri hluta töflunnar mun koma í ljós en lærisveinar Mauricio Pochettino hófu tímabilið á 1-1 jafntefli gegn Liverpool um liðna helgi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Boehly er andlit fjárfestingasjóðsins Clearlake Capital sem festi kaup á Chelsea þegar Roman Abramovich seldi félagið í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Síðan þá má segja að það hafi verið nóg um að vera á skrifstofu félagsins. Gangi kaupin á Caicedo í gegn þá verður hann 23. leikmaðurinn sem félagið kaupir eða fær á láni síðan sumarið 2022. Ekki eru þó allir 23 leikmennirnir enn á mála hjá félaginu en Kalidou Koulibaly var seldur til Sádi-Arabíu, Pierre-Emerick Aubameyang er farinn til Marseille í Frakklandi og João Félix kom á láni en er farinn aftur til Atlético Madríd. Chelsea signing Moisés Caicedo means they ve now spent over $1B in three transfer windows under Todd Boehly pic.twitter.com/HFMDJ2CRve— B/R Football (@brfootball) August 14, 2023 Chelsea hefur þó ekki aðeins verið duglegt að festa kaup á leikmönnum en liðið hefur til að mynda selt leikmenn fyrir tæplega 279 milljónir Bandaríkjadala, 37 milljarða íslenskra króna, í sumar. Hvort þessar breytingar skili liðinu í efri hluta töflunnar mun koma í ljós en lærisveinar Mauricio Pochettino hófu tímabilið á 1-1 jafntefli gegn Liverpool um liðna helgi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira