Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sveitarfélögin ekkert geta gert fyrir þjónustulaust flóttafólk án samnings og fjármagns.
Bresk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta viðmiðum um meðhöndlun þeirra sem greinast með krabbamein. Engin slík viðmið eru til hérlendis.
Nýtt Píeta-skjól verður opnað á Húsavík í dag. Samtökin stefna á að geta veitt þjónustu í öllum landsfjórðungum.
Dagskrá Menningarnætur var kynnt nú fyrir stundu; við verðum í beinni frá Hljómskálagarðinum í fréttatímanum.
Arnar Gunnlaugsson getur jafnað met Guðjóns Þórðarsonar og unnið fjóra bikartitla í röð. Lið hans Víkingur komst í bikarúrslit í gær.
Veðurstofa spáir austlægum og norðlægum áttum og dálítilli vætu austanlands. Það verður áfram hlýtt í veðri en kólnar eftir helgi fyrir norðan.