Yfirlýsing Greenwood: „Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um“ Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 14:25 Mason Greenwood yfirgefur Manchester United Getty/Marc Atkins Mason Greenwood mun yfirgefa herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Þetta staðfestir félagið í yfirlýsingu í dag og nú hefur Greenwood sjálfur gefið út yfirlýsingu. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. „Ég vil byrja á því að segja að ég skil að fólk muni dæma mig vegna þess sem það hefur séð og heyrt á samfélagsmiðlum og ég veit að fólk mun hugsa það versta. Ég var alinn upp við að vita að ofbeldi eða misnotkun, í hvaða formi sem er, er aldrei í lagi. Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um og í febrúar var ég hreinsaður af öllum ákærum.“ Hann hafi hins vegar gert mistök í sínu sambandi „Og ég tek fulla ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að færslan sem birtist á samfélagsmiðlum var sett inn.“ Hann sé að læra að skilja skyldur sínar. „Að sýna gott fordæmi sem atvinnumaður í fótbolta, og ég einbeiti mér að þeirri miklu ábyrgð að vera faðir, sem og góður maki.“ Og um ákvörðun dagsins, að hann yfirgefi Manchester United, hefur hann þetta að segja: „Ákvörðun dagsins hefur verið hluti af samvinnuferli Manchester United, fjölskyldu minnar og mín. Besta ákvörðunin fyrir okkur öll er að ég haldi áfram fótboltaferli mínum fjarri Old Trafford, þar sem nærvera mín mun ekki trufla félagið. Ég þakka félaginu fyrir stuðninginn sem ég hef fundið fyrir frá því að ég gekk til liðs við félagið aðeins sjö ára gamall. Það mun alltaf vera hluti af mér sem er tengdur Manchester United.“ „Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og öllum ástvinum mínum fyrir stuðninginn og það er nú mitt að endurgjalda traustið sem í kringum mig hefur sýnt. Ég ætla að verða betri knattspyrnumaður, en síðast en ekki síst vera góður faðir, betri manneskja og nýta hæfileika mína á jákvæðan hátt innan sem utan vallar.“ Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. „Ég vil byrja á því að segja að ég skil að fólk muni dæma mig vegna þess sem það hefur séð og heyrt á samfélagsmiðlum og ég veit að fólk mun hugsa það versta. Ég var alinn upp við að vita að ofbeldi eða misnotkun, í hvaða formi sem er, er aldrei í lagi. Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um og í febrúar var ég hreinsaður af öllum ákærum.“ Hann hafi hins vegar gert mistök í sínu sambandi „Og ég tek fulla ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að færslan sem birtist á samfélagsmiðlum var sett inn.“ Hann sé að læra að skilja skyldur sínar. „Að sýna gott fordæmi sem atvinnumaður í fótbolta, og ég einbeiti mér að þeirri miklu ábyrgð að vera faðir, sem og góður maki.“ Og um ákvörðun dagsins, að hann yfirgefi Manchester United, hefur hann þetta að segja: „Ákvörðun dagsins hefur verið hluti af samvinnuferli Manchester United, fjölskyldu minnar og mín. Besta ákvörðunin fyrir okkur öll er að ég haldi áfram fótboltaferli mínum fjarri Old Trafford, þar sem nærvera mín mun ekki trufla félagið. Ég þakka félaginu fyrir stuðninginn sem ég hef fundið fyrir frá því að ég gekk til liðs við félagið aðeins sjö ára gamall. Það mun alltaf vera hluti af mér sem er tengdur Manchester United.“ „Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og öllum ástvinum mínum fyrir stuðninginn og það er nú mitt að endurgjalda traustið sem í kringum mig hefur sýnt. Ég ætla að verða betri knattspyrnumaður, en síðast en ekki síst vera góður faðir, betri manneskja og nýta hæfileika mína á jákvæðan hátt innan sem utan vallar.“
Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira