Njarðvík úr fallsæti og Afturelding heldur áfram að tapa stigum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 20:31 Njarðvíkingar hafa unnið sigur í fjórum leikjum í röð. Njarðvík er komið úr fallsæti Lengjudeildarinnar í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á Selfossi í kvöld. Topplið Aftureldingar gerði jafntefli við Vestra og hefur ekki náð sigri í síðustu fjórum leikjum. Heil umferð fer fram í Lengjudeild karla í kvöld og er fimm leikjum nú þegar lokið. Í Grindavík tóku heimamenn á móti Leikni en Grindvíkingar unnu sigur á toppliði Aftureldingar í síðustu umferð og virðast vera að ná vopnum sínum eftir erfiða byrjun og nýleg þjálfaraskipti. Aðeins eitt mark var skorað á Stakkavíkurvelli í kvöld. Það gerði Símon Logi Thasaphong í fyrri hálfleik eftir góða skyndisókn heimamanna. Grindvíkingar færast upp töfluna með sigrinum og eru nú fjórum stigum á eftir Leikni og Vestra sem sitja í 4. - 5. sæti deildarinnar. Grindavík vann góðan sigur í dag.Knattspyrnudeild UMFG/Petra Rós Njarðvík heldur áfram að gera góða hluti undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Liðið vann í kvöld sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Selfossi á útivelli. Njarðvík komst í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mark Oumar Diouck og tvö mörk frá Rafael Victor. Gonzalo Zamorano og Oskar Wasliewski minnkuðu muninn fyrir Selfoss í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Njarðvík fer með sigrinum upp fyrir Þróttara og úr fallsæti Lengjudeildarinnar. Fjórði leikur toppliðsins án sigurs Á Akureyri vann Þór mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti. Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir á 7. mínútu en Aron Birkir Stefánsson varði síðan víti Hinriks á 24. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Alexander Már Þorláksson metin fyrir Þór og staðan í hálfleik 1-1. Á lokamínútu leiksins skoraði síðan Ragnar Óli Ragnarsson sigurmark Þórsara og tryggði þeim sætan sigur. Eftir tapið í kvöld og sigur Njarðvíkur er Þróttur í fallsæti en Þór komið upp í 6. sæti og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Topplið Aftureldingar hefur verið að tapa stigum að undanförnu eftir magnaða byrjun í deildinni. Í kvöld voru Mosfellingar mættir vestur á Ísafjörð og lentu heldur betur í vandræðum. Vestri leiddi 2-0 í hálfleik eftir mörk Silas Songani og Vladimir Tufegdzig. Í síðari hálfleik bitu leikmenn Aftureldingar í skjaldarrendur. Ivo Braz og Elmar Kári Enesson Cogic skoruðu þá tvö mörk fyrir gestina og tryggðu Aftureldingu 2-2 jafntefli. Afturelding er enn á toppi Lengjudeildarinnar en eru nú aðeins einu stigi á undan ÍA. Liðið hefur ekki unnið leik síðan liðið vann 9-0 sigur á Selfyssingum þann 21. júlí. Skagamenn eru á hraðri uppleið og unnu öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn botnliði Ægis. Tvö mörk frá Viktori Jónssyni og mörk frá Hlyni Sævari Jónssyni og Ármanni Inga Finnbogasyni í síðari hálfleik tryggðu Skagamönnum öruggan sigur. Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Heil umferð fer fram í Lengjudeild karla í kvöld og er fimm leikjum nú þegar lokið. Í Grindavík tóku heimamenn á móti Leikni en Grindvíkingar unnu sigur á toppliði Aftureldingar í síðustu umferð og virðast vera að ná vopnum sínum eftir erfiða byrjun og nýleg þjálfaraskipti. Aðeins eitt mark var skorað á Stakkavíkurvelli í kvöld. Það gerði Símon Logi Thasaphong í fyrri hálfleik eftir góða skyndisókn heimamanna. Grindvíkingar færast upp töfluna með sigrinum og eru nú fjórum stigum á eftir Leikni og Vestra sem sitja í 4. - 5. sæti deildarinnar. Grindavík vann góðan sigur í dag.Knattspyrnudeild UMFG/Petra Rós Njarðvík heldur áfram að gera góða hluti undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Liðið vann í kvöld sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Selfossi á útivelli. Njarðvík komst í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mark Oumar Diouck og tvö mörk frá Rafael Victor. Gonzalo Zamorano og Oskar Wasliewski minnkuðu muninn fyrir Selfoss í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Njarðvík fer með sigrinum upp fyrir Þróttara og úr fallsæti Lengjudeildarinnar. Fjórði leikur toppliðsins án sigurs Á Akureyri vann Þór mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti. Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir á 7. mínútu en Aron Birkir Stefánsson varði síðan víti Hinriks á 24. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Alexander Már Þorláksson metin fyrir Þór og staðan í hálfleik 1-1. Á lokamínútu leiksins skoraði síðan Ragnar Óli Ragnarsson sigurmark Þórsara og tryggði þeim sætan sigur. Eftir tapið í kvöld og sigur Njarðvíkur er Þróttur í fallsæti en Þór komið upp í 6. sæti og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Topplið Aftureldingar hefur verið að tapa stigum að undanförnu eftir magnaða byrjun í deildinni. Í kvöld voru Mosfellingar mættir vestur á Ísafjörð og lentu heldur betur í vandræðum. Vestri leiddi 2-0 í hálfleik eftir mörk Silas Songani og Vladimir Tufegdzig. Í síðari hálfleik bitu leikmenn Aftureldingar í skjaldarrendur. Ivo Braz og Elmar Kári Enesson Cogic skoruðu þá tvö mörk fyrir gestina og tryggðu Aftureldingu 2-2 jafntefli. Afturelding er enn á toppi Lengjudeildarinnar en eru nú aðeins einu stigi á undan ÍA. Liðið hefur ekki unnið leik síðan liðið vann 9-0 sigur á Selfyssingum þann 21. júlí. Skagamenn eru á hraðri uppleið og unnu öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn botnliði Ægis. Tvö mörk frá Viktori Jónssyni og mörk frá Hlyni Sævari Jónssyni og Ármanni Inga Finnbogasyni í síðari hálfleik tryggðu Skagamönnum öruggan sigur.
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti