Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 09:24 Sádiarabískir hermenn á landamærunum að Jemen. Mannréttindasamtök segja herinn hafa drepið hundruð manna þar á síðustu árum. Vísir/Getty Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum. Skýrsla Mannréttindavaktarinnar byggir á lýsingum vitna og myndum sem sýna lík og grafreiti á þekktum leiðum farandverkamanna. Samtökin telja að tala fallinna gæti jafnvel náð þúsundum. Vitni segjast hafa séð sádiarabíska landamæraverði skjóta á eþíópískt förufólk og varpa að því sprengjum. AP-fréttastofan segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi krafið Sáda skýringa á fréttum af því að þeir hafi skotið á förufólk við landamærin að Jemen í október. Í bréfi SÞ til konungsdæmisins sagði að það hefði valdið dauða allt að 430 manna og sært 650 aðra. Þar var einnig vísað til frásagna af því að förufólk sem er tekið höndum sæti pyntingum. Sádar höfnuðu því að þeir stunduðu kerfisbundin dráp á landamærunum í svarbréfi til Sameinuðu þjóðanna í mars. Þeir sögðu upplýsingarnar í upphaflegu bréfi Sameinuðu þjóðanna svo takmarkaðar að þeir gætu ekki staðfest eða sannreynt hvort að þær ættu við rök að styðjast. Drápin eru sögð eiga sér stað á landamærum Sádi-Arabíu og Jemen. Sádar leiða hernaðarbandalag sem styður stjórnvöld í Jemen gegn uppreisnarmönnum.AP Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa sent þúsundir Eþíópíumanna til síns heima undanfarin misseri. Talið er að um 750.000 Eþíópíumanna séu í Sádi-Arabíu, allt að 450.000 þeirra ólöglega. Tugir þúsunda manna hafa flúið borgarastríð í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu undanfarin tvö ár. Sádar hafa leitt hernaðaríhlutun í harðvítugu borgarastríði sem hefur geisað í Jemen frá árinu 2014. Uppreisnarmenn Húta, sem Sádar berjast gegn, eru sagðir hafa tekjur af því að smygla förufólki yfir landamærin. Sádi-Arabía Eþíópía Mannréttindi Jemen Tengdar fréttir Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31 Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30 Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Skýrsla Mannréttindavaktarinnar byggir á lýsingum vitna og myndum sem sýna lík og grafreiti á þekktum leiðum farandverkamanna. Samtökin telja að tala fallinna gæti jafnvel náð þúsundum. Vitni segjast hafa séð sádiarabíska landamæraverði skjóta á eþíópískt förufólk og varpa að því sprengjum. AP-fréttastofan segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi krafið Sáda skýringa á fréttum af því að þeir hafi skotið á förufólk við landamærin að Jemen í október. Í bréfi SÞ til konungsdæmisins sagði að það hefði valdið dauða allt að 430 manna og sært 650 aðra. Þar var einnig vísað til frásagna af því að förufólk sem er tekið höndum sæti pyntingum. Sádar höfnuðu því að þeir stunduðu kerfisbundin dráp á landamærunum í svarbréfi til Sameinuðu þjóðanna í mars. Þeir sögðu upplýsingarnar í upphaflegu bréfi Sameinuðu þjóðanna svo takmarkaðar að þeir gætu ekki staðfest eða sannreynt hvort að þær ættu við rök að styðjast. Drápin eru sögð eiga sér stað á landamærum Sádi-Arabíu og Jemen. Sádar leiða hernaðarbandalag sem styður stjórnvöld í Jemen gegn uppreisnarmönnum.AP Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa sent þúsundir Eþíópíumanna til síns heima undanfarin misseri. Talið er að um 750.000 Eþíópíumanna séu í Sádi-Arabíu, allt að 450.000 þeirra ólöglega. Tugir þúsunda manna hafa flúið borgarastríð í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu undanfarin tvö ár. Sádar hafa leitt hernaðaríhlutun í harðvítugu borgarastríði sem hefur geisað í Jemen frá árinu 2014. Uppreisnarmenn Húta, sem Sádar berjast gegn, eru sagðir hafa tekjur af því að smygla förufólki yfir landamærin.
Sádi-Arabía Eþíópía Mannréttindi Jemen Tengdar fréttir Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31 Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30 Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21. ágúst 2023 07:31
Erlingur tekur við Sádi-Arabíu Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning. 18. ágúst 2023 21:30
Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. 12. ágúst 2023 18:40