Fótbolti

Mac Allister sleppur við bann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alexis Mac Allister þarf ekki að taka út bann þrátt fyrir að hafa fengið að líta beint rautt spjald í síðasta leik Liverpool.
Alexis Mac Allister þarf ekki að taka út bann þrátt fyrir að hafa fengið að líta beint rautt spjald í síðasta leik Liverpool. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, þarf ekki að taka út þriggja leikja bann eftir að hafa fengið beint rautt spjald í leik liðsins gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Liverpool áfrýjaði rauða spjaldinu og enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú dregið það til baka.

Þessi 24 ára Argentínumaður var sendur af velli með beint rautt spjald á 58. mínútu fyrir brot á Ryan Christie. 

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tjáði sig um spjaldið að leik loknum. Hann, eins og svo margir aðrir, var hissa á dómnum og sagði meðal annars að ef gula spjaldið hefði farið á loft hefði dómarinn aldrei verið beðinn um að skoða atvikið betur í VAR-skjánum góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×