Enski boltinn

Vara­maðurinn Wood hetja For­est

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Steve Cooper, þjálfari Forest, þakkar varamanninum Wood fyrir að tryggja stigin þrjú.
Steve Cooper, þjálfari Forest, þakkar varamanninum Wood fyrir að tryggja stigin þrjú. Michael Regan/Getty Images

Nottingham Forest er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á nýliðum Sheffield United í kvöld.

Taiwo Awoniyi kom Forest á bragðið snemma á 3. mínútu eftir fyrirgjöf frá Serge Aurier. Fleiri urðu mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og heimamenn því marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Gustavo Hamer, sem gekk í raðir Sheffield, á dögunum, jafnaði metin fyrir gestina snemma í síðari hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það yrði lokatölur. 

Chris Wood reyndist hetja Forest en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar hann henti sér á fyrirgjöf frá Aurier og boltinn rataði í netið.

Lokatölur 2-1 og Forest komið á blað í úrvalsdeildinni eftir tap gegn Arsenal í 1. umferð. Sheffield er hins vegar enn án sigurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×