Fótbolti

Dort­mund marði Köln með marki í blá­lokin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Christof Koepsel/Getty Images

Borussia Dortmund hefur leik í þýsku úrvalsdeildinni með sigri en sá var heldur naumur. Liðið rétt marði Köln 1-0 þökk sé marki undir lok leiks.

Dortmund var hársbreidd frá því að verður þýskur meistari á síðustu leiktíð en tókst að klúðra því í lokaumferð tímabilsins og Bayern München varð meistari.

Það leit lengi vel út að Dortmund yrði tveimur stigum á eftir Bayern strax eftir eina umferð þar sem Bæjarar byrjuðu tímabilið á öruggum 4-0 sigri á meðan Dortmund ætlaði ekki að takast að koma boltanum í netið gegn Köln.

Það tókst hins vegar loksins þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Donyell Malen með það sem reyndist sigurmarkið eftir sendingu frá Felix Nmecha. Lokatölur 1-0 og Dortmund byrjar tímabilið á sigri.

RB Leipzig, sem vann þýska Ofurbikarinn á dögunum, hóf tímabilið með tapi gegn Xabi Alonso og lærisveinum hans í Bayer Leverkusen. 

Lokatölur 3-2 Leverkusen í vil þökk sé mörkum frá Jeremie Frimpong, Jonathan Tah og Florian Wirts. Mörk Leipzig skoruðu Dani Olmo og Lois Openda.

Önnur úrslit dagsins í Þýskalandi

Augsburg 4-4 Gladbach

Hoffenheim 1-2 Freiburg

Stuttgart 5-0 Bochum

Wolfsburg 2-0 Heidenheim




Fleiri fréttir

Sjá meira


×