Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Kristinn Haukur Guðnason og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 16. ágúst 2023 21:58 Magnús Tumi segir að búast megi við litlu gosi í Öskju. Arnar Halldórsson Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. Magnús Tumi bendir á að Torfajökull hafi tekið út svolitla útþenslu fyrir fimm árum síðan. Almennt séð sé eldstöðin frekar róleg og aðeins gosið um tíu til fimmtán sinnum á undanförnum tíu þúsund árum. Magnið sé álíka og Katla eða Grímsvötn framleiði á einni öld. „Þetta gæti verið bara eitthvað lítið og hætt en gæti orðið eitthvað meira,“ segir Magnús Tumi um landrisið í jöklinum. „Ef þetta leiðir til goss þá þarf mjög mikið að gerast á undan til þess að við teljum það líklegt. Flestir svona atburðir leiða ekki til goss. Það eru miklu fleiri atburðir þar sem safnast svolítil kvika en svo deyr það út. Það er ekkert að fara að gjósa á morgun í Torfajökli.“ Magnús Tumi segist ekki útiloka að ágætis gos gæti orðið í Torfajökli á næstunni en almennt séu gosin þar lítil eða meðalstór. „Stærsta gosið þar var svipað og Eyjafjallajökulsgosið fyrir tólf árum,“ segir hann. Askja komin lengra Hann segir Öskju hins vegar komna lengra í ferlinu. Askja hafi verið að þenjast út í tvö ár. „Askja seig í fimmtíu ár og var hálf tóm. Nú er hún að fyllast aftur en er ekki orðin full. Það sem líklegast er að gerist í Öskju er að það verði lítið gos,“ segir Magnús Tumi um stöðuna þar. „Það er ólíklegt að það verði stórt sprengigos. Það gerðist þar fyrir hundrað og fimmtíu árum og við þekkjum ekki nein dæmi um að það komi tvö umtalsverð súr gos úr sömu eldstöðinni með minna en þúsund ára millibili.“ Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Askja Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Magnús Tumi bendir á að Torfajökull hafi tekið út svolitla útþenslu fyrir fimm árum síðan. Almennt séð sé eldstöðin frekar róleg og aðeins gosið um tíu til fimmtán sinnum á undanförnum tíu þúsund árum. Magnið sé álíka og Katla eða Grímsvötn framleiði á einni öld. „Þetta gæti verið bara eitthvað lítið og hætt en gæti orðið eitthvað meira,“ segir Magnús Tumi um landrisið í jöklinum. „Ef þetta leiðir til goss þá þarf mjög mikið að gerast á undan til þess að við teljum það líklegt. Flestir svona atburðir leiða ekki til goss. Það eru miklu fleiri atburðir þar sem safnast svolítil kvika en svo deyr það út. Það er ekkert að fara að gjósa á morgun í Torfajökli.“ Magnús Tumi segist ekki útiloka að ágætis gos gæti orðið í Torfajökli á næstunni en almennt séu gosin þar lítil eða meðalstór. „Stærsta gosið þar var svipað og Eyjafjallajökulsgosið fyrir tólf árum,“ segir hann. Askja komin lengra Hann segir Öskju hins vegar komna lengra í ferlinu. Askja hafi verið að þenjast út í tvö ár. „Askja seig í fimmtíu ár og var hálf tóm. Nú er hún að fyllast aftur en er ekki orðin full. Það sem líklegast er að gerist í Öskju er að það verði lítið gos,“ segir Magnús Tumi um stöðuna þar. „Það er ólíklegt að það verði stórt sprengigos. Það gerðist þar fyrir hundrað og fimmtíu árum og við þekkjum ekki nein dæmi um að það komi tvö umtalsverð súr gos úr sömu eldstöðinni með minna en þúsund ára millibili.“
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Askja Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira