Elín Metta í Þrótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 17:30 Elín Metta hefur alls spilað 62 A-landsleiki á ferli sínum og skorað í þeim 16 mörk. VÍSIR/VILHELM Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Frá þessu greindi Þróttur á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Þar segir að Elín Metta verði kynnt enn betur á miðlum félagsins á morgun. ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT! Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023 Elín Metta er 28 ára gamall framherji sem hefur allan sinn feril leikið með Val sem og hún Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017. Elín Metta hefur undanfarin ár verið í læknisfræði en bæði spilað með Val sem og íslenska landsliðinu meðfram námi. Að loknu síðasta tímabili - þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari - ákvað hún að leggja skóna á hilluna þar sem tími til væri kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Í viðtali við Vísi sem birtist þann 23. júní gaf hún lítið fyrir að vera á leiðinni í Stjörnuna en sagðist þó vera að „sprikla.“ „Ég er bara að vinna á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ sagði Elín Metta. Nú er svo sannarlega eitthvað að frétta en Elín Metta hefur fengið félagaskipti yfir í Þrótt og samið við liðið út tímabilið 2024. Um er að ræða risastór félagaskipti og áfram heldur Þróttur að sækja leikmenn í Val en bæði Katla Tryggvadóttir sem og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafa fært sig frá Hlíðarenda og niður í Laugardal á undanförnum misserum. Elín Metta hefur alls fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val. Einnig varð hún þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Alls hefur hún skorað 193 mörk í 261 KSÍ-leik til þessa. Fótbolti Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Frá þessu greindi Þróttur á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Þar segir að Elín Metta verði kynnt enn betur á miðlum félagsins á morgun. ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT! Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023 Elín Metta er 28 ára gamall framherji sem hefur allan sinn feril leikið með Val sem og hún Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017. Elín Metta hefur undanfarin ár verið í læknisfræði en bæði spilað með Val sem og íslenska landsliðinu meðfram námi. Að loknu síðasta tímabili - þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari - ákvað hún að leggja skóna á hilluna þar sem tími til væri kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Í viðtali við Vísi sem birtist þann 23. júní gaf hún lítið fyrir að vera á leiðinni í Stjörnuna en sagðist þó vera að „sprikla.“ „Ég er bara að vinna á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ sagði Elín Metta. Nú er svo sannarlega eitthvað að frétta en Elín Metta hefur fengið félagaskipti yfir í Þrótt og samið við liðið út tímabilið 2024. Um er að ræða risastór félagaskipti og áfram heldur Þróttur að sækja leikmenn í Val en bæði Katla Tryggvadóttir sem og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafa fært sig frá Hlíðarenda og niður í Laugardal á undanförnum misserum. Elín Metta hefur alls fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val. Einnig varð hún þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Alls hefur hún skorað 193 mörk í 261 KSÍ-leik til þessa.
Fótbolti Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira